Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.02.2023, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 23.02.2023, Qupperneq 18
Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar fór fram síðustu helgi. Hápunktur hennar er Stjörnuleikurinn en auk hans er boðið upp á marga skemmtilega viðburði. Lítum á nokkur falleg skópör sem sáust um helgina. starri@frettabladid.is  Árleg Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar fór fram í Salt Lake City-borg í Utah síðustu helgi. Stjörnuleikurinn fór fram á sunnudag þar sem lið Gi ann is An tet okoun mpo vann 184-175 sigur gegn liði LeBron James. Jayson Tatum, leikmaður Boston Celtics, var valinn besti maður leiksins en hann setti nýtt stigamet þegar hann skoraði 55 stig. Eins og oft áður klæddust margir leikmenn sérstökum skóm um helgina á ólíkum viðburðum sem vöktu mikla athygli. Lítum á nokkur litrík og skemmti- leg skópör. n Litríkir skór á Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar Kyrie Irving, nýr leikmaður Dallas Mavericks, sást í þessum mjög óvenjulegu skóm um helgina. Kyrie Irving, leikmaður Dallas Mavericks, klæddist tvennum skrautlegum skópörum í Stjörnu­ leiknum. Hér er annað þeirra sem telst ansi óvenjulegt. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics, mætti til leiks í dökkum Nike skóm. Dami­ an Lillard, leikmaður Portland Trailblazers, klæddist þessum litríku skóm í leiknum. Daginn áður sigraði hann þriggja stiga skot keppn­ ina. Joel Embiid, stjörnu­ miðherji Philadelphia 76ers, lék með liði LeBron James í Stjörnuleiknum. Hann klæddist þessum litskrúðugu skóm í honum. Ástralinn Josh Giddey, sem leikur með Okla­ homa City Thunder, mætti vel skóaður í Leik hinna rísandi stjarna. Bennedict Mathurin, nýliði Indiana Pacers, hefur spilað frábærlega vel í vetur. Hann spilaði í þessum fallegu Adidas­ skóm um helgina. Evan Mobley frá Cleve­ land Cavaliers klæddist þessum fallegu blárauðu Adidas­skóm í Leik hinna rísandi stjarna. Besti leikmað­ ur Stjörnuleiksins 2023 var Jayson Tat­ um, leikmaður Boston Celtics, sem skoraði 55 stig og setti um leið nýtt stiga­ met. 6 kynningarblað A L LT 23. febrúar 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.