Bændablaðið - 03.11.2022, Qupperneq 6

Bændablaðið - 03.11.2022, Qupperneq 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022 Nú á haustdögum eftir uppskerutíma sumarsins þurfum við að horfa á hvar sóknarfærin liggja í frumframleiðslugreinum landbúnaðar. Mikið hefur gengið á í heimsmálum og óróa gætir á mörkuðum sem hafa leitt af sér umtalsvert hærri rekstrarkostnað í allri frumframleiðslu. Kornverð hefur og mun hafa víðtæk áhrif á framleiðslukostnað og einnig olíuverð sem hefur komið fram, ekki einvörðungu í hækkun á flutningi heldur einnig í umbúðum og tengdum vörum. Áburðarverð á heimsmarkaði virðist hafa náð einhverju jafnvægi í dag en verðið er enn í hæstu hæðum og fyrirsjáanlegt að fyrra verði sem var fyrir stríð verður ekki náð. Nú liggur fyrir tillaga að hækkun á úrvinnslugjaldi á rúlluplasti og umbúðum almennt, en hækkunin á rúlluplastinu er fyrirhuguð úr 32 kr. pr. kg. og stefnir í 85 kr. pr. kg. Þetta er enn einn pósturinn sem hækkar framleiðslukostnað í landbúnaði sem allt telur í afkomu bænda. Viðbrögð BÍ Mikil vinna hefur farið fram á vegum Bændasamtakanna í verkefnum sem ætlað er að efla hringrásarhagkerfið á Íslandi atvinnugreininni til framdráttar. Eitt af þeim verkefnum er samstarf landeldisstöðva og bænda um nýtingu úrgangs frá laxeldi annars vegar og húsdýraáburði hins vegar. Þetta verkefni er í þróun og sótt hefur verið um styrk bæði í Live hringrásarsjóð Evrópusambandsins og einnig í tækniþróunarsjóð Rannís um stuðning til að láta þetta verkefni raungerast. Það eru margir sem koma að þessu verkefni með Bændasamtökunum og landeldisbændum, þar má nefna Orkideu sem er samstarfsverkefni á Suðurlandi um orkunýtingu. Það er von okkar að með þessu verkefni horfum við fram á nýtingu afurða til áburðaframleiðslu sem vonandi dregur úr þeim mikla kostnaði sem áburðarkaup eru í starfsemi bænda. Afar mikilvægt er að standa vörð gegn þessum miklu hækkunum í aðfangaverði til bænda. Mikilvægt er að kanna alla fleti á þessu verkefni sérstaklega í lagalegu tilliti og reglugerðaverki sem undir þessa starfsemi falla. Bændasamtökin fordæma vanrækslu og illa meðferð dýra Undanfarnar vikur hefur dýravelferð og eftirlit með dýrahaldi verið talsvert í umræðunni. Bændasamtök Íslands fordæma vanrækslu og illa meðferð á dýrum í hvaða birtingarmynd sem er, og hafa samtökin átt fund, bæði með MAST og Ríkisendurskoðun um fyrirkomulag eftirlitsins en nauðsynlegt er að samræma lagatextann sem lýtur m.a. að sveitarstjórnarstiginu um hvað heyrir til hvers friðar í þessum málum. Tryggja þarf skýrar boðleiðir innan eftirlitskerfisins og að þær virki, en einnig þarf að tryggja forgangsröðun fjármagns og eðlilegar valdheimildir svo hægt sé að stíga inn í aðstæður fyrr en ella. Allt tal um að skilyrða eigi starfsemi í búfjárrækt með starfsleyfi er með öllu ótímabært enda þurfi fyrst og fremst að skoða hvar skórinn kreppir í þessum efnum sem áður. Þá er samtökunum talsvert umhugað um hvað gerist um áramót þegar hvorki verður heimilt að urða né senda til brennslu lífúrgang, auk þess sem starfsleyfin eru að breytast um áramót hjá urðunarstöðvum. Hvaða lausnir eru fyrir hendi innan viðkomandi sveitarfélaga til að sinna þessum skyldum sveitarfélaganna um móttöku á úrgangi hvaða nafni sem það nefnist? Af málefnum ráðherra Bændasamtökin í samstarfi við búgreinadeild sauðfjárbænda hafa óskað eftir því við matvælaráðherra að viðbótarsamningur verði gerður á þessu ári um að fresta niðurtröppun greiðslumarks, en samtökin telja að þær breytingar sem verða á tilfærslu milli liða í samningnum á næstu árum færi stuðning frá svæðum sem njóta svæðisbundins stuðnings og hafa minni tækifæri til annarrar tekjuöflunar. Þessi breyting vinnur því gegn þeim lið samningsins sem markvisst var ætlað að styðja við byggð á viðkvæmustu svæðum landsins. Ráðherra hefur aftur á móti upplýst um að ekki standi til að gera viðbótarsamning á þessu ári heldur verði horft til endurskoðunar á næsta ári. Þar höfum við reynt að koma til móts við vilja bænda en niðurstaða ráðherra er afgerandi í þessu máli. Á fundi með fjármálaráðherra í sumar var farið yfir ýmis mál er snýr að eftirliti með tollum og skráningu afurða sem fluttar eru inn til landsins og samræmingu tollskrár hér heima við þær útflutningstölur sem birtar eru á grundvelli útflutningsskýrslna frá ESB. Ráðherra setti saman starfshóp innan ráðuneytisins til að skoða hvað það væri sem gerði það að verkum að þessar tölur væru ekki í samræmi og lofaði að þessi niðurstaða yrði ljós í septembermánuði. Nú er aftur á móti kominn nóvember og engar fregnir hafa borist úr því ágæta ráðuneyti. Það eru óneitanlega okkur mikil vonbrigði þar sem tollvernd er hluti starfsumhverfis landbúnaðar á Íslandi eins og öllum ríkjum ESB. Bændablaðið kemur út 23 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (23. tölublöð) kostar þá kr. 12.