Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 24
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Merkisatburðir | Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sólveig Jónsdóttir Digranesvegi 75, verður jarðsungin í Kópavogskirkju á morgun, föstudaginn 24. febrúar, kl. 15.00. Jóna Pálsdóttir Garðar Gíslason Gunnar Steinn Pálsson Lilja Magnúsdóttir Þórunn Ingibjörg Pálsdóttir Hafþór Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðmunda Matthildur Oddsdóttir Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík, lést þriðjudaginn 21. febrúar síðastliðinn. Helga G. Þorvaldsdóttir Jóhann Aðalsteinsson Rúna Jóhannsdóttir Héðinn Þorvaldsson Hildur E. Þorvaldsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir okkar og mágur, Ármann Einarsson Básahrauni 44, Þorlákshöfn, lést föstudaginn 10. febrúar á gjörgæsludeild Landspítalans. Útför hans fer fram laugardaginn 25. febrúar kl. 13.30 í Þorlákskirkju. Útförinni verður streymt á http://promynd.is/armanneinars og einnig má nálgast hlekk á streymi á mbl.is/andlat Linda Ósk Jónsdóttir Unnur Rós Ármannsdóttir Guðmundur J. Ármannsson Magnea Ásta Magnúsdóttir Jón Þór Eyjólfsson Einar Friðrik Sigurðsson Helga Jónsdóttir Eydís Einarsdóttir Jörgen Jörgensen Sóley Einarsdóttir Guðbjartur Örn Einarsson og frændsystkin Móðir okkar, amma og langamma, Magnea Rósa Tómasdóttir lyfjafræðingur, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést á Minni-Grund í Reykjavík sunnudaginn 5. febrúar. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 13.00. Sigríður Erla Gunnarsdóttir Áslaug María Gunnarsdóttir Darri Gunnarsson Ívar Karl, Ægir Sindri, Óðinn Dagur, Iða Brá, Harpa Lind, Gunnar Dagur, Rósa Líf, Hilda Sól, Gottskálk Darri og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Bergsteinsdóttir geislafræðingur, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 14. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Bergsteinn Einarsson Hafdís Kristjánsdóttir Örn Einarsson Steinunn Fjóla Sigurðardóttir Sigrún Helga Einarsdóttir Sverrir Einarsson barnabörn og barnabarnabörn 1763 Fyrstu stóru mótmæli þræla í Suður-Ameríku eiga sér stað í Guyana. 1887 Jarðskjálfti á frönsku rívíerunni verður tvö þúsund manns að bana. 1889 Hið íslenska kennarafélag er stofnað. 1903 Kúba afhendir Bandaríkjunum Guantánamo Bay sem verður síðar að fangelsiseyju. 1941 Glenn T. Seaborg tekst að kljúfa plútóníum fyrstur manna. 1981 Misheppnuð valda- ránstilraun á Spáni. 1985 Torfi Ólafsson setur heimsmet í réttstöðu- lyftu í flokki unglinga, lyftir 322,5 kílóum. 1991 Valdaránstilraun Sunthorn Kongsompong heppn- ast í Tælandi. 2021 Óeirðir í fangelsum víðs vegar um Ekvador skilja 62 eftir í valnum. Katrín Jakobsdóttir fagnar í dag tíu árum á formannsstól Vinstri grænna. Hún segir að það hafi gengið á ýmsu og vonast til að vera fyrirmynd fyrir ungar konur. kristinnpall@frettabladid.is Í dag fagnar Katrín Jakobsdóttir, for- maður Vinstri grænna og forsætisráð- herra, tíu árum á formannsstóli VG. Katrín tók við embættinu þann 23. febrúar 2013 af Steingrími J. Sigfússyni og er í dag að leiða aðra ríkisstjórn sína á þessum tíma „Þetta er svolítið skrýtið, ég var ekki búin að átta mig á að það væru komin tíu ár. Það hljómar ægilega langt þegar þú segir það svona,“ segir Katrín glettin þegar talið berst að þessum tímamótum. „Það er alltaf eitthvað í gangi og í raun aldrei dauður tími í pólitíkinni,“ segir Katrín sem segist í sjálfu sér ekki hafa átt von á því að vera í tíu ár á formannsstól þegar hún tók við embættinu. „Ég sagði nú á sínum tíma, þegar ég fór á þing, að ég ætlaði að vera í tvö kjör- tímabil. Átta ár væru hámarkið. Það fór eitthvað úr skorðum,“ segir hún kímin og heldur áfram: „Ég sá þetta ekki endilega fyrir mér, þennan tíma eftir kosningarnar 2013, að þetta yrði niðurstaðan.