Bændablaðið - 03.11.2022, Síða 18

Bændablaðið - 03.11.2022, Síða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022 HAGTÖLUR LANDBÚNAÐARINS 12 mánaða verðbreyting 9,4% Vísitala neysluverðs 9,6% Matur&drykkjarvörur 17,7% Kjöt 11,2% Fiskur 14,5% Egg 4,9% Grænmeti 4,2% Kartöflur 8,1% Brauð og kornvara 2,7% Ávextir 14,2% Mjólk Ef skoðuð er framleiðsluaukning sérhverrar grænmetistegundar þá sést að í raun hefur framleiðsla aukist á sumum þeirra umfram 25%. Sú aukning er aðallega á meðal minnstu tegundanna sem hafa takmörkuð áhrif á heildarframboð íslensks grænmetis til neytenda. T.d. var uppskera rauðkáls árið 2021 350% af því sem hún var á viðmiðunartímanum en þó var hún ekki nema rétt 172 tonn og hefur því lítil áhrif á heildarframboðið. Samdráttur var í uppskeru mest ræktaða grænmetisins á árunum 2020 og 2021 frá viðmiðunartímabilinu. Markaðshlutdeild innlendrar grænmetisframleiðslu af þeim afurðum sem framleiddar eru á Íslandi (íslensk framleiðsla og beinar samkeppnisvörur erlendis frá) var 65% árið 2021 og er það sú sama og meðaltal undanfarinna 20 ára. Markaðshlutdeildin hefur þó minnkað á þeim tíma en á fyrri hluta tímabilsins, 2002-2012, var meðal markaðshlutdeildin 68,4%. Ef litið er til heildarframboðs grænmetis og grænmetisafurða (kafli sjö í tollskránni) var innlend markaðshlutdeild rúm 43% og lækkar hún um 0,7% á ári að meðaltali. Í gildandi samningi um starfsskilyrði í garðyrkju frá 2019 eru tekin fram markmið um að á samningstímanum aukist framleiðsla grænmetis á Íslandi um 25% og mun það knýja aukna markaðshlutdeild grænmetis. Er sú aukning miðuð við meðalframleiðslu áranna 2017-2019. Ef rýnt er í tölurnar sést að markmið um framleiðsluaukningu náðust hvorki árið 2020 né 2021. Í grafinu sem sýnir breytingu í markaðshlutdeild frá meðaltali ´17-´19 sést hvaða grænmetistegundir hafa aukið við markaðshlutdeild sína frá viðmiðunartímabilinu. Þrátt fyrir minnkandi framleiðslu jók innlend framleiðsla markaðshlutdeild sína í flestum tegundum. Meðalaukning á markaðshlutdeild tegunda var 6,9% á árunum 2020 og 2021. Áhugavert er að sjá að beinar samkeppnisvörur við íslenska framleiðslu eru að minnka sem hlutfall af öllum innflutningi grænmetis. Með öðrum orðum, eftirspurn eftir vörum sem ekki fást hjá íslenskum bændum er að aukast. Ef vörur sem íslenskir garðyrjubændur eru ekki að rækta halda áfram að auka við sig markaðshlutdeild beinast sjónir að öðru markmiði í samningnum, um að treysta tekju og starfsgrundvöll framleiðenda garðyrkjuafurða. Ef íslenskir grænmetisfram- leiðendur framleiða aðrar vörur en spurn er eftir mun staða þeirra versna. Mögulegt væri að spyrna gegn þessari þróun með hliðrun í íslensku vöruframboði til að mæta breyttri eftirspurn eða öðrum markaðsaðgerðum til að ýta undir löngun Íslendinga í það sem íslenskir grænmetisframleiðendur bjóða upp á. Mikilvægt er að nánara samtal eigi sér stað um hver næstu skref eru í grænmetisframleiðslu á Íslandi. Framboð og eftirspurn á íslensku grænmeti

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.