Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 2
Þarna verða líka verk- efnatöskur sem er eitt af stóru málunum í prjónaheiminum í dag. Brynja Björk Hinriksdóttir Glöð og grímuklædd Þótt þessi grímuklæddi krakkaskari í Kringlunni hafi haft í nógu að snúast þá gafst þó tími til að staldra við og draga fram ljómandi falleg bros fyrir ljósmynd- ara Fréttablaðsins. Þrátt fyrir auknar vinsældir hrekkjavökunnar á Íslandi þá heldur hinn séríslenski öskudagur enn velli, uppfullur af söng. Fréttablaðið/Ernir kristinnpall@frettabladid.is LögregL an Tvöfalt f leiri voru teknir ölvaðir undir stýri í janúar en mánuðinn áður á yfirráðasvæði lögreglustöðvar tvö á höfuðborgar- svæðinu, sem nær til Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Álftaness. Einnig mældist talsverð aukning hjá lög- reglunni í Kópavogi og Breiðholti en tilfellum fækkaði í miðborginni. Þetta kemur fram í skýrslu lögregl- unnar yfir afbrotatölfræði í janúar. Alls voru 96 brot skráð í mánuð- inum þar sem ökumaður er grun- aður um ölvun við akstur. Af því mældist tæplega helmingur brot- anna á svæði lögreglustöðvar 1 sem nær til miðborgarinnar, eða 46 brot. Í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi voru 26 teknir ölvaðir undir stýri, sem er tvöföldun frá mánuðinum áður þegar þrettán voru teknir ölvaðir undir stýri. Þá var heilt yfir 74,55 prósenta aukning í ölvunar- akstursbrotum á höfuðborgar- svæðinu frá því í janúar á síðasta ári. Annað sem vekur athygli er að fíkniefnabrotum heldur áfram að fækka. Alls voru 47 fíkniefnabrot skráð í janúarmánuði en til saman- burðar voru 117 brot skráð í maí og 96 í október síðastliðinn. Af þessum 47 fíkniefnabrotum var aðeins eitt sem telst stórfellt. n Mikil aukning í ölvunarakstri milli ára Það mældist 74,5 pró- sent aukning í brotum vegna ölvunaraksturs frá janúar í fyrra. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Alex og William manual hvíldarstólar Alex manual með 20% afsl. 195.000 kr. Alklæddir Anelín leðri Litir: svart, dökkbrúnt og cognac William manual með 20% afsl. 215.000 kr. Nú með 20% afslætti Garnival verður haldið í fyrsta sinn sunnudaginn 5. mars í samkomusal Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði. Sex konur bera þungann af hátíðinni en prjónaskapur er í miklum blóma, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. jonthor@frettabladid.is SamféLag „Það er mjög auðvelt að læra að prjóna á tækniöld. Það eru til fullt af myndböndum á YouTube og það eru svakalega margir sem tóku upp prjónana í Covid – sérstaklega ungt fólk,“ segir Brynja Björk Hin- riksdóttir en hún er ein af þeim sem stendur að Garnival, prjónahátíð sem fer fram í samkomusal Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði í mars. Forsaga Garnival-hátíðarinnar er að Þorbjörg Sæmundsdóttir ákvað að hóa saman fimm konum úr mis- munandi áttum á prjónastefnu- mót. Hún vissi að þær hefðu allar brennandi áhuga á prjóni, garni og almennt öllu sem við kemur hann- yrðum. Í september í fyrra hittust svo Brynja, Arndís Ósk Arnalds, Áslaug Eiríksdóttir, Edda Lilja Guð- mundsdóttir og Margrét Leifsdóttir ásamt Þorbjörgu á kaffihúsi með sín prjónaverkefni. Flestar voru að hitt- ast í fyrsta sinn og áður en margar mínútur voru liðnar var hugmyndin að prjóna og garnhátíð fædd. „Við töluðum um að okkur fyndist vanta prjónahátíð hingað á höfuðborgarsvæðið. Það hafa verið haldnar prjónahátíðir úti á landi og í útlöndum, en ekki hér. Þá kom: „Af hverju gerum við það ekki bara?“ segir Brynja. Þær stöllur renna svolítið blint í sjóinn með hátíðina en þegar þær athuguðu hvort einhver vildi koma og vera með á markaðstorginu voru f lestallir til sem eitthvað koma nálægt prjónaskap. Tuttugu aðilar verða á torginu með sínar vörur. „Það er mikil stemning að mynd- ast fyrir hátíðinni. Vonandi kom- ast sem f lestir því þarna er margt að sjá og margt að skoða,“ segir Brynja. Meðal annars verða þar f lestir af handliturum landsins en það eru þeir sem lita garn. „Þá er verið að lita garn fyrir aðra til að njóta. Lit- ararnir eru þá með sínar áherslur og sína liti og það er mjög spennandi. Þarna verða líka verkefnatöskur sem er eitt af stóru málunum í prjónaheiminum í dag. Þá áttu tösku fyrir verkefnið sem þú ert að gera. Það er verið að sauma margar tegundir af verkefnatöskum,“ segir Brynja og bendir á að það verði alveg hægt að gera vel við sig á hátíðinni og jafnvel bara að fá sér bara kaffi. „Skellur, félag ungs fólks með MS sjúkdóminn, mun sjá um kaffi og veitingasölu á meðan hátíðin fer fram og rennur allur ágóði til þeirra góða starfs,“ segir Brynja. n Halda risastóra prjónahátíð Konurnar á bak við Garnival, þær Þorbjörg Sæmundsdóttir, Brynja Björk Hin- riksdóttir, Arndís Ósk Arnalds, Áslaug Eiríksdóttir, Edda Lilja Guðmundsdóttir og Margrét Leifsdóttir. Fréttablaðið/Valli bth@frettabladid.is akureyri Eitt hundrað tölvur sem hafa verið notaðar við kennslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri fá bráðlega nýtt hlutverk í skól- anum Ecole ABC de Bobo í Bobo- Dioulasso í Búrkína Fasó. Á vef skólans kemur fram að ABC barnahjálp á Íslandi hafi lagt sitt af mörkum við starf í skólanum sem er leik-, grunn- og framhaldsskóli. Forstöðumenn skólans eru íslenskir, Hinrik Þorsteinsson og Guðný Ragnhildur Jónasdóttir. Jóhanna S. Norðfjörð og Haraldur Pálsson á Akureyri, eigendur pípu- lagningafyrirtækisins Áveitunnar, hafa alls farið í sjö ferðir til Bobo- Dioulasso og fóru fyrir skemmstu ásamt f leirum, þar á meðal Adam Ásgeiri Óskarssyni, fyrrverandi kennara og kerfisstjóra við VMA. Flestar tölvurnar úr VMA eru 5-6 ára gamlar HP-, Lenovo- og Dell- tölvur, minnið í þeim hefur verið stækkað. n sjá nánar á fréttablaðið.is Hundrað tölvur úr VMA til Afríku Adam Ásgeir er í hópi þeirra sem koma að verkefninu. 2 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 23. FeBRúAR 2023 fiMMtUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.