Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 21
„Maður ársins“ var og er ekki við hæfi. Karl- kyns! „Manneskja ársins“ er skárra. Eins og staðan er í dag hafa konur á lands- byggðinni ekki getað nýtt sér þessa þjón- ustu þar sem enginn brjóstagjafaráðgjafi er starfandi utan höfuð- borgarsvæðisins. Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is Rannsóknir sýna ótvírætt kosti brjóstagjafar bæði fyrir móður og barn. Fyrir móðurina má nefna að það eru minni líkur á fæðingar- þunglyndi og lægri tíðni krabba- meina í kvenlíffærum. Ef barn er á brjósti þá eru minni líkur á sýk- ingum, ofnæmi, bólgusjúkdómum í þörmum og færri komur eru á sjúkrahús hjá börnum undir 1 árs aldri. Það að brjóstagjöf gangi vel er lýðheilsumál og ef einhver vanda- mál eru til staðar er langoftast hægt að leysa þau með viðeigandi stuðningi frá brjóstagjafaráðgjafa. En búa fjölskyldur á Íslandi við jafn- ræði þegar kemur að stuðningi við brjóstagjöf? Í rammasamningi um heima- þjónustu ljósmæðra við Sjúkra- tryggingar Íslands getur heilbrigð- isstarfsmaður óskað eftir vitjun brjóstagjafaráðgjafa til kvenna sem eiga í erfiðleikum með brjóstagjöf. Eins og staðan er í dag hafa konur á landsbyggðinni ekki getað nýtt sér þessa þjónustu þar sem enginn brjóstagjafaráðgjafi er starfandi utan höfuðborgarsvæðisins. Það er mikilvægt fyrir konur sem vilja vera með barn sitt á brjósti að þær eigi farsæla brjóstagjöf og fái viðunandi stuðning til þess. Í dag er staðan sú að konur búsettar á lands- byggðinni þurfa sjálfar að greiða fyrir þjónustu brjóstagjafaráðgjafa eða fara um langan veg til Reykja- víkur til þess að fá aðstoð. Í febrúar á síðasta ári hófum við því að sækja um leyfi til Embættis landlæknis fyrir fjarheilbrigðis- þjónustu fyrir konur sem búa út á landi og þurfa á brjóstagjafaráð- gjöf að halda. Eftir mikla vinnu við umsóknina, ótal tölvupósta og fund með Embætti landlæknis fengum við leyfi í september síðastliðnum. Til þess að geta veitt þessa þjónustu þurfum við að vera með viðurkennt forrit (Kara connect), viðurkennda starfsstöð (Björkin, ljósmæður) og starfa eftir ákveðnum skilmálum. Um leið og leyfi frá Embætti land- læknis var í höfn hófust viðræður við Sjúkratryggingar Íslands að bæta þessum lið inn í rammasamn- ing um heimaþjónustu ljósmæðra. Sjúkratryggingar greiða í dag brjóstagjafaráðgjöfum 14.268 kr. fyrir vitjun til kvenna í heimahús. Við gerðum ráð fyrir að sama myndi gilda fyrir ráðgjöf í gegnum fjar- fundabúnað. Staðan er hins vegar sú að fagaðilar innan Sjúkratrygginga telja að þjónusta sem þessi taki ekki jafn langan tíma og eru tilbúin að greiða hálft gjald eða 7.134 kr. fyrir skiptið. Þessum skilmálum Sjúkra- trygginga fyrir þjónustuna getum við ekki gengið að. Við þurfum að vera með starfsstöð til að taka þessi viðtöl í fjarfundabúnaði og þar af leiðandi þurfum við að greiða leigu fyrir aðstöðu okkar. Auk þess fylgir kostnaður við að vera með viður- kennt forrit eins og Kara connect sem þarf að greiða af í hverjum mánuði. Þar sem ekki hefur tekist að semja við Sjúkratryggingar Íslands um viðeigandi gjald fyrir fjarþjón- ustu þarf að vísa konum frá og það þykir brjóstagjafaráðgjöfum mjög ósanngjarnt, að mismuna barna- fjölskyldum eftir búsetu. Það að þær geti ekki fengið sömu þjónustu og konur á höfuðborgarsvæðinu hlýtur að brjóta jafnræðisstefnu stjórnvalda. Ef við skoðum aðeins aðra rammasamninga sem Sjúkratrygg- ingar Íslands hafa gert; Sálfræði- meðferð fjarþjónusta 60 mín. – alls 18.250 kr. Meðferð talmeinafræðings 60 mín. – alls 16.185 kr. Viðtal ljósmóður/brjóstagjafa- ráðgjafa 60 mín. – alls 7.134 kr. Við getum ekki annað en velt fyrir okkur um hvað þetta mál snýst og er það tvennt að okkar mati: Í fyrsta lagi spyrjum við okkur hver réttur kvenna á landsbyggð- inni er. Er ekki réttur þeirra að hafa sama aðgang að þeirri heilbrigðis- þjónustu sem hægt er að veita hverju sinni og það sé ekki verið að skerða þá þjónustu við ákveðin tímamörk því það sé mat fagaðila innan Sjúkratrygginga að þjónusta eigi ekki að taka lengri tíma? Í öðru lagi snýst þetta um kjör sjálfstætt starfandi ljósmæðra. Af hverju eru verktakalaun ljósmæðra um helmingi lægri ef miðað er við laun annarra sérfræðinga