Bændablaðið - 03.11.2022, Side 13
13Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022
Framkvæmdanefnd búvöru-
samninga hefur samþykkt að
greiðslumark mjólkur á árinu
2023 verði 149 milljónir lítra.
Það nemur 1,7% aukningu frá
yfirstandandi ári, eða 2,5 milljónum
lítra. Þetta kemur fram í tilkynningu
frá matvælaráðuneytinu.
„Hækkun greiðslumarksins
er tilkomin vegna aukinnar sölu
mjólkurafurða. Bændum verður
heimilt að setja fyrrgreint magn á
innanlandsmarkað á næsta ári og fá
opinbert lágmarksverð fyrir sem nú
nemur tæpum 117 krónum á lítra.
Til að kúabændur hafi svigrúm
til að aðlagast, er ákvörðunin tekin
og tilkynnt fyrr á framleiðsluárinu
en alla jafna. Söluaukning
mjólkurafurða er meiri en síðustu
ár, t.a.m. var greiðslumarkið 144
milljónir lítra árið 2017, 145
milljónir árin 2018-2021 og er 146,5
milljónir lítra fyrir 2021,“ segir í
tilkynningunni.
Reglugerð vegna greiðslu-
marksins mun taka gildi 1. janúar
2023. /ghp
Tæp 2% aukning
greiðslumarks
Lyfja skellti í lás í útibúi sínu
í Laugarási í Bláskógabyggð
1. nóvember sl. Því er ekkert
starfandi apótek í Uppsveitum
Árnessýslu.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
er einnig með útibú í Laugarási og
hefur því ekki lengur apótek til að
vísa sínum skjólstæðingum á. Þá
er mikil óánægja hjá heimafólki í
Bláskógabyggð með lokunina.
„Þetta hefur vitanlega þau áhrif
að fólk getur ekki nýtt sömu ferð
til að leita læknisaðstoðar og fá
þau lyf sem læknir ávísar. Það eru
miklar vegalengdir sem um ræðir og
þetta kallar þá á aukaferð á Selfoss
eða annan stað þar sem apótek er
staðsett.
Íbúar eru mjög óhressir
með þessar breytingar og óttast
að með þessu grafi undan
heilbrigðisþjónustu í heimabyggð,“
segir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri.
Lyfja hafði verið starfandi í
Laugarási síðan árið 1997 en einn
starfsmaður vann í útibúinu.
„Ein af ástæðum lokunaronnar er
minnkun í veltu síðastliðin ár á sama
tíma sem rekstrarkostnaður hefur
verið að aukast. Lyfja býr þó vel að
því að geta áfram þjónustað íbúa
Bláskógabyggðar í Lyfju Selfossi
þar sem opnunartími er lengri og
viðskiptavinir hafa þar fullt aðgengi
að vöru- og þjónustuframboði,“
segir Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri
verslunarsviðs Lyfju. /mhh
Ásta Stefánsdóttir. Mynd / mhh
Ekkert apótek í Uppsveitum
Fimm opinber sérfræðistörf,
þar af eitt stjórnunarstarf,
á vegum Húsnæðis- og
mannvirkjastofnunar (HMS)
verða flutt til Akureyrar. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu
frá innviðaráðuneytinu.
Framvegis verða því 21
stöðugildi á starfsstöð HMS á
Akureyri en breytingarnar eru hluti
af endurskipulagningu eftir að
verkefni tengd fasteignaskrá voru
færð til HMS í fyrra.
Haft er eftir Sigurði Inga
Jóhannssyni innviðaráðherra að
hann hafi beitt sér fyrir því að
fólk eigi kost á að vinna fjölbreytt
opinber störf um allt land með
því að efla opinberar stofnanir á
landsbyggðinni, flytja sérhæfð störf
eða efla tækifæri til að vinna störf
án staðsetningar.
Hermann Jónasson, forstjóri
HMS, segir í tilkynningunni að
nýtt starfsteymi á Akuryeri muni
fara með ábyrgð og framkvæmd
skráningar fasteigna á öllu landinu,
sjá um brunabótamat og endurskoða
framkvæmd þess. „Samhliða ætlum
við að hefja átaksverkefni við
afmörkun eigna í landeignaskrá og
birta í stafrænni kortasjá HMS. Við
stefnum fljótlega að því að opna
vefsjá landeigna þar sem afmörkun
og þinglýst eignarhald lands
verður gert aðgengilegt öllum án
gjaldtöku,“ er haft eftir Hermanni.
HMS er með starfsstöðvar á
Akureyri, í Borgarnesi, á Sauðárkróki
og í Reykjavík en stofnunin er í nánu
samstarfi við sveitarfélög um allt
land. /ghp
Frá Akureyri. Mynd / ghp
Opinberum störfum á
landsbyggðinni fjölgar