Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 22
Það er hluti af því að þjálfa landslið á heims- mælikvarða að þegar þú nærð ekki árangri þá skilja leiðir. Arnar Daði Arnarsson, handboltasér- fræðingur Staðan innan landsliðs- ins hafi verið orðin verri en þau og margir aðrir héldu. Arnar Daði Arnarsson, handboltasér- fræðingur Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að Handknattleikssamband Íslands hafi séð sig knúið til að slíta samstarfi sínu við landsliðsþjálfarann Guð- mund Þ. Guðmundsson vegna þeirrar slæmu stöðu sem hann var kominn í með liðið. Hann gefur lítið fyrir þá yfir- lýsingu að ákvörðunin hafi verið sameiginleg. Handbolti Á þriðjudag greindi HSÍ frá því að Guðmundur Þ. Guð- mundsson væri ekki lengur þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Báðir aðilar hafi komist að samkomulagi um að slíta samstarfinu. „Ég held að þeir hafi einfaldlega verið tilneyddir til að gera þetta á þessum tímapunkti. Ég hef tilfinn- ingu fyrir því að bæði stjórn HSÍ og landsliðsnefnd hafi ekki ætlað að láta Guðmund fara eftir HM í janú- ar. Eftir undirbúningsvinnu held ég að þegar uppi var staðið hafi stjórn HSÍ komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekkert annað í stöðunni en að láta Guðmund fara, eftir samtöl við leikmenn og aðra hafi þau áttað sig á því að staðan innan lands- liðsins hafi verið orðin verri en þau og margir aðrir héldu,“ segir Arnar Daði Arnarsson, handboltasérfræð- ingur, í samtali við Fréttablaðið. Hann telur ekki að ákvörðunin hafi verið sameiginleg. „Við þekkj- um það úr íþróttunum að það er oft gefið út þegar svona á sér stað. Það var auðvitað engan veginn þannig. Guðmundur var ekki að stíga frá borði sjálfviljugur.“ Guðmundur ekki þróast Arnar segir traust leikmanna til Guðmundar hafa dvínað mikið. „Svo segir sagan og þetta er ekki bara einhver ein saga út í bæ. Þetta hefur verið viðloðandi lands- liðið lengi og nú var hún orðin ansi hávær, bæði á meðan HM stóð og svo strax eftir að varð ljóst að Ísland kæmist ekki í 8-liða úrslit. Manni finnst það alltaf vond staða fyrir þjálfara þegar klefinn er farinn að leka, landsliðsmenn farnir að heyra í vinum, vandamönnum og jafnvel f jölmiðlamönnum til að benda þeim á veikleika í fari Guðmundar. Þetta er ekki eitthvað sem gerðist núna í janúar.“ Guðmundur tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn árið 2018. „Það hefur ekki myndast nógu mikið traust milli hans og leik- manna. Gengi liðsins hefur verið eftir því og þá missa leikmenn trúna á verkefnið. Eftir því sem hefur liðið á þetta samstarf hefur Guðmundur farið út á hálan ís með því að kasta leikmönnum undir rútuna í stað þess að taka ábyrgð. Ef fólk horfir á viðtöl hans eftir leiki síðustu ár hefur hann ekki tekið mikla ábyrgð á slæmu gengi liðsins.“ Ísland hafnaði í sjötta sæti á EM í fyrra og þá gerði Arnar sér vonir um að Guðmundur hefði komið liðinu á rétta braut. „Maður reyndi að trúa því að fínt gengi á EM í Ungverjalandi 2022 hafi breytt einhverju en þegar maður fór að tala við menn sem hafa verið í þessu lengur en ég var mér gert ljóst að Guðmundur væri ekki að fara að breyta sér þó svo að hann hafi verið tilneyddur til að gera það á Covid-móti í Ungverja- landi.