eins og sálfræðinga og talmeinafræðinga líkt og sést hér að ofan? Flestar ljós- mæður hér á landi eru með 4 ára hjúkrunarfræðimenntun og 2 ára framhaldsnám í ljósmóðurfræði. Því til viðbótar hafa brjóstaráð- gjafar bætt við sig námi í brjósta- gjafaráðgjöf sem er alþjóðlegt próf. Við þurfum að sýna fram á endur- menntun á 5 ára fresti og endurtaka prófið á 10 ára fresti sem við höfum gert. Eru launin lág af því að ljós- mæður á Íslandi eru allar konur og skjólstæðingurinn kona? Nú skorum við á heilbrigðisráð- herra og Sjúkratryggingar Íslands að gera viðunandi samning við ljós- mæður/brjóstagjafaráðgjafa sem eru aðilar að rammasamningnum líkt og við aðrar sambærilegar stéttir með samning við Sjúkra- tryggingar Íslands. n Stuðningur við brjóstagjöf aðeins fyrir höfuðborgarsvæðið  Þórunn Pálsdóttir hjúkrunarfræð- ingur og ljósmóðir Hildur A. Ármannsdóttir hjúkrunarfræð- ingur og ljósmóðir Mikill er vandi vorrar þjóðar. Okkur er sagt, að hún eigi sér 17 kyn. Sé sautján kynja! Ekki veit ég hvað öll þau kynin heita – en sautján eiga þau að vera. Og tungu- málið okkar á sér aðeins þrjú kyn - karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn. Hvernig á svo þjóðin að geta tjáð sig rétt? Tekið í töluðu og rituðu máli rétt tillit til kynjanna sautján. Til þess þarf mikla hjálp. Frá emeritus prófessorum. Frá RÚV-málfars- ráðunautum. Frá meðvituðum alþingismönnum. Frá okkur öllum hinum. Segjum rétt! Tölum rétt! Maður ekki við hæfi „Maður ársins“ var og er ekki við hæfi. Karlkyns! „Manneskja ársins“ er skárra. Nær að vísu ekki kynj- unum sautján en hún manneskjan þó skömminni til skárra en hann maðurinn. Er a.m.k. ekki karl- kyns. Og lausnir alþingismanna? Fyrirgef ið alþingismanneskja? Fiskari í staðinn fyrir fiskimaður, sjóari í staðinn fyrir sjómaður … og blaðrari í staðinn fyrir blaða- maður. Miklu skárra? Og þó. Hann fiskarinn, hann sjóarinn og hann blaðrarinn – er þetta ekki allt sama tóbakið? Séð frá sjónarhóli sautján kynja. Vanvirðing við hin sextán kynin? Og hvað um málfarsráðu- naut RÚV. Nú er þar um að ræða ekki hann heldur hana. Það er ekki hægt að kalla þá trúnaðarmann- eskju RÚV karlkynsheitinu „naut“. Ráðunaut!?! Varla heldur „kvígu“ eða „kú“ En hvað um málfarsráðu- nautgrip? „Málfarsráðunautgripur RÚV“? Eða málfarsmanneskja RÚV? Seinna miklu best. Eða hvað segja prófessorar emeritus? Enska lausnin Lausn RÚV á þessu mikla vanda- máli er miklu meira við hæfi. Fylgir þjóðarviljanum. Þar sem allir veit- ingastaðir á Laugaveginum nefna sig nú orðið enskum nöfnum. Sama máli gegnir um f lesta veit- ingastaði víðar um og utan höfuð- borgarinnar. Þar hefur íslenski málfarsvandinn verið leystur með enskunni. Líka inni á veitingastöð- unum þar sem gestum er þjónað til borðs. Líka á hótelunum þar sem tekið er á móti gestum. Líka í strætisvögnunum þar sem vagn- stjórar segja til vegar. Enginn pró- fessor emeritus gerir athugasemd við það. Ekki heldur nein málfars- manneskja RÚV. Hvað þá heldur nokkur alþingismanneskja. Þvert á móti. Fréttastofa RÚV ástundar í nær sérhverjum fréttatíma að birta fréttir talsettar á ensku. Engin íslenskun þar. Textavél alltaf biluð. Meira að segja í gærkvöldi, mánu- dagskvöldi, birti Kastljós langt og merkilegt viðtal um mikilvægi og þýðingu öndunar. Mikilvægi þess að anda!. Öllum röddum jafnt við- mælenda sem spyrils útvarpað á ensku. Bilaða textavélin ævinlega biluð. Hún lausnin Svona má bjarga sér frá miklum vanda þar sem þjóðarkynin eru sautján en mállýskukynin bara þrjú. Má einfaldlega bjarga sér á enskunni. Eins og í veitinga- húsageiranum. Á hótelunum. Hjá strætó. Hjá sjónvarpi RÚV. Hjá Facebook og mörgum öðrum samfélagsmiðlum. Í símanum. Í tölvunni. Meðal unga fólksins. Í öllum samskiptum við málfars- manneskjur, blaðrara, fiskara og emeritus prófessora. Svona leysa menn – fyrirgefið manneskjur – vandamálin þar sem kynin eru sautján en málfarskynin bara þrjú. Þann vanda leysir enskan. Sú lausn í stöðugri sókn. Við stöðugt vaxandi vinsældir. So be it! n Hin sautján kyn þessarar þjóðar  Sighvatur Björgvinsson fyrrv. alþingis- maður – afsakið al- þingismanneskja Fréttablaðið skoðun 1323. Febrúar 2023 FIMMTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.