Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 8
6% Munurinn á matarkörfunni í Bónus og ódýrustu mögulegu körfu. 8 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 23. FeBRúAR 2023 fiMMtUDAGUr Álagning olíufélag- anna á hvern lítra elds- neytis hefur meira en tvöfaldast síðan í maí 2022. 54% Munurinn á matarkörfunni í Iceland og ódýrustu mögulegu körfu. 198 kr. kostar lítrinn af mjólk í Bónus. 301,90 kr. er lægsta verð á bens- íni á Akureyri, hjá Orkunni á Mýrarvegi. heimilisbókhaldið | NeYTeNdUR | ser@frettabladid.is Pósturinn tekur 1.700 króna geymslugjald ef viðskiptavinir hans koma of seint að sækja bréf sem þeim hefur verið tilkynnt um að bíði þeirra, og gildir einu hversu þunn og létt þau eru. Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir þetta vera dæmigert fyrir þennan opinbera rekstur. „Pósturinn er meistari í að smyrja smágjöldum á bréf og pakka og er alls ófeiminn við að nota til þess öll tiltæk ráð,“ segir hann. Pósturinn hafi þó stoð í reglu- gerðum til að gera þetta, sem æ fleiri verði fyrir barðinu á þegar póst- húsum fari fækkandi og þau sé ekki endilega lengur að finna í hvaða íbúa hverfi sem er. Þess vegna beri meira á kvörtunum vegna þessa gjalds. Þá liggi líka fyrir frumvarpsdrög þess efnis að Pósturinn beri ekki lengur bréfasendingar í hús, heldur verði almenningur eftirleiðis að sækja þær í sérstök póstbox sem komið verði upp á fjölsóttum stöðum á borð við verslunarmiðstöðvar. n Segir Póstinn vera meistara í gjöldum Breki Karlsson, formaður Neytendasam- takanna Pósturinn hefur bætt við ýmis konar gjöldum sem ekki þekktust áður. ser@frettabladid.is Fjölnotapappír sem notaður er í hefðbundnum skrifstofuprent- urum er meira en tvöfalt ódýrari í Hagkaupum en verslunum Pennans Eymundssonar. Í Hagkaupum kostar eitt þúsund stykkja eining 599 krónur sam- kvæmt kvittun sem blaðið hefur undir höndum, en sama magn kostar 1.499 krónur í Pennanum Eymundsson svo sem sjá má af nót- unni sem sést hér að ofan. Að sögn kaupandans í báðum þessum tilvikum finnst honum skjóta nokkuð skökku við að Hag- kaup kaupir einmitt sinn pappír af umræddri skrifstofuvöruverslun. Í því ljósi hljóti þessi mikli verð- munur að vekja athygli, enda leggi heildsalinn meira á vöruna en kaup- andinn. n Mikill verðmunur á fjölnotapappír Pappírinn í Pennanum er nær þrefalt dýrari en í Hagkaup. Álagning á bensín og dísilolíu er umtalsvert hærri hér á landi en í Bretlandi og Írlandi. Raunar hefur verð á eldsneyti hér á landi verið með því allra hæsta sem þekkist í Evrópu árin 2017-2022. Costco virðist ekki veita eins mikla sam- keppni og áður. olafur@frettabladid.is Þetta kemur fram í nýlegri úttekt Samkeppniseftirlitsins á eldsneyt- ismarkaðnum hér á landi. Úttektin leiðir í ljós að álagning á bensíni er hærri á landsbyggðinni en á höfuð- borgarsvæðinu. Virk samkeppni virðist gagnast neytendum vel. Þegar Costco opn- aði bensínstöð sína 2017 lækkaði álagning eldsneytis merkjanlega um allt land jafnvel þótt Costco reki einungis eina bensínstöð í Garðabæ. Álagning er þó hærri á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæð- inu. Undantekningin frá þessu er Akureyri. Athyglisvert er að um mitt ár 2020 snarlækkar bensín- verð á Akureyri en fram til þess tíma hafði álagning á Akureyri verið svipuð og annars staðar utan höfuðborgarsvæðisins. Frá þeim tíma hefur bensínverð verið lægra á Akureyri en á höfuðborgarsvæð- inu. Ástæða fyrir þessari miklu og skyndilegu lækkun bensínverðs á Akureyri um mitt ár 2020 er aukin samkeppni. Þá opnaði Atlantsolía bensínstöð þar og bauð ódýrara bensín en áður hafði staðið Akur- eyringum til boða. Samkeppnin blómstrar enn norðan heiða og álagning á Akureyri er nær því sem sést í Bretlandi og Írlandi en annars staðar á landinu. Fram kemur í úttektinni að hlut- ur olíufélags af hverjum seldum lítra hefur rúmlega tvöfaldast frá því í maí 2022, farið úr röskum 30 krónum í meira en 70 krónur. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur gagnrýnt olíufélögin harð- lega fyrir of háa álagningu og kallað eftir inngripum stjórnvalda. Bendir FÍB á að smásöluverð elds- neytis hér á landi breytist alls ekki í takt við heimsmarkaðsverð. Gerð- ur er samanburður við Danmörku og í ljós kemur að frá því í október virðist álagning íslensku olíufélag- anna hafa stóraukist samanborið við álagningu danskra olíufélaga. Það sem vekur einna helst athygli er að Costco á Íslandi, sem hleypti lífi í samkeppnisumhverfi á elds- neytismarkaði hér á landi þegar það opnaði bensínstöð sína 2017 virðist hafa aukið álagningu sína til jafns við önnur íslensk olíufélög. Álagning Costco er lægri en hjá N1 en hefur aukist stórum frá því í október, rétt eins og reyndin er hjá N1. Tvær skýringar virðast geta verið á þessu. Mögulega lætur inn- lendur eldsneytisbirgir Costo, sem er Skeljungur, fyrirtækið ekki njóta stórlækkaðs heimsmarkaðsverðs á eldsneyti. Hin skýringin er að verð- lagningarstefna Costco hafi breyst frá því það opnaði fyrst hér á landi. Allt að einu er ljóst að álagning eldsneytis hér á landi er umtalsvert hærri en víðast hvar annars staðar í Evrópu og Íslendingar greiða eitt hæsta eldsneytisverð sem sögur fara af. Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir þessi dæmi sýna mikilvægi þess að samkeppni sé virk og raunveruleg. n Ódýrara á Akureyri en í reykjavík Samkeppni frá Atlantsolíu hefur tryggt Akureyringum lægra eldsneytisverð en íbúum höfuðborgarsvæðisins frá miðju ári 2020. Fréttablaðið/hari Innkoma Costco á íslenskan eldsneytismarkað lækkaði eldsneytisverð um land allt en upp á síðkastið virðist Costco hegða sér líkt og íslensku olíufélögin. Fréttablaðið/SiGtrYGGUr ari olafur@frettabladid.is Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa allir hækkað vexti óverðtryggðra húsnæðislána í kjölfar stýrivaxta- hækkunar Seðlabankans um hálft prósentustig á dögunum. Breytilegir vextir á óverðtryggð- um húsnæðislánum eru nú lægstir í Íslandsbanka, 7,75 prósent. Lands- bankinn býður 8,0 prósent og Arion banki er með hæstu vextina, 8,34 prósent. Þeir sem taka lán með vöxtum sem festir eru í þrjú ár borga álag á breytilega vexti í öllum bönkunum. Sama gildir um lán með vöxtum sem festir eru til fimm ára í Íslands- banka. Landsbankinn býður hins vegar nokkuð lægri vexti séu vext- irnir festir til fimm ára. Arion banki virðist ekki almennt bjóða upp á að vextir á íbúðalánum séu festir til lengri tíma en þriggja ára. Vextir af verðtryggðum hús- næðislánum eru hins vegar lægstir í Landsbankanum, 2,60 prósent. Íslandsbanki er með 2,65 prósent og Arion er með hæstu verðtryggðu útlánsvextina, 2,94 prósent. Þessar tölur eru fengnar úr vaxta- töflum bankanna, sem tekið hafa gildi í þessari viku. Af þeim er ljóst að óhagstæðast er að fjármagna húsnæðiskaup í Arion banka en Íslandsbanki er hagstæðastur í óverðtryggðum lánum á meðan Landsbankinn býður eilítið hag- stæðari verðtryggð húsnæðislán en Íslandsbanki. Greiðslubyrði húsnæðiskaup- enda hefur hækkað um marga tugi þúsunda í mánuði hverjum frá því að Seðlabankinn hóf hækkunarferli stýrivaxta í maí 2021. Ef bornir eru saman breytilegir vextir og vextir sem festir eru til þriggja ára, er ljóst að bankarnir telja líkur á því að Seðlabankinn muni enn hækka stýrivexti sína áður en þeir taka að lækka á ný. n Lægstu óverðtryggðu vextirnir í Íslandsbanka Nokkur munur getur verið á greiðslubyrði húsnæðislána eftir því í hvaða banka þau eru tekin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.