Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 17
MgB ISGLÝSÍN A T 300 mg 5 mg 75 mg 100 mg 200 mcg B6 vítamín Schisandra Burnirót B9 vítamín (fólinsýra) Magnesíum bisglýsínat Léttari lund, alla daga MAG-YOUR-MIND® vinnur gegn streitu og skerpir hugsun Nettó, Fjarðarkaup, Hagkaup, Krónunni, Lyf og heilsu og á goodroutine.is fæst í Apótekaranum, GOOD ROUTINE® K AV IT A jme@frettabladid.is Þegar stjörnurnar úti í heimi klippa sig þá logar allt í tískuheiminum, ekki síst þegar stjörnur á borð við Hailey Bieber splæsa í nýtt hár á nýju ári og nú síðast nýjan háralit. Hailey Bieber er ein þeirra sem virðist alltaf vera á undan tískubylgjunni eins og tískutímaritið Harper‘s Bazaar orðar það, en ofurfyrir- sætan hefur látið brúnu lokkana fjúka fyrir hunangslitaða, stutta bob-klippingu. Nýtt ár – nýtt hár Brúna hárið síða sem hún hefur skartað í þó nokkurn tíma hefur verið vinsæll innblástur fyrir tískumeðvitaða upp á síðkastið. Sama gildir um bob-klipp- inguna sem hún lét klippa á sig í janúar síðastliðinn. Síðustu helgi frum- sýndi Bieber svo nýjan háralit, eins konar karamellutón sem hár- stílistinn Matt Rez, snillingurinn á bak við nýja háralitinn, kallar hunangsstrauma eða „honey-vibes“. Liturinn er nokkuð ljósari og hlýrri tónn en náttúrulegur háralitur Bie- ber og setur punktinn yfir i-ið á nýju hár- lúkki fyrir- sætunnar. Búist er við að klipp- ingin og hára- liturinn verði vinsæll á næstu mánuðum enda er hlýr karamellu- tónninn einstak- lega klæðilegur. n Hárfínir og smart hunangsstraumar Fyrirsætan Hailey Bieber frumsýndi þennan hunangsglóandi háralit um helgina. Fréttablaðið/Getty Diane Keaton og vinkonur hennar, Jane Fonda, Can- dice Bergen og Mary Steen- burgen hafa gert framhald af kómísku bíómyndinni Book Club. Myndin verður frum- sýnd 12. maí, aðdáendum þessara frábæru leikkvenna til ánægju. elin@frettabladid.is Diane Keaton er 77 ára gömul þótt ekki sjáist það á útlitinu. Jane Fonda er 84 ára, Candice Bergen er 76 og Mary Steenburgen varð sjötug þann 8. febrúar. Þótt þær teljist komnar af léttasta skeiðinu eru þær allar sprellfjörugar og skemmtilegar leikkonur. Saman mynda þær góðan vinkvennahóp í myndunum. Book Club fjallar um þessar góðu vinkonur sem eru saman í bóka- klúbbi. Þær lesa 50 gráa skugga og í framhaldinu ákveða þær að krydda líf sitt með mörgum kómískum uppákomum. Myndin þótti vel heppnuð og var vinsæl í kvikmyndahúsum þegar hún var fyrst sýnd 2018. Í nýju myndinni fer klúbburinn í kvennaferð til Ítalíu þar sem þær fara á kostum jafnt í Feneyjum og Róm. Þegar hlutirnir fara úr böndunum og leyndarmál koma í ljós breytist afslappað frí í einstakt ævintýri. Þegar fyrri myndin var tekin höfðu þær aldrei leikið saman og segja að það hafi verið stór- kostlega gaman að vinna að þessum tveimur bíómyndum. „Það gerðist eitthvað á milli okkar. Við reyndumst eiga margt sameigin- legt og svo margt að tala um,“ sagði Mary Steenburger í viðtali í banda- rískum útvarpsþætti. „Við erum orðnar sannar vinkonur.“ Karlarnir líka frægir Með önnur hlutverk í myndinni fara Andy Garcia, Don Johnson og Craig T. Nelson auk fleiri. Diane Keaton hefur leikið í fjöl- mörgum vinsælum kvikmyndum. Hún hefur leikið allt frá árinu 1968 er hún lék í Hair á sviði í Broadway. Hún hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Annie Hill, kvikmynd Woody Allen, en hlutverkið er eitt það þekktasta sem hún hefur leikið. Woody byggði myndina að hluta til á þeirra eigin sambandi. Þau léku saman í átta kvikmynd- um og Keaton hefur sagt að Woody sé einn af sínum nánustu vinum. Ótal verðlaun Diane hefur hlotið ótal verðlaun í gegnum tíðina, fékk til dæmis Tony-verðlaunin fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Play It Again, Sam. Þá var hún óborganleg í kvik- myndinni Something‘s Gotta Give þar sem hún lék á móti Jack Nic- holson og Keanu Reeves. Diane hefur leikið fjölmörg ástarævintýri á hvíta tjaldinu en sjálf hefur hún verið einhleyp í 15 ár. Rómantísk hlutverk hennar hafa stundum endað með sam- bandi við meðleikara. Hún var um tíma með leikaranum Al Pacino og sömuleiðis Warren Beatty. Keaton ættleiddi tvö börn en hún ákvað að verða móðir þegar hún var um fimmtugt. Sannkölluð tískudama Diane Keaton hefur gert margt spennandi í gegnum árin, hún er ekki einungis kvikmyndastjarna heldur hefur hún skrifað nokkrar bækur og verið fyrirmynd á tísku- sviðinu. Hún hefur leikið í fjöl- mörgum kvikmyndum og er enn á fullu þótt hún nálgist áttrætt. Ein sú nýjasta er gamanmyndin Mack og Rita. Þar segir frá þrítugri stelpu sem eyðir villtri helgi í Palm Springs og vaknar upp orðin sjö- tug. Diane Keaton hefur yfir tvær milljónir fylgjenda á Instagram. n Villtar og fjörugar á gamals aldri Diane Keaton er glæsileg kona og eftirsótt leikkona en hún fagnaði 77 ára afmæli fyrir stuttu. Hér er hún í smóking frá Ralph Lauren og með hatt í stíl. Diane gengur yfirleitt með hatta. Fréttablaðið/Getty Sú elsta í hópnum (Jane Fonda) stefnir á trúlofun í myndinni og því fagna vinkonurnar ógleymanlega. Vinkonurnar í Book Club 2 lenda í miklum ævintýrum í Feneyjum. Þegar hlutirnir fara úr böndunum og leyndarmál koma í ljós breytist afslappað frí í einstakt ævintýri. ALLT kynningarblað 5FIMMTUDAGUR 23. febrúar 2023

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.