Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 10
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is halldór Frá degi til dags Samn- ingurinn kveður á um rétt fólks til viðunandi lífskjara og áætl- anir um að draga úr fátækt. Það hvarfl- ar jafnvel að lesanda þessa heila grauts að innrásin fyrir ári hafi akk- úrat verið á hinn veginn, bænda- þjóðin í vestri hafi ráðist á Rússa. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Morgunblaðið hefur fyrir því í gærdag að birta langa grein eftir sendiherra Rússa á Íslandi sem er uppfull af rakalausum þvætt­ ingi og lygum um stríðsrekstur Kremlarvaldsins á hendur nágrannaþjóð sinni. Það er beinlínis sorglegt að sjá útgerðarvaldið á Íslandi eyða prentsvertu í öfgafullan áróður af þessu tagi gagnvart saklausri þjóð sem horfir nú upp á alþýðu manna vera stráfellda í gegndarlausum loftárásum af hálfu Rússa sem einbeita sér að því að rústa heimilum fólks og öllum viðkvæmustu innviðum landsins. En þá liggur það líka fyrir að hverju aðdáun blaðsins beinist. Sendiherrann réttlætir slátrunina á nágrönn­ um Rússa með þjóðernisrausi og gamalkunnri kaldastríðstvíhyggju; hverjum hugsandi manni sé fullkomlega ljóst í dag að Úkraína sé ekkert nema verkfæri í höndum Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins til að geta valdið Rúss­ landi sem mestum skaða. Það hvarflar jafnvel að lesanda þessa heila­ grauts að innrásin fyrir ári hafi akkúrat verið á hinn veginn, bændaþjóðin í vestri hafi ráðist á Rússa – og þeir síðarnefndu séu ekki að gera nokkurn annan hlut en að verja hendur sínar. Sér er nú hver moðreykurinn. Og svo er auðvitað hoggið í sama knérunn og áður, en hernaðaraðgerðum Pútíntátanna séu einkum og sér í lagi ætlaðar til þess að „afher­ væða og afnasistavæða Úkraínu.“ Heilaspuninn ætlar sumsé engan endi að taka á síðum Morgunblaðsins, en birting grein­ arinnar ber upp á þau tregafullu tímamót þegar ár er liðið frá því Rússaher byrjaði að eyðileggja allt sem hægt er að eyðileggja á úkraínskri grundu, þar á meðal líf og limi fólks sem á enga möguleika á að bera hönd fyrir höfuð sér. Þetta blaður sendiherrans er auðvitað fyrst og fremst til marks um það að rússneskum yfirvöldum er farið að svíða það úr hófi fram að yfirtakan á sléttunum miklu á bökkum Dnjépr átti bara að taka dag eða tvo, slíkir væru nú yfirburðirnir í vopnabúri gamla stórveldisins. En innrásin hefur einmitt afhjúpað hvað rússneska þjóðríkið er orðið veikt og smátt. Herveldið er ekki efnilegra en svo að það kemst ekki yfir fyrsta fljótið á vesturleið. Og keisar­ ans nekt í skugga Kremlarmúranna er orðin æpandi og ámátleg. Sá stríðsglæpamaður sem Vladímír Pútín er og verður í sögunni það sem eftir er hefur sagt lýðræðinu stríð á hendur. Hann hefur ákveðið upp á sitt eindæmi að reisa sér minnisvarða úr tárum, blóði og allsherjareyðileggingu í landi frænda sinna í vestri. Því fær aðsend grein í Morgunblaðinu ekki breytt. n Sendiherraraus Um þessar mundir eru 16 ár síðan Ísland undirritaði Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun, en samningurinn hafði verið samþykktur á alls­ herjarþingi Sameinuðu þjóðanna 13. desember 2006. Ísland fullgilti svo samninginn árið 2016. Samningurinn er gríðarlega mikilvægur mannrétt­ indasáttmáli en felur þó ekki í sér nein ný eða sértæk réttindi fyrir fólk með fötlun. Markmið hans er einfald­ lega