Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 28
Andri var leiddur í Sigtún, þá minninganna höll og orm- agryfja gleðinnar opnaðist. Dóra segir viðfangs- efni Tjútt sérstak- lega skemmtilegt og eitthvað sem snerti alla. Það sem okkur vantar aðallega er myndefni úr einkasöfnum djammara síðustu hálfu öldina. Kristófer Dignus Dóra Takefusa, Andri Freyr Viðarsson og Kristófer Dignus ætla að í heimildaþáttunum Tjútt að djamma gegnum sögu skemmtistaða og nætur- lífs Reykjavíkur síðustu 50 ár. Þau biðja almenna tjúttara um að leggja þeim lið með myndum og myndbönd- um frá sínum bestu árum á galeiðunni. toti@frettabladid.is „Við byrjum á Glaumbæ og endum á Bankastræti Club í seríunni sem fjallar um sögu skemmtistaða og næturlífs í Reykjavík síðustu 50 árin,“ segir leikstjórinn Kristófer Dignus um þættina Tjútt sem hann er að gera fyrir RÚV ásamt Dóru Takefusa og Andra Frey Viðarssyni. „Við erum búin að taka urmul af viðtölum við allskonar fólk sem tengist viðfangsefninu og erum núna að safna myndefni og það sem okkur vantar aðallega er myndefni úr einkasöfnum djammara síðustu hálfu öldina. Mesta vinnan núna er að finna ljósmyndir og myndbönd sem hafa hugsanlega verið tekin inni á þessum stöðum,“ segir Andri Freyr. „Ég meina RÚV fór aldrei inn á skemmtistaðina, þannig séð. Það stóð bara stóð einhver fyrir utan og benti á eitthvert hús. Þannig að núna þurfum við að komast svo- lítið í einkasöfnin hjá fólki sem á eitthvert efni.“ Dóra bendir á að vissulega hafi símar með myndavélum ekki verið á lofti hér áður fyrr. „En auðvitað var fólk duglegt að taka myndir og allir eiga skemmtileg albúm ein- hvers staðar heima hjá sér. Þann- ig að ef fólk lumar á einhverjum skemmtilegum myndum hvetjum við þau endilega til að senda okkur. Það væri mjög vel þegið.“ Áhugaverð ormagryfja „Þetta er hugmynd sem ég fékk fyrir einhverjum árum síðan þegar Freyr Eyjólfsson var búinn að segja mér svo margar sögur af Sigtúni og var eitthvað að hvetja mig til að gera podcastþátt um þann skemmtistað. Það væri svo góð hugmynd,“ segir Andri Freyr. „Og þá bara opnaðist Byrjað í Glaumbæ og endað á Bankastræti Club Skemmtistaðir birtast og hverfa jafnóðum á meðan nýjar kynslóðir leysa reglulega lúna ellismelli af hólmi í biðröðinni endalausu. Fréttablaðið/hari Andri Freyr átti sitt blómaskeið milli 1999 og 2008 þegar hann hélt til á Sirkus. „Ég var svona Sirkusrotta, mjög sælla minninga. Átti svona beisikklí bara heima þar.“ Fréttablaðið/hari einhver ormagryfja í hausnum á mér um að sennilega væri sniðugra að gera sjónvarpsþætti um f leiri staði.“ Þegar Andri Freyr og Kristófer Dignus ræddu hugmyndina betur varð niðurstaðan að horfa til síð- ustu hálfrar aldar. „Það er náttúr- lega ekki hægt að taka alla staði sem hafa verið á Íslandi og hvað þá alla staði sem hafa skipt máli í sögu íslenskra skemmtistaða þannig að við ákváðum bara að taka síðustu 50 ár.“ „Þetta er náttúrlega líka bara svo skemmtilegt viðfangsefni,“ segir Dóra. „Og eitthvað sem höfðar til allra því öll höfum við nú ein- hvern tímann í gegnum tíðina leyft okkur að fara aðeins á skrallið. Það skiptir því í rauninni ekki máli á hvaða aldri þú ert. Þú ert alltaf með einhverjar skemmtilegar minn- ingar eða tengingar við einhverja ákveðna staði eða tímabil og þá í leiðinni fólk, stemningu, tónlist og tísku.“ Nóttin eilífa Dóra telur því ljóst að upplegg þeirra í þáttunum sé þannig að öll ættu að geta haft gaman af. „Þótt það sé ekki endilega verið að fjalla um þitt tímabil þá er samt gaman að forvitnast um hvernig djammið var. Og fyrir þá sem eru hættir að tjútta, er gaman að sjá hvernig stemningin er í dag,“ segir Dóra. „Aðeins að kafa dýpra í þetta,“ bætir Andri Freyr við. „Það er líka svo margt í þessu sem hangir saman. Eins og bara í dag þegar þetta eru allt sömu einstaklingarnir sem eru að opna einhverja staði.“ Þróunin er vissulega ör og stundum svo hröð að maður hefur stundum nánast lent í því að drekka sig í óminni inni á stað sem er búinn að skipta um nafn og stemningu þegar maður rankar við sér. „Já, akkúrat. Ég meina, taktu bara húsið sem Gaukurinn er í. Það á bara einhvers konar met yfir hvað það eru búnir að vera margir skemmti- staðir í sömu byggingunni og mikið af nöfnum. Alltaf verið að breyta þessu,“ segir Andri Freyr og Dóra heldur áfram. „Þau eru mörg húsin sem hafa átt mörg líf en staðirnir mismunandi hverju sinni. Þannig að þetta er oft sama húsnæðið og það kemur bara nýr staður, nýtt fólk, nýtt nafn, ný stemning og svo framvegis. Síðan eru líka fullt af stöðum sem voru gífur- lega vinsælir í kannski hálft til eitt ár og svo bara stemningin dauð eða þeim lokað.