Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 30
Ég get ekki alveg neitað því að ég sé nörd. Jóhannes Nordal Þarna er ægifagurt útsýni til sjávar og sveita. Hólmar Björn Sigþórsson 22 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 23. FeBRúAR 2023 fiMMTUDAGUR odduraevar@frettabladid.is Veitingahús á einum fallegasta stað landsins sem ber nafn með rentu, Hafið bláa hafið við ósa Ölfusár, stendur til boða í leigu og tilbúið til rekstrar. Hólmar Björn Sigþórsson fasteignasali segir um að ræða frá- bært tækifæri fyrir áhugasama á gullfallegum stað. „Staðurinn tekur 100 manns í sæti og þarna er ægifagurt útsýni til sjávar og sveita,“ segir Hólmar en í vesturenda salarins er bar og gönguhurð út á útiverönd sem snýr að sjónum. Hólmar segir að í hverju einasta sæti sé útsýni yfir sjóinn og magnað fuglalíf í fjörunni. Ekki er nóg með það heldur er stærsta humar landsins að finna við veitingastaðinn en um er að ræða listaverkið Humar við hafið, sem er 6 metra langur humar eftir Kjartan B. Sigurðsson, enda skipti veiðar á humri miklu máli fyrir nágrannaþorpin Þorlákshöfn og Eyrarbakka. n Stærsti humar landsins til leigu Áhugasamir geta leigt reksturinn við ósa Ölfusár. Humar fylgir með. Hafið tekur 100 manns í sæti. Myndir/Helgafell frettabladid.is Þú finnur allar nýjustu fréttir dagsins á frettabladid.is. Innlendar og erlendar fréttir, léttar fréttir, íþróttafréttir, viðskiptafréttir, skoðanapistla, spottið og auðvitað blað dagsins ásamt eldri blöðum. Hvað er að frétta? The Witcher tendraði neist- ann sem varð að fantasíunni The Black Rose sem Jóhannes Nordal Eggertsson hefur fengið útgefna hjá bresku for- lagi. Tvítugur rithöfundurinn hyggur á frekari skrif um gotneska heima með sjálfa Lovecraft og Poe að leiðarljósi. toti@frettabladid.is „Þetta er í fyrsta skipti sem ég safn- aði saman hugrekki til að gera skrif mín opinber,“ segir Jóhannes Nor- dal Eggertsson um skáldsögu sína, The Black Rose, sem er komin út hjá forlaginu Olympia Publishers í London. Hann var búinn að láta The Black Rose gerjast aðeins í huga sér áður en heimsfaraldurinn gaf honum tíma og svigrúm til þess að skrifa bókina. Blómstrað í leiðindum „Mér bara leiddist svo mikið að ég bara ákvað að byrja að skrifa eitt- hvað þegar ég gat sinnt þessu á hverjum degi í að minnsta kosti þrjá klukkutíma,“ segir Jóhannes sem var sautján ára þegar hann byrjaði á bókinni. „Og á þremur mánuðum var ég bara kominn með fyrstu útgáfuna,“ segir rithöfundurinn ungi sem rétt tvítugur hefur fengið þessa frum- raun sína útgefna erlendis. Þetta er síður en svo sjálfgefið. Hvernig kom þetta til? „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá bara gúgglaði ég eitthvert forlag í London, sendi handritið þangað og fékk svar mánuði seinna,“ segir Jóhannes sem hefur verið að reyna að koma The Black Rose á markað hér heima og þá helst horft til Nexus. „Ég er að vonast til þess að geta komið henni í Nexus en það er búið að vera erfitt. Þetta er svolítið erf- iður bissniss og allt þarf að fara í gegnum útgefandann úti.“ Óneitanlega nörd Jóhannes segist þegar vera búinn að selja öll höfundareintökin sem hann fékk hér heima og vísar áhuga- sömum enn sem komið er á internetið. Þú ert búinn að skrifa fantasíu og finnst hún eiga heima í nördabúðinni Nexus. Er þetta nörda- bók? „Ég er búinn að vera mikið í Dungeons&Dra- gons þannig að ég get ekki alveg neitað því að ég sé nörd,“ segir Jóhann- es sem fann einmitt neistann á nördaslóðum. „Ég var að lesa fyrstu Witcher- bókina hans Andrzej Sapkowski og fannst þessi heimur sem blandar saman skepnum og þjóðsögum skemmtilegur og mig langaði að fara með eitthvað þessu líkt inn í gotneskan heim. Ég fékk svo mikinn innblástur af því að lesa þessa bók og það var eiginlega hún sem kom mér í gang. Kosmískur hrollur Til þess að geta gefið meira út þarf maður að skrifa meira og þetta tekur bara sinn tíma, Það er ein- hvers konar ferðalag að komast að því hvað maður vill skrifa um og ég hef komist að því í gegnum bækurnar sem ég hef lesið að mér finnst eiginlega skemmtilegast að skapa heim handan okkar og sem lýtur öðrum lögmálum sem hægt er að lýsa á ákveðinn hátt,“ segir Jóhannes. Hann tengi þetta helst við kosmískan hrylling og horfir ekki til neinna smáspámanna í þeim efnum. „Ég er mest í „cosmic hor- ror“, H.P. Lovecraft og Edgar Allan Poe. Það er hægt að læra svo mikið af þeim og þá sérstaklega Lovecraft sem bjó til einhverjar óþægilegustu sögur í heimi.“ n Svarta rósin blómstraði í leiðindum ungs höfundar Jóhannes kann vel við sig í gotneskum heimum kosmísks hryllings og mun líklega skrifa meira þaðan í framtíðinni sem er björt. fréttablaðið/Valli

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.