Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 bakþankar | Ebbu Guðnýjar Guðmundsdóttur Maðurinn minn sagði mér að pistl- arnir mínir væru orðnir væmnir. Ég sagði honum að það sé af því ég er orðin miðaldra og því fylgir hormónaójafnvægi og mikil væmni. Hann jánkaði því. Sagði að ég væri samt ljómandi fín. Hér kemur því væmin hugvekja um matarvenjur. Ég tel það göfugt starf og mikil- vægt að venja börn frá fyrstu tíð á hollan og næringarríkan mat. Góðar venjur fylgja þeim út lífið (og slæmar). Næringarríkur, heima- gerður matur gefur okkur (vonandi) betri heilsu, andlega og líkamlega. Þetta verður samt aldrei fullkomið og börn þurfa líka að læra að það er í fínu lagi að borða stundum óhollt. Við þolum það vel. En það sem við gerum dagsdaglega heima skiptir sköpum; hvað er keypt, hvað er í boði, hvort það sé sameiginlegur matur á kvöldin og svo framvegis. Það er bæði ódýrara og hollara að elda mat heima (í flestum tilvikum) og umhverfisvænna. Stundum held ég (án útreikninga eða ann- arra sannana) að það geti næstum borgað sig að annar aðili á heimili vinni ögn styttri vinnudag og sjái í staðinn um matarmálin. Sem gengur auðvitað ekki alltaf upp. En það er dýrt að láta mat fara til spillis og dýrt að kaupa tilbúinn mat. Kvöldmatur þarf ekki að vera merkilegur. Í rauninni er mjög heppilegt að borða einfalt í hverri máltíð. Fjölbreytnin kemur yfir vikuna. Einfaldur matur fer vel í maga og er minna mál að útbúa. Sameiginlegur kvöldmatur er líka æfing í félagsfærni. Börnum finnst notalegt þegar einhver er að hlusta á þau, sýnir þeim áhuga og hlær að bröndurunum þeirra og segir þeim að þau séu svo skemmtileg, góð og snjöll. Að nota falleg orð til barna, sem maður innilega meinar, fer í hjörtu þeirra og lifir með þeim alla ævi. n Hugvekja Sparaðu tíma og gerðu einfaldari innkaup á netto.is Mikið úrval blöndunartækja fyrir eldhúsið FINNUM NÝTT ELDHÚSTÆKI SAMAN NÚNA -35% 44.587 68.595 NÚNA -35% 33.927 52.195 Eldhústæki með útdraganlegum úðara VNR: 15330270 Eldhústæki með útdraganlegum úðara VNR: 15332321 B ir t m eð fy ri rv ar a um p re nt vi llu r o g/ eð a m yn da br en gl . Fyrir fólk í leit af nýjum tækifærum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.