að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fólk með fötlun til jafns við aðra. Að sama skapi á hann að efla og vinna að virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn þess. Samn­ ingurinn felur í sér bann við hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar og tryggir fólki með fötlun jafna og árangursríka réttarvernd gegn mismunun á öllum svið­ um. Innleiðing samningsins í íslensk lög hefur tekið allt of langan tíma en nú sér loks fyrir endann á því. Í forsætisráðuneytinu er nú unnið að lögfestingu hans, sem og stofnunar Mannréttindastofnunar. Í liðinni viku var haldið á vegum félags­ og vinnumarkaðsráðu­ neytisins vel sótt samráðsþing. Þar voru kynnt drög að tillögum starfshóps fjölda samstarfsaðila um innleið­ ingu og framkvæmd samningsins.Að mörgu er að huga þegar kemur að málefnum fólks með fötlun. Nefna má aðgengismál, bæði aðgengi að mannvirkjum en ekki síður aðgengi að hinum stafræna heimi, aðgengi að menntun og atvinnumál. Í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun er sérstaklega fjallað um réttinn til þess að afla sér lífsviðurværis með atvinnu og að vinnuumhverfi sé fólki með fötlun aðgengilegt og án aðgreiningar. Samhliða verðum við sem samfélag að vera með­ vituð um það að hluti fólks með fötlun mun reiða sig á almannatryggingakerfið okkar. Samningurinn kveður á um rétt fólks til viðunandi lífskjara og áætlanir um að draga úr fátækt. Endurskoðun örorkulífeyriskerfisins stendur yfir og frítekjumark vegna atvinnutekna hefur nú þegar verið hækkað. Næstu skref verða að vera að samhliða því að einfalda örorkulífeyriskerfið verði greiðslur hækkaðar svo fólk með fötlun geti búið við mannsæmandi kjör. n Um mikilvægan mannréttindasamning Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar græns framboðs VEIÐIN HEFST 3. MARS Veiðimaðurinn Gunnar Bender býður landsmönnum í veiðiferð á Hringbraut. kristinnhaukur@frettabladid.is Fína fólkið Höfuðborgarsvæðið, og þar af leiðandi landið allt, er korter í niðurbrot. 20 þúsund manns verða ekki vinnandi og ekki með neinar tekjur. Þetta er nota bene fólkið sem á minnst af peningum. Láglaunafólk á almenna vinnu­ markaðinum sem verðbólgan bítur fastast. Ekki er nema von að fólk spyrji sig: Hvar er ríkis­ stjórnin? Hvar er stöðugleikinn sem hún var kosin út á? Er landið stjórnlaust? Nei, nei. Landið er sko aldeilis ekki stjórnlaust. Ríkisstjórnin er nýbúin að því aðkallandi þjóðþrifaverkefni að gera útlendingum aðeins erfiðara fyrir. Svo var farið í vikurúnt um landið, vínarbrauð étið á kaffi­ stofum og montmyndum skellt á Facebook. Nóg að gera! Ómakið Þegar fjölmiðlar ganga á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ómaka hana með að spyrja um stöðuna í raunheimum segist hún hafa „þungar áhyggjur af stöðunni.“ Einkum af „gíf­ uryrðum“ fólksins í verkfallinu. Ætlar ríkisstjórnin að stíga inn í deiluna á einhvern hátt? Bjóða ívilnanir eða styrki til að liðka fyrir samningum? Nei. Ekkert kemur frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nema möguleik­ inn á að vinnulöggjöfinni verði breytt, atvinnurekendum í vil. Já, það er kannski ekki skrýtið að Vinstri græn mælist með 5,9 pró­ sent. Og alls ekki skrýtið að lág­ tekjufylgi flokksins sé horfið. n 10 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 23. FeBRúAR 2023 FIMMTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.