Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 9
Ef færri ferðamenn koma til landsins þá dregur eðlilega úr því fjármagni sem flæðir inn í landið og krónan veikist. Már Wolfgang Mixa Veitingastaðurinn Brewdog Shanghai var opnaður árið 2020 en fyrirtækið selur vörur sínar á 110 mismun- andi börum í Kína. AÐALFUNDUR ICELAND SEAFOOD INTERNATIONAL HF. Verður haldinn þann 16. mars 2023 kl. 16.00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavik. Upplýsingar tengdar fundinum eru aðgengilegar á heimasíðu félagsins www.icelandseafood.com/investors. DAGSKRÁ FUNDARINS: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu starfsári 3. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar 4. Ákvörðun um ráðstöfun taps félagsins á árinu 2022 5. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og nefndarmanna í undirnefndum stjórnar 7. Kosning stjórnar félagsins 8. Kosning endurskoðanda félagsins 9. Tillaga stórnar um breytingar á samþykktum: a. Endurnýjun á heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum ásamt viðeigandi breytingu á viðauka við samþykktir b. Heimild til stjórnar til hækkunar á hlutafé félagsins um allt að 150.000.000 nýja hluti ásamt viðeigandi breytingu á 4. gr. samþykkta c. Aðrar minniháttar breytingar á 11. og 12. gr. samþykkta félagsins 10. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Hluthafar hafa heimild til að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundinum og skal kröfu þar um fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun sem berast skal stjórn félagsins skriflega eða með tölvupósti á netfangið agm@icelandseafood. com í síðasta lagi fyrir kl. 16:00 hinn 6. mars nk. Á aðalfundinum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Hluthafar þurfa að vera skráðir í hlutaskrá félagsins til að eiga þess kost að greiða atkvæði á fundinum (hlutir á safnreikningum hafa ekki atkvæðisrétt). Mæting hluthafa sem sækja fundinn verður skráð á við innganginn og hluthafar fá þar afhenta atkvæðaseða og önnur fundargögn. Atkvæði verða einungis greidd skriflega á fundinum ef farið verður fram á slíkt. Kjör stjórnar fer fram skriflega svo fremi sem framboð eru fleiri en stjórnarsæti. Hluthafar sem ekki mæta á fundinn geta greitt atkvæði fyrir fundinn eða látið umboðsmann sækja fundinn fyrir sína hönd. Óski hluthafi eftir því að greiða atkvæði skriflega fyrir fundinn skal hann gera kröfu um slíkt eigi síðar en fimm sólarhringum fyrir fundinn. Hluthafar geta óskað eftir því að fá atkvæðaseðla senda eða sótt atkvæðaseðil á vefsíðu félagsins og greitt atkvæði fyrir fund. Undirritaðir, dagsettir og vottaðir atkvæðaseðlar skulu hafa borist félaginu á skrifstofu þess eða á netfangið agm@ icelandseafood.com að minnsta kosti þremur klukkustundum fyrir fundinn svo þeir teljist lögmætir. Hluthafar eiga rétt á að mæta og taka til máls á aðalfundi. Jafnframt eiga hluthafar rétt á að koma á framfæri fyrirspurnum. Hluthafar skulu senda fyrirspurnir sínar á netfangið agm@icelandseafood.com í síðasta lagi fyrir kl. 16:00 hinn 11. mars 2023. Hluthöfum er heimilt að sækja fund ásamt ráðgjafa. Þá er hluthöfum heimilt að gefa ráðgjafa sínum orðið á fundinum fyrir sína hönd. Ráðgjafi hefur hins vegar hvorki tillögurétt né atkvæðisrétt á hluthafafundum. Ef hluthafi hyggst láta umboðsmann mæta fyrir sína hönd skal umboðsmaður leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð, undirritað, dagsett og vottað. Rafræn umboð skulu send á netfangið agm@icelandseafood.com og skulu þau berast að minnsta kosti þremur klukkustundum fyrir fundinn. Form að umboði má nálgast á heimasíðu félagsins. Þeir einstaklingar sem hyggjast gefa kost á sér í stjórnarkjöri skulu með skriflegum hætti tilkynna félagsstjórn um framboð, ásamt nauðsynlegum fylgigögnum, eigi síðar en fimm sólarhringum fyrir aðalfund, sbr. 63. gr. a laga nr. 2/1995 um hlutafélög og samþykktir félagsins. Skulu tilkynningar berast á netfangið agm@icelandseafood.com. Eyðublöð má nálgast á heimasíðu félagsins, einnig er hægt að óska eftir því að fá þau send með því að senda tölvupóst á netfangið agm@icelandseafood.com. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi seinna en tveimur dögum fyrir fund. Ítarlegri upplýsingar um efni fundarins, þ.