“ Arnar gagnrýnir Guðmund fyrir að nota ekki f leiri leikmenn og bendir á leik Íslands gegn Ungverj- um á HM í janúar. Sá leikur tapaðist, sem reyndist afdrifaríkt. „Þegar uppi er staðið er það þessi leikur á móti Ungverjalandi sem hefur mest áhrif á hvernig gekk í janúar. Þar segir tölfræðin að Guð- mundur hafi verið að nota 9-10 leik- menn á meðan aðrir þjálfarar nota 14-16 leikmenn. Handboltinn hefur verið að breytast á síðustu árum og þeir sem hafa þorað að gagnrýna Guðmund, einn vinsælasta mann landsins, benda á þessar tölur. Þetta er Guðmundur Þórður í hnotskurn. Hann treystir á sína leikmenn. Það er ákveðin tegund af því hvernig þú þjálfar lið en þú verður að þróa þig með leiknum og það hefur Guðmundur ekki gert. Hann er íhaldssamur. Hann er enn að tala um hvað var gott 2008 og lifir svolítið á fornri frægð.“ Leiðinlegur endir Á fyrri tímum sínum með íslenska landsliðið náði Guðmundur mark- verðum árangri. Liðið landaði silfri á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008, líkt og frægt er, og um einu og hálfu ári síðar vann það til brons- verðlauna á EM. „Tvímælalaust er leiðinlegt hvern- ig þetta endar. Ég hef gagnrýnt Guð- mund en hef reynt að gera það með því að færa fram rök og tölur. Ég er ekki að fara í manninn og hef ekkert á móti Guðmundi. Hann er búinn að gera frábæra hluti og árangur- inn talar sínu máli. En það er hluti af því að þjálfa landslið á heims- mælikvarða að þegar þú nærð ekki árangri þá skilja leiðir. Þetta er grátlegur endir og spurn- ing hvort Guðmundur muni ein- hvern tímann snúa aftur. En það er líka spurning hvort það sé ekki bara kominn tími á nýja skólann.“ Arnar hefði viljað sjá Guðmund taka ákvörðunina um að hætta á sínum forsendum. „Það er erfitt að segja svona en ég held að Guð- mundur hefði átt að stíga sjálfur frá borði. En hann var náttúrulega aldrei að fara að gera það.“ Arnar segir þá sem stjórna á bak við tjöldin í landsliðinu ekki í öfundsverðu hlutverki. Ísland mætir Tékkum í tveimur leikjum í undankeppni EM á næstunni, en sá fyrri fer fram eftir tæpar tvær vikur. „Ég hálfvorkenni HSÍ og stjórn- inni að vera í þessari stöðu. Það er ekki óskastaða að vera án landsliðs- þjálfara þegar innan við tvær vikur eru í næsta verkefni,“ segir Arnar. Framtíðin spennandi Hann segir ómögulegt að spá fyrir um hver tekur við landsliðinu til frambúðar, en talið er að aðstoðar- menn Guðmundar stýri því í næstu leikjum. „Ég hef ekki hugmynd um hver getur, vill eða hefur áhuga á að taka við þessu landsliði. Það er enginn augljós kostur.“ Snorri Steinn Guðjónsson hjá Val og Dagur Sigurðsson, sem er með japanska landsliðið, hafa verið nefndir til sögunnar. „Það væri svolítið stórt fyrir Snorra að fara frá þessu verkefni sem hann er að rúlla upp hjá Val. Dagur er aldrei að fara að fá sömu laun og í Japan ef hann tekur við íslenska landsliðinu,“ segir Arnar. „Sem betur fer á Ísland ótrúlega marga færa þjálfara. En það að þjálfa íslenska landsliðið er ekki það sama og að þjálfa þýska eða danska landsliðið. Pressan er ótrúleg. Öll þjóðin er á bakinu á þér. Þú hefur ekki sömu breidd og margar aðrar þjóðir. Þetta er spennandi starf en sennilega mjög kvíðavaldandi.“ Eitt er víst. Nóg af spennandi leik- mönnum mun standa næsta lands- liðsþjálfara til boða. „Það hefur aldrei verið vöntun á því. Það er kannski breiddin sem við getum ekki montað okkur af. En íslenskur handbolti þarf ekki að hafa áhyggjur hvað það varðar á næstu árum,“ segir Arnar Daði Arnarsson. n Endalok Guðmundar grátleg en óhjákvæmileg Guðmundur Þ. Guðmundsson er ekki lengur við stjórnvölinn hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Þetta varð ljóst í vikunni. fréttablaðið/ ernir Guðmundur með landsliðið tími: 2001-2004, 2008-2012, 2018-2023 besti árangur: Silfur á ÓL 2008, brons á EM 2010, 4. sæti á EM 2002 Helgi Fannar Sigurðsson helgifannar@ frettabladid.is 14 íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 23. FeBRúAR 2023 FiMMtUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.