Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 4
Sífellt fleiri laxar drepast í sjókvíunum. Jón Kaldal, tals- maður Íslenska náttúruverndar- sjóðsins Þetta er atvinnugrein sem er að læra. Jens Garðar Helgason, að- stoðarforstjóri Laxa hf Talsmaður Íslenska náttúrverndarsjóðsins segir velferðarvanda í sjókvíaeldi á laxi vera gríðarlegan hér við land. Mynd/aðsend Aldrei hafa jafn margir laxar drepist í sjókvíum hér við land og í fyrra. Aðstoðarfor­ stjóri Laxa hf. segir atvinnu­ greinina vera að taka á vand­ anum, en talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir fyrirtækjunum ekki treyst­ andi til þess. ser@frettabladid.is fiskeldi Afföll í sjókvíaeldi hér við land hafa aldrei verið meiri en á síðasta ári samkvæmt mælaborði Matvælastofnunar, og sló þó árið þar á undan met í fjölda fiska sem drapst í kvíum. Afföllin voru um 19 prósent á síð­ asta ári, sem er nærri 27 prósentum meira en gerist í norsku sjókvíaeldi, „sem þykir algerlega óásættanlegt þar í landi,“ eins og Jón Kaldal, tals­ maður Íslenska náttúruverndar­ sjóðsins, kemst að orði en þau samtök berjast gegn erfðablöndun eldisfisks og villta laxastofnsins á Íslandi. Hann segir velferðarvanda í sjókvíaeldi á laxi vera gríðarlegan hér við land. „Tökum sem dæmi ástandið hjá Arctic Fish í Dýra­ firði fyrir vestan. Það fyrirtæki meðhöndlaði eldisdýrin sín með þeim hætti að um einn af hverjum þremur eldislöxum í sjókvíum í firðinum drapst í janúar og febrúar í fyrra af völdum vetrarsára og líf­ færabilunar,“ segir Jón. Og nú í desember hafi lúsasmit í sjókvíum Arctic Fish verið svo hrikalegt að viðlíka tölur hafi aldr­ ei áður sést hér við land. „Þær voru margfalt yfir þeim mörkum sem heimilt er samkvæmt norskum reglum,“ bendir Jón jafnframt á. Jens Garðar Helgason, aðstoðar­ forstjóri Laxa hf. á Austurlandi viðurkennir að vaxtarverkir hafi fylgt hraðri uppbyggingu í grein­ inni. „Þetta er atvinnugrein sem er að læra,“ útskýrir hann. Fyrir vestan hafi f löskuháls­ inn til dæmis verið í slátruninni, framleiðslugetan hafi verið meiri en sláturgetan. „Við sjáum fyrir endann á þeim vanda með nýju fjögurra milljarða króna sláturhúsi í Bolungarvík,“ bendir hann á. Jón Kaldal segir að allt of mikil áhersla hafi verið lögð á vöxt þessa iðnaðar af hálfu hins opinbera. „Það kemur niður á velferð eldisdýranna. Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu,“ segir tals­ maðurinn. Hann bendir jafnframt á að „þessi hræðilegi dýravelferðarvandi,“ eins og hann orðar það, hafi lengi verið mikið hitamál í norsku sjókvía­ eldi. Á hverju ári segi forsvarsfólk iðnaðarins í Noregi að þetta ástand sé óviðunandi og heiti því að bæta ráð sitt. „Ekkert breytist þó. Vist eldislax­ anna er jafn ömurleg og sífellt fleiri laxar drepast í sjókvíunum. Hér á landi er eldislaxinn svo í enn þá verri málum,“ segir Jón. Hann telur að íslensk stjórn­ völd hljóti að bregðast við þessum manngerðu hamförum. „Fyrirtækj­ unum er augsýnilega ekki treystandi sjálfum til að bæta ráð sitt,“ segir Jón Kaldal. Jens Garðar er ekki á sama máli. „Varnir hafa verið bættar og aðgrein­ ing aukin á milli kvía, auk þess sem bólusetning gegn kvillum er nú leyfi­ leg, ólíkt því sem var í byrjun. Svo höfum við fengið til okkar færustu sérfræðinga í heimi til að lágmarka tjón og það er að skila sér,“ segir Jens Garðar Helgason. n Upp undir þriðji hver fiskur drepst í sjókvíaeldi í fjörðum landsins kristinnpall@frettabladid.is samfélag  Miðgildi aldursdreif­ ingar Íslendinga hefur hækkað um 1,4 ár upp í 36,7 ár á síðastliðnum áratug en er áfram með því lægra í Evrópu. Með því hefur miðgildi aldursdreifingar hérlendis hækkað um ellefu ár frá því að mælingar hófust árið 1960. Samkvæmt því er helmingur þjóðarinnar yngri en 36,7 ára og hinn helmingurinn eldri. Þetta kemur fram í nýrri saman­ tekt Eurostat, tölfræðiveitu Evrópu­ sambandsins. Til samanburðar er miðgildi aldursdreifingar hæst á Ítalíu þar sem það mælist 48 ár og meðaltal innan Evrópusambands­ ríkjanna 27 er 44,4 ár. n Miðgildi aldursbils Íslendinga hækkar Hækkunin er ellefu ár frá árinu 1960. ÍÞRÓTTAVIKAN MEÐ BENNA BÓ FÖSTUDAGA KL. 21.00 kristinnpall@frettabladid.is samgöngur Bæjarstjórn Akur­ eyrarbæjar kallar eftir því að Vega­ gerðin leggi án tafar fram lausn á því vandamáli sem kemur upp á næstu vikum þegar Sæfari, ferjan sem siglir til Grímseyjar, fer í slipp í vor. Líklegt er að viðgerðir taki frá sex til átta vikum og hafa íbúar ekki fengið neinar upplýsingar um stað­ gengil. Í bókun bæjarstjórnar Akureyrar­ bæjar er minnst á að um 60 íbúar séu með lögheimili í Grímsey auk árstíðabundinna íbúa sem dvelja tímabundið í eyjunni. Nauðsyn­ legt sé fyrir þetta fólk að tryggar og áreiðanlegar samgöngur séu til og frá eyjunni, auk þess sem flytja þarf þangað tæki, tól og varning. n Krefjast lausna fyrir Grímseyinga lovisa@frettabladid.is samfélag Íbúi í blokk við Austur­ brún 6 gekk síðustu helgi berserks­ gang í inngangi og á gangi við íbúð sína. Valur Pálsson, íbúi í húsinu, segir íbúa skelkaða og ósátta við lítil viðbrögð Félagsbústaða en íbúðir hússins eru í þeirra eigu. Málið hefur verið kært til lögreglu. „Við fáum ekkert að heyra. Það komu fjórir lögreglumenn en tóku hann ekki því þeir sögðust ekki hafa heimild til þess,“ segir Valur og að íbúar vilji að maðurinn verði látinn fara úr húsinu. Í húsinu eru 76 íbúðir og segir Valur marga hafa áhyggjur. Félagsbústaðir segja að þeim hafi borist tilkynning frá íbúum fjöl­ býlishúss og öryggisfyrirtæki að einstaklingur hafi um síðastliðna helgi valdið skemmdum á íbúða­ hurðum og sameign í húsinu sem er í eigu Félagsbústaða. Sigrún Árnadóttir, framkvæmda­ stjóri Félagsbústaða, segir að brugð­ ist hafi verið við málinu. „Brugðist hefur verið við með því að afla frekari upplýsinga um málið, meta skemmdir og ræða við aðila sem kunna að hafa upplýsingar um málið. Unnið er að því að afla upplýsinga, svo sem myndefnis úr öryggismyndavélum, sem munu liggja til grundvallar hvernig brugð­ ist verður við þessum atvikum,“ segir Sigrún og að stórfelld brot á húsreglum, leigusamningi og húsa­ leigulögum geti valdið því að leigu­ samningi viðkomandi sé rift. n Uggur í íbúum eftir að maður gekk berserksgang Viðgerðir á ferjunni munu taka frá 6 til 8 vikum. Fréttablaðið/auðunn Miklar skemmd- ir voru á inn- gangi hússins. Fréttablaðið/ ernir kristinnhaukur@frettabladid.is jonthor@frettabladid.is k jar amál Verkbann Samtaka atvinnulífsins gegn Ef lingarfólki var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, eða tæplega 95 pró­ sentum atkvæða. Þetta var til­ kynnt snemma í gærkvöldi eftir að atkvæðagreiðslu lauk klukkan 16. Mun verkbannið hefjast fimmtu­ daginn 2. mars. „Auðvitað verða áhrif þessa verk­ banns mjög víðtæk. Þetta er mjög breiðvirk aðgerð og sannarlega til þess fallin að valda miklum áhrifum á samfélagið,“ segir Halldór Benja­ mín Þorbergsson, framkvæmda­ stjóri Samtaka atvinnulífsins. Segir hann aðeins tvo valkosti í stöðunni. Annaðhvort að bíða og sjá þunga verkfalla Eflingar aukast hægt og bítandi. Eða stíga niður fæti. „Hingað og ekki lengra, þessa deilu þarf að leysa,“ segir Halldór. Efling hefur ákveðið að bíða með þriðju hrinu verkfalla sem áttu að hefjast á þriðjudag, það er hjá starfs­ fólki öryggisfyrirtækja, ræstingar­ fyrirtækja og þeim hótelum sem verkföll voru ekki þegar hafin hjá, vegna verkbannsins. Stjórn Eflingar hugðist funda um stöðuna í gær­ kvöldi. Fyrr um daginn tilkynnti Ást­ ráður Haraldsson, settur sáttasemj­ ari í deilunni, að hann myndi ekki skjóta miðlunartillögu Aðalsteins Leifssonar til Hæstaréttar, og halda þar með samkomulagið sem Aðal­ steinn gerði við Eflingu. Sagði hann lagalegar þrætur ekki liðka til fyrir lausn deilunnar. n Verkbann SA á Eflingarfólk var samþykkt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmda- stjóri SA 4 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 23. FeBRúAR 2023 fiMMtUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.