á m. skjöl sem lögð verða fyrir hluthafafund og tillögur, eru aðgengilegar á vefsíðu félagsins; http://www.icelandseafood.com/Investors Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir viðbúið að íslenska krónan veikist enn frekar á næstunni vegna samdráttar í ferðaþjónustu og átaka á vinnumarkaði. Áhrif bakslagsins geti hæg- lega aukið á verðbólgu og vegið upp á móti kólnandi fasteignamarkaði. ggunnars@frettabladid.is Már Wolfgang Mixa, dósent í hag- fræði við Háskóla Íslands, segir nær- tækast að líkja blikum á lofti í efna- hag landsins við slæma veðurspá og yfirvofandi lægðagang. „Við sjáum alls konar lægðir í kortunum. Vandamálið um þessar mundir er að nær ómögulegt er að spá fyrir um hve djúpar þær verða þegar þær skella á okkur,“ segir Már. Hann segir líklegt að hatrömm átök í kjaradeilu Eflingar og Sam- taka atvinnulífsins séu þegar farin að hafa áhrif á þróun vaxtastigs í landinu. „Við þurfum ekki að horfa lengra en til ársins 2015 til að rifja upp sambærileg dæmi. Þá hækkuðu vextir á skuldabréfamarkaði langt fram eftir ári í tengslum við kjara- deilur.“ Már segir ávöxtunarkröfu skulda- bréfa á undanförnum dögum ein- mitt tilkomna vegna væntinga um að yfirstandandi kjaradeila hafi slæm áhrif til lengri tíma. „Þannig að áhrif átaka á vinnu- markaði á vexti eru sannarlega til staðar. Spurningin er bara hversu mikil þau áhrif verða,“ segir Már. Staðan sé í raun afar snúin um þessar mundir að hans mati og engin teikn á lofti um að stýrivextir lækki í bráð. „Hvort það gerist síðar á þessu ári veltur á nokkrum þáttum en allt tengist þetta á endanum verð- bólgunni. En eins og þróunin hefur verið upp á síðkastið þá virðist verð- bólgan hér ekki vera að ganga niður að sama marki og hún hefur verið að gera víða erlendis.“ Stýrivextir Seðlabankans séu vissulega farnir að bíta á fasteignamarkaði en þá megi ekki gleyma því, segir Már, að hátt núverandi vaxtastig komi beint í kjölfarið á ástandi þar sem vextir fóru niður í nánast ekki neitt. „Við erum að koma út úr svo miklu þensluástandi,“ segir Már. Það sem geri stöðuna svo enn snúnari um þessar mundir og lægðaganginn illvígari sé þessi harka sem hlaupin sé í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. „Þessi hnútur á vinnumarkaði virðist ætla að hafa mjög mikil áhrif. Einkum og sér í lagi á ferðaþjónust- una. Ef færri ferðamenn koma til landsins þá dregur eðlilega úr því fjármagni sem flæðir inn í landið og íslenska krónan veikist enn frekar en hún hefur verið að gera að undanförnu.“ Sá skellur sem við sjáum fram á í atvinnugrein eins og ferðaþjónustu hafi svo bein verðbólguhvetjandi áhrif að mati Más. „Vegna þess hve háð við erum stöð- ugu innflæði fjármagns erlendis frá,“ segir Már  Á  heildina litið megi þó  draga saman  horfurnar í efnahagslífinu þannig, að mati Más, að til lengri tíma gefi þær ástæðu til bjartsýni. Full ástæða sé hins vegar til að hafa áhyggjur af skammtímahorf- unum og þeim af leiðingum sem langvarandi vinnudeila geti haft á heilar atvinnugreinar. n Viðbúið að krónan haldi áfram að veikjast Már Wolfgang Mixa, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir áhrifa þegar farið að gæta af vinnumarkaðsdeilum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fréttablaðið markaðurinn 923. Febrúar 2023 FimmTuDaGur Fyrsti Brewdog á Íslandi opnaði á horni Frakkastígs og Hverfisgötu árið 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR helgisteinar@frettabladid.is Skoski bjórframleiðandinn Brew- dog mun bráðum hefja bjórfram- leiðslu í Kína. Fyrirtækið gerir þetta í samstarfi við bjórrisann Budwei- ser og verða bjórarnir þeirra brugg- aðir í bruggverksmiðju Budweiser í Fujian-héraði í suðurhluta Kína. Brewdog segist einnig ætla að opna fleiri bari í landinu. Ákvörðunin kemur samhliða tilkynningu um að fyrirtækið sé að skoða skráningu á hlutabréfa- markað. Kína er einnig stærsti bjórmarkaður í heimi en stendur ekki undir nema einu prósenti af heildarsölu fyrirtækisins. Veitingastaður inn Brewdog Shanghai opnaði árið 2020 en fyrir- tækið selur vörur sínar á 110 mis- munandi börum í Kína. Brewdog hefur staðið frammi fyrir miklum erfiðleikum undan- farin ár en uppgjör fyrirtækisins árið 2021 sýndi fram á tæplega 960 milljón króna rekstrartap. Fyrir- tækið þurfti einnig að greiða 87 milljónir króna til sigurvegara í leik sem auglýsti „gulldósir“ með vill- andi hætti. Fyrrum starfsmenn hafa þar að auki kvartað undan eitraðri vinnustaðamenningu og segjast þjást af andlegum veikindum eftir að hafa unnið fyrir Brewdog. Rúmlega 2.300 manns starfa hjá Brewdog og er fyrirtækið með bruggaðstöðu í Ohio-fylki í Banda- ríkjunum, Berlín og Brisbane í Ástr- alíu. n Brewdog í útrás til kína

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.