Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 6
2 börn undir 10 ára 1 unglingur 2 30-45 ára 1 eldri borgari Drukknanir í sundlaugum frá 2001 til 2021 lovisa@frettabladid.is ÚKRAÍNA Klukkan 20 annað kvöld verður bænastund með tónlist í Landakotskirkju. „Nú þegar ár er að verða liðið sjáum við að stríðið er ekki búið heldur er það orðið dýpra og sárara fyrir alla,“ segir Kristófer Gajowski, skipulagsstjóri fyrir Support for Ukrain Iceland, og að það eigi ekki bara við um Úkraínumenn, heldur líka alla sem horfa upp á þetta. Hann segir að Rússar hóti nú meira ofbeldi og fleiri árásum og að margir óttist hvað gerist á föstudag en þá er ár liðið frá því að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því að innrásin hófst hafa hundruð þúsunda Úkraínu- manna lagt á flótta. Hingað til lands komu hátt í þrjú þúsund manns. Í tilefni af þessum tímamótum verður bænastund með tónlist í Landakots- kirkju. Viðburðurinn er skipulagður af hópnum Support for Ukrain Icel- and sem hefur frá innrás skipulagt ýmsa viðburði á Íslandi fyrir bæði Úkraínumenn og Íslendinga. „Við viljum að það komi fram að Úkraínumenn elska friðinn og við viljum líka þakka fyrir það hvernig Íslendingar hafa staðið með okkur,“ segir Kristófer en bænastundin er öllum opin og hvetur hann sérstak- lega barnafjölskyldur til að koma. Eftir viðburðinn í kirkjunni verður boðið upp á kaffi og te í salnum við kirkjuna. Kór Landakots og organisti, Mar- ton Wirth, koma fram á bænastund- inni auk Ástu Sigríðar Árnadóttur sópran og Guðnýju Einarsdóttur org- anista. Natalia og Yaroslava syngja úkraínskan sálm og Jakob Rolland prestur leiðir bænir og predikun á íslensku með þýðingu á úkraínsku. n Tónlist og bæn í Landakotskirkju Kristófer stýrir Support for Ukrain Iceland. Fréttablaðið/anton brink Eigum nokkra nýlega fjórhjóladrifna Hyundai notaða á Krókhálsi 7, Reykjavík sem eru enn í ábyrgð. Komdu og gerðu frábær kaup! 4x4 MEÐ ALLT AÐ 7 ÁRA ÁBYRGÐ! * OPNUNARTÍMI: Mánud. 10-18, þriðjud.–fimmtud. 9-18, föstud. 9-17, laugard. 12-16 Hyundai notaðir K7 – Krókhálsi 7, 110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is *Hyundai býður eina víðtækustu ábyrgð sem til er. Ábyrgð á öllum nýjum Hyundai bílum er sjö ár/150.000 km akstur, hvort sem kemur á undan. Átta ár/160.000 km ábyrgð er á rafhlöðum. Staðbundnir skilmálar gilda. Kynntu þér allt um ábyrgðina á hyundai.is Rnr. 370347 Rnr. 380579 Rnr. 140105 Rnr. 432927 Rnr. 370414 Rnr. 140145 Rnr. 149580 Rnr. 140080 E N N E M M / S ÍA / N M 0 1 5 0 6 6 B íl a la n d H y u n d a i 4 x 4 n o t a ð ir 2 x 3 8 2 3 fe b HYUNDAI Santa Fe IV Style Nýskr. 04/20, ekinn 52 þ.km, dísil, sjálfskiptur HYUNDAI Tucson Premium Nýskr. 07/19, ekinn 52 þ.km, dísil, sjálfskiptur HYUNDAI Tucson Comfort PHEV Nýskr. 10/21, ekinn 10 þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur HYUNDAI Tucson Style PHEV Nýskr. 10/22, ekinn 3 þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur HYUNDAI Tucson Classic MHEV Nýskr. 06/21, ekinn 51 þ.km, dísil/rafmagn HYUNDAI Tucson Style PHEV Nýskr. 04/22, ekinn 20 þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur HYUNDAI Tucson Style MHEV Nýskr. 02/20, ekinn 40 þ.km, dísil/rafmagn, sjálfskiptur HYUNDAI Santa Fe IV Style Nýskr. 