“ Katrín var ein í framboði á landsfundi Vinstri grænna árið 2013 og fékk 98 pró- sent atkvæða. Fram að því hafði hún gegnt starfi varaformanns f lokksins í tíu ár. Í ræðu sinni sagði hún að það gæti aldrei orðið hversdagslegur viðburður í lífi manneskju að taka við formennsku í stjórnmálaflokki en sagðist vonast til að geta gert hreyfingunni gagn og fólkinu í landinu. Eftir að hafa verið hluti af ríkisstjórn- inni áður en hún tók við formannsstóln- um var VG ekki í næstu ríkisstjórn og var Katrín þá komin í stjórnarandstöðuna. Hún tekur undir að það hafi gengið á ýmsu þessi tíu ár þegar talið berst að þessum áratug. „Ég byrjaði auðvitað á því að tapa kosningum, alveg stórkostlega árið 2013. Í Áramótaskaupinu var gert grín að mér sem The Biggest Loser. Þá lendum við í stjórnarandstöðu sem var mjög skemmtilegur tími í f lokknum því við þurftum að byggja okkur aftur upp eftir ríkisstjórnina sem var í gildi frá 2009-13. Svo koma fleiri kosningar, Svandísi Svav- arsdóttur finnst gaman að rifja upp að kvöldið fyrir önnur stjórnarslitin sagði ég að það gerðist aldrei neitt í pólitíkinni á Íslandi.“  Eftir því sem blaðamaður komst næst er Katrín fyrsta konan á Íslandi sem nær áratug á formannsstól stjórnamála- flokks. „Það er líklegast rétt hjá þér. Á sama tíma er maður er að horfa á tvær starfs- systur hverfa á braut, fyrst Jacindu Ardern í Nýja-Sjálandi og svo Nicolu Sturgeon í Skotlandi. Almennt hefur kenningin verið sú að konur fái styttri líftíma í þessum bransa. Það hefur verið mér lærdómur í þessu embætti, stundum líður manni erlendis eins og framandi tegund því við erum svona fáar. Það er með ólíkindum hvað þetta þokast hægt, við erum enn þá fjarri því að ná mark- miðum um jafnrétti kynjanna í heim- inum.“ Katrín tekur undir að hún geti reynst fyrirmynd í þeim málum. „Vonandi get ég orðið einhverjum inn- blástur og það verði fleiri konur sem taki þátt í pólitík. Við höfum verið dugleg á Íslandi að fá konur til að taka þátt en konur virðast hafa skemmri líftíma. Það hefur verið mikil endurnýjun á þing- inu á þessum tíma, nokkrar kosningar, mikil endurnýjun á hverju ári, sem er líka umhugsunarefni hjá okkur,“ segir Katrín sem gerir ekki ráð fyrir að fagna tímamótunum sérstaklega. „Ef það verður eitthvað, þá verður það lágstemmt,“ segir forsætisráðherra aðspurð hvort að hún myndi fagna þessum tímamótum. n Aldrei dauður tími í pólitík Katrín hefur gegnt embætti forsætisráðherra í rúm fimm ár af þeim tíu árum sem hún hefur verið formaður VG. Fréttablaðið/Valli Katrín heldur hér ræðu snemma árs 2013, stuttu áður en hún var kosin for- maður VG. Fréttablaðið/Valli Vonandi get ég orðið einhverjum innblástur og það verði fleiri konur sem taki þátt í pólitík. Katrí n Jakobsdóttir 16 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 23. FeBRúAR 2023 FImmtUDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.