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 8.000 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartúni 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − LEIÐARI Í ritinu Ræktum Ísland! sem grundvallar landbúnaðarstefnu Íslands, kemur fram að nýir straumar verði ráðandi kraftar í landbúnaði framtíðarinnar. Í þessum straumum falla landnýting, umhverfisvernd og tæknivæðing í einn farveg. Því fyrr sem íslenskur landbúnaður fellur að þessum straumum, þeim mun betur tekst að efla hann og styrkja. Þar segir einnig að árangursrík landbúnaðarstefna krefjist þess að tekið sé mið af þróun nýrrar tækni og áhrifum hennar á störf bænda. Virkja beri þá þekkingu sem þegar er fyrir hendi með notkun hátækni í ýmsum greinum landbúnaðar og leggja áherslu á að kynna bændum hvað hér sé í húfi. Við eigum öll að vita hvað er í húfi, hvort sem við erum bændur eða ekki. Miðað við spár um fjölgun mannkyns telur Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) að auka þurfi matvælaframleiðslu um 70% fram til ársins 2050. Um leið er því spáð að landbúnaðarland muni minnka og að takmarkaðar náttúruauðlindir verði fullnýttar. Við þessar aðstæður skiptir sköpum að afrakstur af landbúnaðarframleiðslu aukist án þess að gengið sé of nærri því sem nýta má. Því er það þjóðþrifamál að auka og bæta landbúnaðarframleiðslu hér á landi á grundvelli vísinda og tækniframfara. Í tölublaðinu er snert á tveimur dæmum beintengdum þessum áherslumálum landbúnaðarstefnunnar. Nýtt erfðamengisúrval sem nú hefur verið innleitt í kynbótastarf íslensku mjólkurkýrinnar markar þáttaskil í íslenskri nautgriparækt. Um er að ræða gjörbyltingu kynbótakerfisins sem mun stórauka og hraða erfðaframförum. Ávinningurinn er gríðarlegur og nemur tugum milljóna á ári, bætir okkar frábæra mjólkurkúakyn og minnkar framleiðslukostnað. Tryggir enn fæðuöryggi landsins. Annað skref í framförum nautgriparæktarinnar snýr að kyngreiningu sæðis. Sú tækni getur bætt enn frekar kynbótastarf búgreinarinnar, sér í lagi með tilkomu erfðamengisúrvalsins. Heyrst hefur að innan Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sé unnið að því að skoða þá framþróun sem hefur átt sér stað í þeirri tækni og verið sé að leggja mat á kostnað og ávinning þess að taka slíkt upp hér á landi. Yrði það til þess að bæta enn nákvæmni í kynbótastarfi og framlegð búgreinarinnar. Íslandi gefst kostur á að taka þátt í framsæknu sænsku plöntukynbótaverkefni sem snýr að því að kynbæta plöntur á háhraða svo þær verði aðlagaðar að einangruðum umhverfisaðstæðum. Í fréttaskýringu blaðsins kemur fram að Ísland er langt á eftir nágrannaþjóðunum í kornrækt, að því er virðist vegna andvaraleysis. Fyrir tilstilli framsækinna eldhuga gefst okkur nú kostur á að stíga inn í einhvers konar tímavél, tæknibyltingu, sem gæti orðið til þess að á innan við áratug yrðum við með í höndunum frambærileg kornyrki fyrir séríslenskar aðstæður. Þetta er ekki síður brýnt umhverfismál en grundvallar fæðuöryggismál að láta raunverulega verða að því að efla kornrækt. Hik er það sama og tap ef ekkert verður gert núna. Í fregnum af tækninýjungum, eins og háhraðahvelfingu fyrir plöntukynbætur og skilvindu sem kyngreinir sæði, kristallast fyrir okkur að landbúnaður sem framleiðslugrein byggir á beinhörðum vísindum, sem taka ber mark á. Mun minna rými er fyrir tilviljanir og rómantík í heiminum eins og hann er í dag. Fæðuöryggi okkar og komandi kynslóða er í húfi. Umhverfisaðstæður breytast, við því þarf að bregðast. Fólki fjölgar, allir þurfa að nærast. Við verðum að framleiða mat. Vísindasamfélagið og tækniframfarirnar eru lykilþættir í að láta hlutina ganga upp. /ghp Af viðbrögðum og málefnum Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is GAMLA MYNDIN Tækniframfarir Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Kílplógur Þorsteins á Ósi. Þorsteinn Stefánsson á Ósi í Skilmannahreppi smíðaði plóginn um miðjan sjötta áratug síðustu aldar. Plógurinn var kíll á sterku hnífsblaði sem tengt var á tannarboga beltavélar. Kíllinn mótaði lokræsið og auðvelt var að stýra vélinni við verkið. „Kílplógurinn hefur reynzt sterkur og er hentugur og afkastamikill við kílræslu“ var niðurstaða verkfæranefndar á Hvanneyri sem prófaði tækið. Mynd / Landbúnaðarsafn Íslands

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.