“ Einstaklega gaman Tjúttþríeykið er síður en svo ókunn- ugt þótt þau vinni nú saman í fyrsta skipti. „Við Andri Freyr höfum þekkst lengi. Hann vann til dæmis hjá mér á Jolene Bar í Danmörku sem glasabarn og var með föst DJ kvöld sem Sir Honky Tonk. Við Kristó- fer unnum saman á Skjá einum og þeir tveir hafa brallað mikið sama í þáttagerð. Ég held að Dignusi hafi bara fundist við Andri ágæt í þetta saman,“ segir Dóra. „Ég er líka með þessa tengingu vegna þess að eftir að ég hætti í sjón- varpinu fór ég sjálf í barbransann í nokkur ár. Ég hef auðvitað ekki verið í sjónvarpi í tuttugu ár!“ heldur Dóra áfram og hlær. „Þannig að, why not?“ Stemning og fólk í stuði Andri Freyr reiknar með að Tjúttið, sem Glassriver framleiðir, verði til- búið með haustinu. „Tökum er í raun lokið þannig að núna þarf að velja réttu tónlistina fyrir réttu staðina sem er einstaklega gaman. Þetta er held ég áttunda serían sem við Dignus gerum saman og ég hef alltaf fengið að velja músíkina en þetta er öðruvísi núna þegar maður er ekki bara að velja einhverja stemn- ingu og þarf að vera með rétta tónlist fyrir rétta staði og rétt tímabil,“ segir Andri Freyr og lætur tölvupóstfangið tjutt@glassriver.is fljóta með. „Það er meilið og við erum að vonast til þess að fólk verði duglegt og stolt að sýna myndir af sjálfu sér inni á skemmti- stöðum og senda okkur efni þangað. Okkur vantar bara stemningu og fólk í góðu stuði.“ n KviKmyndir Ant-Man and the Wasp: Quantumania leikstjórn: Peyton Reed aðalhlutverk: Paul Rudd, Evangeline Lilly, Jonathan Majors, Kathryn Newton, Michael Douglas, Michelle Pfeiffer Oddur Ævar Gunnarsson Nýjasta myndin um mauramann- inn og vespuna er þriðja Marvel- myndin í röð sem svíkur Marvel- nörda um boðaða stórviðburði tengdum f jölvíddarheiminum svokallaða (e. multiverse) sem varð merkingarmiðja ofurhetjuheimsins við endalok Thanosar, Iron Man og Captain America. Hinar myndirnar eru Doctor Strange and the Multi- verse of Madness og Thor: Love and Thunder. Án þess að gefa nokkuð upp um söguþráðinn er sanngjarnt að geta þess að slíkar væntingar hvíla nokk- uð þungt á myndunum og hætt við að hörðustu Marvel-nördarnir geti orðið fyrir vonbrigðum. Myndin er hins vegar fínasta skemmtun, sérstaklega ef fólk hefur tök á því að pása heilasellunurnar og njóta rússíbanans um skammtaveröldina sem myndin hverfist um. Að þessu sinni lenda þau Paul Rudd og Evangeline Lily í hlut- verkum mauramannsins Scott Lang og vespunnar Hope van Dyne fyrir slysni í smæstu veröld í heimi, skammtaveröldinni. Táningsdóttir þeirra Cassie (Kathryn Newton) fylgir með ásamt Michael Douglas og Michelle Pfeiffer í hlutverkum Hank Pym og Janet. Hinn illi Kang, í meðförum Jonathan Majors, verður fljótlega á vegi þeirra og er, eins og Marvel-nördar vita, arftaki Tha- nosar sem mesta illmenni Marvel- heimsins. Þannig er ljóst að nú fær maura- maðurinn loksins alvöru verkefni í sinni eigin mynd. Lítið er hægt að setja út á leikarana sem skila sínu með prýði, þó án einhverra sér- stakra leiksigra. Ekki er þó við leikarana að sakast, heldur miklu frekar handritið sem er helsti veikleiki hennar. Framvindan er oft vélræn og kemur niður á per- sónusköpuninni. Eitthvað sem hing- að til hefur ekki verið stór vandi hjá í Marvel. Erfitt er að taka ákvarðanir persóna trúanlegar auk þess sem handritshöfundar reiða sig um of á tilviljanir til þess að leysa málin. Hætt er við því að hörðustu Mar- vel-nördar verði fyrir vonbrigðum með myndina sem er sú fyrsta á stigi 5 (e. phase 5) í Marvel-heiminum. Jonathan Major skilar sínu sem Kang en er um leið viss vorkunn að fara með hlutverk drottnarans, þar sem hann verður óhjákvæmilega borinn saman við Josh Brolin í hlut- verki Thanosar. Aðrir en hörðustu nördar munu hins vegar að öllum líkindum ekki verða fyrir vonbrigðum því myndin er f lott og mikið sjónarspil, svo mikið raunar að minnir gjarnan miklu frekar á Star Wars-mynd heldur en Marvel-mynd. Það verður ekki tekið af Marvel að þeir reyna í það minnsta eitthvað nýtt og því skal alltaf bera virðingu fyrir. n niðurstaða: Skringileg sögu- framvinda og slæleg persónu- sköpun í mynd sem hörðustu Marvel-nördar munu pirra sig á, á meðan aðrir verða ekki sviknir af skemmtilegri mynd á stóra skjánum. Maurinn og Vespan mæta loksins alvöru andstæðingi Evangeline Lily og Paul Rudd fá loksins verðugan andstæðing. 20 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 23. FeBRúAR 2023 fiMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.