Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 23. febrúar 2023 Hafnarborg býður upp á listasmiðjur fyrir börnin í vetrarfríinu. jme@frettabladid.is Hafnarborg býður grunnskóla- börnum í Hafnarfirði að taka þátt í skemmtilegum og skapandi lista- smiðjum á vegum safnsins í vetrar- fríi skólanna, í dag og á morgun. Smiðjurnar verða hvor með sínu sniðinu og gestum er velkomið að taka þátt annan eða báða dagana. Skúlptúrar og plánetur Fimmtudaginn 23. febrúar frá kl. 13-15 verður skúlptúrsmiðja. Þátttakendur vinna með gips og búa til skúlptúra í anda lista- konunnar Sóleyjar Eiríksdóttur en um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum hennar í safninu. Sóley vann sjálf stærri skúlptúra sína með því að klæða burðargrind með steinsteypu . Leiðbeinandi er Unnur Mjöll S. Leifsdóttir, mynd- listarmaður og sérfræðingur á skrif- stofu Hafnarborgar. Föstudaginn 24. febrúar kl. 13-15 verður plánetusmiðja þar sem þátttakendur vinna með ýmis litrík efni til þess að búa til sínar eigin plánetur sem breytast í snúningi og ljósi. Saman munu pláneturnar svo mynda sólkerfi sem lýsir upp „himinhvolfið“. Leiðbeinandi er Þórdís Erla Zoëga myndlistar- maður. Smiðjurnar fara fram í Apótekinu á fyrstu hæð safnsins en mælst er til að börn mæti í fylgd fullorðinna. Þátttaka í listasmiðjum er gestum að kostnaðarlausu, líkt og aðgangur að sýningum safnsins. n Listasmiðjur í Hafnarborg Viktor er nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur og vinnur í fullu starfi á Landspítalanum þar sem hann segist alltaf fá góð viðbrögð við útliti sínu. Hann segist margbrotinn persónuleiki en skilningsrík manneskja og í hjúkrun upplifi hann tilfinninguna að líf hans hafi tilgang og að hann skipti máli. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Vill ekki vera náttúrulegur í útliti Viktor Andersen setti sér ungur markmið um að láta lýtalækna breyta andliti sínu og vek- ur athygli hvar sem hann fer. Hann er sáttur við spegilmyndina og segist hvergi hættur. 2 Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.