Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 27
Logi Leó segir handboðana virðast einhæfa við fyrstu sýn en þeir séu í raun margræð tæki. Fréttablaðið/ anton brink Á eina hlið handboðanna er Logi búinn að þrívíddarprenta nýjar leið- beiningar. Fréttablaðið/anton brink Logi Leó Gunnarsson sýnir handboða frá gatnamótum í listrænu samhengi á fyrstu einkasýningu sinni í Lista- safni Reykjavíkur. Listamaðurinn Logi Leó Gunnars- son setur hversdagslega hluti úr borgarlandslaginu í nýtt samhengi á sýningunni Allt til þessa höfum við ekki skilið það dularmál sem berst frá þessum hljóðgjöfum sem stendur nú yfir í D-sal Hafnarhúss- ins í Listasafni Reykjavíkur. „Þeir hjá borginni kalla þetta handboða, ég er ekki alveg viss með það orð, þetta er einhvers konar nýyrði og ég hef ekki getað fundið það í neinum uppflettingum. Mér finnst líka gott að kalla þá bara dimsa eða boða,“ segir Logi. Á sýningunni hefur Logi fyllt D-sal Hafnarhússins af stýrikössum sem standa við fjölmörg gatnamót hér á landi og gefa til kynna hvort óhætt sé að ganga yfir viðkomandi götu eða ekki. Af hverju ákvaðst þú að vinna með þessi tæki? „Ég á það til að heillast af hljóð- gjöfum, fundnum eða hversdagsleg- um hlutum sem gefa frá sér hljóð. Ég verð hrifinn af þeirri einhæfni sem þeir virðast búa yfir og það vekur hjá mér forvitni til þess að kanna möguleikann hvort það sé eitthvað meira á bak við.“ Fylgja tækniframþróun Boðarnir á sýningunni gefa frá sér hljóð svo stundum má heyra eins konar kór af handboðum óma um D-sal Hafnarhússins. Logi kveðst þó ekki hafa breytt neinum stillingum í tækjunum. „Það sem heillaði mig við þessa gripi er að ég hugsaði að það væri þessi eina fúnksjón sem þeir hafa sem ég varð svo náttúrlega fyrir vonbrigðum með af því þegar ég fór að skoða þá, þá fylgja þeir bara tækniframþróuninni og eru orðnir mjög tæknilegir. Það er í raun fjöldi hljóða sem eru í boði en ég valdi að hafa þá stillingu sem er algengust þar sem þeir eru í vanalegri notkun. Sýningin er að mestu leyti á rauðu ljósi þar sem rólegri taktur slær, svo eru nokkrar mismunandi leiðir sem þeir geta farið eftir og fylgt sem eru að mestu tilviljanakenndar,“ segir hann. Eru boðarnir í samtali sín á milli? „Já, ég myndi segja það. Þó að það sé mismunandi eftir því hvort maður kalli það tilbrigði eða stef, það er alltaf einhver leið sem þeir eru að fara eftir en sú leið er alltaf tilviljanakennd. Eins og þetta sem er í gangi núna þar sem einn ræsir Kunnuglegir en dularfullir gripir Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is sig og slær í sjö sekúndur þangað til sá næsti tekur við, sú leið er aldrei sú sama.“ Algjörlega sjálfvirkir Þrátt fyrir að handboðar eins og þeir sem Logi sýnir í D-salnum séu fremur einföld tæki er fólk ekki allt- af með það á hreinu hvernig skuli nota þau eins og komið hefur glöggt í ljós hjá sýningargestum. „Það er svo áhugavert af því þetta eru kunnuglegir gripir og fólk svona almennt hefur einhverja ákveðna fyrir fram gefna hugmynd um virkni þeirra. Sumir koma hérna inn og halda að þeir skynji allt sem við gerum og aðrir labba upp að þeim og kannski slá í þá eða halda að það sé einhver takki til að ýta á,“ segir Logi. Til eru mismunandi gerðir af handboðum og eru sumir þannig að ýta þarf á hnapp til að græna ljósið komi. Týpurnar sem Logi notar á sýningunni eru þó alveg sjálfvirkar. „Þessi tiltekna týpa er algjör- lega sjálfvirk og svo eru náttúrlega til aðrar týpur sem eru með takka þar sem gangandi vegfarendur ýta á hnappinn og það hefur áhrif. En maður er aldrei alveg hundrað pró- sent að hverju maður gengur sem er einmitt svo áhugavert fyrir svona algengan grip, að það sé ekki meiri almenn þekking á þeim.“ Logi bætir við að hann hafi heillast af margræðni þessara ein- földu tækja. „Það sem heillaði mig var þessi einhæfa virkni en svo þegar maður fer að skoða það þá er þetta ekki svo einfalt,“ segir hann. Sjónræn túlkun Þrátt fyrir að Logi hafi ekki átt við tæknilegu hlið handboðanna hefur hann betrumbætt þá að litlu leyti til að laga þá að sýningunni. Á einni hlið boðans hefur hann þrívíddar- prentað nýjar leiðbeiningar í stað þeirra sem má vanalega finna. „Vanalega eru leiðbeiningar um hvernig gatnamótin liggja, þar sem þú getur séð hvar þú byrjar, úr hvaða átt umferðin kemur, hvort það sé umferðaeyja, hjóla- eða bíla- umferð. Hér er ég í raun búinn að búa til kort yfir það hvernig hand- boðarnir liggja í rýminu. Þú sérð hérna að sá fyrsti er við innganginn, svo kemurðu hérna að þessum hall- andi eða skáskotna vegg, þessi er á milli glugganna, svo kemur súlan og svo langi veggurinn við hliðina á okkur,“ segir Logi og vísar til boð- anna í rýminu. „Svo ofan á, þar sem er vana- lega ör sem vísar veginn, hef ég sett svona litla hljóðlaug sem vísar í hljóðið sem boðarnir gefa frá sér, svona sjónræn túlkun.“ n Það sem heillaði mig var þessi einhæfa virkni en svo þegar maður fer að skoða það þá er þetta ekki svo einfalt. SÍÐASTA FIMMTUDAG Í MÁNUÐI BJÓÐA SÖFN OG SÝNINGARSTAÐIR Í MIÐBORGINNI UPP Á LENGDAN OPNUNARTÍMA. UPPLAGT TÆKIFÆRI TIL AÐ BREGÐA SÉR AF BÆ OG NJÓTA MYNDLISTAR. FJÖLBREYTTAR SÝNINGAR OG VIÐBURÐIR! NÁNARI UPPLÝSINGAR UM OPNUNARTÍMA OG DAGSKRÁ Á WWW.FIMMTUDAGURINNLANGI.IS Fréttablaðið menning 1923. Febrúar 2023 FimmTUDAgUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.