Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 16
Bjarni Gabríel Bjarnason er aðeins 15 ára gamall og hefur nú þegar hannað eigin fatalínu og lógó. Hann brennur fyrir því að elta drauma sína og einsetur sér að ná markmiðum sínum. Þegar kemur að því að velja sér föt hefur Bjarni Gabríel ávallt haft sterkar skoðanir á því hvernig fötum hann vill klæðast. sjofn@frettabladid.is Bjarni Gabríel er fjölhæfur og sterkur persónuleiki. Hann stundar nám í 9. bekk í Árbæjar- skóla. Áhugamálin eru fyrst og fremst fótbolti, box, leiklist og að semja sína eigin tónlist. „Síðast- liðin fimm ár hef ég unnið mikið fyrir leikhús og sjónvarp samhliða skólanum. Ég brenn fyrir því að fólk fái tækifæri og hvatningu til að elta drauma sína og ná mark- miðum, að láta ekki aðra stoppa sig í því. Það þurfa ekki allir að vera eins,“ segir hann. Spurður segir Bjarni að fata- línan hafi orðið að raunveruleika á meðan Covid-bylgjan stóð hæst. „Í Covid var ég mikið heima og fór að skoða hvar ég gæti látið gera fyrir mig föt sem mig langaði í en fann ekki í verslunum. Ég fann alls konar framleiðendur og svo byrjaði ég að búa til lógó og hanna útlit sem mér fannst flott með forriti sem ég fann á netinu. Ég var lengi að hugsa þetta og breytti nokkrum sinnum um nafn á fata- línunni minni en svo ákvað ég að það væri kominn tími til að hefja sölu á fatalínunni eftir tveggja ára ígrundun, nafnið var komið og ég kominn með fyrstu sendinguna, svo mun eitthvað nýtt bætast við á næstu vikum.“ Gabríel táknrænt nafn Bjarni Gabríel segist hafa fengið innblástur úr fjölmiðlum og á netinu . „Ég var búinn að hugsa þetta lengi og fara nokkra hringi með en ég hef alltaf trúað því að maður eigi að setja markið hátt og helst að stjörnunum, þess vegna eru stjörnur á bakinu til að minna fólk á að gefast aldrei upp. Það er allt hægt með rétta hugarfarinu og viljann að vopni.“ Fatalínan heitir einfaldlega Gabríel og hefur flotta skírskotun. „Gabríel er táknrænt, tengist oft trú en þýðing þess er sterk og gefandi manneskja. Ég trúi því að allir hafi þannig manneskju inni í sér, maður þarf bara að finna hana og hjálpa henni að skína. Ég nota grískt G í línunni sem táknar sterka manneskju. Þetta er götutískulína sem allir geta verið í bæði í skól- anum og í frítíma.“ Bjarni hefur sterka skoðun á því hverju hann vilji klæðast. „Ég byrjaði mjög ungur að velja föt sem ég fór í hvern dag. Ég meira að segja valdi nærbolina mína sjálfur. Ég kaupi mér mikið af fötum sjálfur en ég hef verið duglegur að vinna síðastliðin ár. Ég sel síðan oft fötin mín í gegnum Facebook og kaupi notuð föt á móti. Þannig er maður að endur- vinna og allir græða.“ Aron Can fyrirmynd Bjarni Gabríel á sér fyrirmyndir, bæði á Íslandi og erlendis. „Sem dæmi þá er Aron Can tónlistar- maður ein af mínum fyrirmynd- um, sömuleiðis tónlistarmaðurinn Central C og körfuboltamaðurinn Shai Alexander auk Pharell Williams sem er nýr listrænn stjórnandi hjá Louis Vuitton en ég Fimmtán ára og hannaði eigin fatalínu í Covid Bjarni Gabríel Bjarnason lét drauminn rætast og hannaði sína eigin fatalínu. Fatalínan ber heitið Gabríel og er það táknrænt í heiminum og táknar oftast trú, þýðing þess er sterk og gefandi manneskja, sem lýsir Bjarna vel. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Peysurnar eru þægilegar og töff og eiga vel við bæði í skóla og frítíma. Lit- irnir tímalausir og lógóið töff og undirstrikar persónuna bak við línuna. Rauði liturinn er einn uppá- haldslitur Bjarna og hér skartar hann svartri hettu- peysu með rauðu lógói. get talið upp marga fleiri. Ég á mörg uppáhaldsmerki þegar kemur að fatnaði. Ég er hrifinn af öllum þessum nýju merkjum sem þora að gera öðruvísi hluti eins og til dæmis Billioner Boys Club, Corteiz og svo finnst mér Reykja- vík Roses vera að gera mjög flotta hluti.“ Ómissandi að eiga Salomon gönguskó Bjarni Gabríel á líka uppáhaldsliti. „Ég myndi segja að rauður væri minn uppáhalds en ég á auð- vitað mikið í svörtu líka eins og margir á Íslandi.“ Þegar Bjarni Gabríel er spurður út í skótískuna og fylgihluti og hvort það sé eitthvað sem honum finnist ómissandi að eiga stendur ekki á svörum. „Í dag finnst mér alveg ómiss- andi að eiga Salomon gönguskó, eitt par af Birkenstock og mikið af strigaskóm til skiptanna. Ég nota fylgihluti eins og armbönd, hálsmen, eyrnalokka og hringi en ég er einmitt að undirbúa spennandi verkefni tengt fylgi- hlutum,“ segir hann kíminn. En hvernig ætli Bjarni Gabríel sjái framtíðina fyrir sér? Langar þig að vera hönnuður og byggja upp stórt tískuhús í fram- tíðinni? „Já, mig langar að halda mig við fötin og stækka merkið mitt enda er tíska áhugamál mitt en ég er auðvitað líka í fótbolta sem ég elska og svo er ég alltaf að búa til tónlist. Vonandi get ég bara unnið við þetta allt saman í framtíðinni, það er draumurinn. Til að ná mark- miðum verður maður að vera mjög skipulagður og agaður og til að gera hlutina vel þarf að setja allan tímann í það,“ segir Bjarni Gabríel að lokum. n Hægt er að fylgjast með því sem Bjarni Gabríel er að gera á Instagram-síð- unni hans @gabrielclot- hin og vefsíðan hans er: www.gabrielclotin. myshopify.com Ég hef alltaf trúað því að maður eigi að setja markið hátt og helst að stjörnunum og þess vegna eru stjörnur á bakinu til að minna þig á að gefast aldrei upp. Línan hans Bjarna Gabríels hefur sterka skírskotun í hans eigin fatastíl og er bæði töffaralega og þægileg. Litirnir eru hans uppáhalds eins og svartur með hvítu lógói. Stjörnurnar á bakinu eru líka táknrænar. 4 kynningarblað A L LT 23. febrúar 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.