07/21, ekinn 50 þ.km, dísil, sjálfskiptur VERÐ: 7.890.000 kr. VERÐ: 5.590.000 kr. VERÐ: 6.590.000 kr. VERÐ: 7.990.000 kr. VERÐ: 5.390.000 kr. VERÐ: 7.790.000 kr. VERÐ: 5.990.000 kr. VERÐ: 8.490.000 kr. Aðeins ein drukknun varð í sundlaugum í Reykjavík á tutt- ugu ára tímabili, 2001-2021. Nú hafa þrjú andlát orðið á þremur mánuðum í sundlaug- um á höfuðborgarsvæðinu. bth@frettabladid.is slys „Þetta eru hræðilegar fréttir, við erum harmi slegin, það tekur mjög á alla sundlaugarstarfsmenn að heyra af þessum andlátum,“ segir Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Þrjú dauðsföll hafa orðið í sund- laugum á höfuðborgarsvæðinu á þremur mánuðum. Í Lágafellslaug í Mosfellsbæ lést kona á fimm- tugsaldri í vikunni. Á föstudag lést önnur kona í Kópavogslaug. Í desember síðastliðnum lést karl á áttræðisaldri í Breiðholtslaug. Dán- arorsök er til rannsóknar og óljóst hvort aðrir þættir en drukknun séu fyrir hendi. Haf þór B. Guðmundsson, fyrr- verandi lektor í íþróttafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í sundöryggismálum, hefur gagnrýnt öryggismál sundlauga hér á landi og sagði í viðtali við RÚV að atvik af þessu tagi eigi ekki að geta gerst. Hann kallar eftir úrbótum og segir dæmi um að mál hreinlega hverfi. Starfsfólk sundstaða sem Frétta- blaðið hefur rætt við víða um land, segir að öryggiskröfur séu í sífelldri þróun. Eitt dæmi að sögn Sól- veigar Valgeirsdóttur, öryggisstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykja- víkurborgar, er að myndavélar verða bráðlega settar upp í alla varðturna í sundlaugum í borginni. Þá hafa símar verið bannaðir í vaktturnum til að auka líkur á fullri einbeitingu starfsfólks. Anna Kristín hefur blásið lífi í sundlaugargest eftir hjartaáfall. Hann lifði og segir Anna að það komi sjaldnast fram þegar starfs- menn sundlauga bjarga mannslífum með góðri vöktun og skyndihjálp. Hún gagnrýnir málflutning Hafþórs og sakar hann um staðlausa stafi. Nokkrir forstöðumenn sundlauga og starfsmenn hafa í tímans rás fengið stöðu sakbornings á meðan unnið er að rannsókn á banaslysum. Sólveig segir að starfsmaður á sund- stað hafi aldrei verið ákærður fyrir brot um vanrækslu í starfi. „Dauðsföll geta alls staðar orðið, við vitum í þessum nýlegu málum ekkert hvort um drukknun var að ræða eða aðrar orsakir andláts,“ segir Sólveig. Starfsfólk sundstaða tekur þátt í þjálfun umfram reglugerðir að hennar sögn. Álag í vinnu sé oft mikið, myndavélar hafi reynst góð viðbót en aldrei sé hægt að fylgjast með öllum. Minnir Sólveig á að börn eru á ábyrgð foreldra í sundi, ekki starfsfólks. „Nei, það er ekki orðið hættulegt að fara í sund, en það getur verið hættulegt að vera of lengi í heitu vatni ef fólk er með hjarta og æða- sjúkdóma og svo þarf að huga að vatnsdrykkju og reyna ekki um of á sig,“ segir Sólveig. Frá 2001-2021 voru alls sex drukknanir í sundlaugum skráðar, fjórar í sundlaugum á landsbyggð- inni og tvær á höfuðborgarsvæð- inu, þar af önnur í Reykjavík. Þetta kemur fram í skýrslu innri endur- skoðunar um öryggi sundstaða Reykjavíkurborgar. Í mörgum til- fellum urðu sundlaugargestir fyrst varir við slysið og aðstoðuðu við björgun upp á bakka. Um 2,3 milljónir gesta heimsækja sundlaugarnar í Reykjavík árlega. n Starfsfólk sundlauganna harmi slegið vegna slysa Sund er mikil heilsubót en slysahrina undanfarið hefur vakið óhug. Myndin er tekin af Kópavogslaug. Fréttablaðið/Ernir Sólveig Val- geirsdóttir, öryggisstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkur- borgar 6 fréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 23. FeBRúAR 2023 fiMMTUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.