Bændablaðið - 03.11.2022, Side 22

Bændablaðið - 03.11.2022, Side 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022 Mikið er talað um orkuskipti á Íslandi og gjarnan eru þá hafðar uppi hástemmdar yfirlýsingar um mikilvægi þess, en sjaldnast rætt hvað þarf til að láta það raungerast. Samkvæmt nýjustu útreikn­ ingum þarf í það minnsta að tvöfalda raforkuframleiðslu á Íslandi á næstu 18 árum. Gallinn er að þeir sem hæst hrópa um orkuskipti og það strax, berjast líka hart gegn frekri uppbyggingu orkuvera í landinu. Orðræðan einkennist því mjög af þversögnum og vanþekkingu. Samt er ljóst að Íslendingar eiga betri möguleika, m.a. til orkuskipta skipaflotans, en margar aðrar þjóðir í heiminum. Samkvæmt nýrri vefsíðu, orkuskipti.is, sem verkfræðistofan Efla stendur að ásamt Samtökum iðnaðarins, Landsvirkjun og Samorku, snýst áskorunin um að losa Íslendinga við innkaup á um milljón tonnum af jarðefnaeldsneyti. Flugið er stærsti notandinn með um 52% af notkuninni, þá koma skip með 26%, vinnuvélar og stærri tæki með 15% og bílar eru einungis með 7% af notkuninni. Orkuskipti í sjávarútvegi og flutningum á sjó er stórmál út af fyrir sig og víða er nú unnið að tæknilausnum til að gera slíkt að veruleika. Í öllum tilvikum, m.a. með notkun á rafeldsneyti, eru lausnirnar sem um er rætt enn sem komið er fjárhagslega mun óhagkvæmari en áframhaldandi notkun olíu. Bent hefur verið á að mikill árangur hafi þegar náðst á undanförnum árum með endurnýjun skipa og sparneytnari vélum. Munu stjórnmálamenn standa við stóru orðin? Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands segir m.a.: „Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti.“ Í þessu hlýtur að felast að ætlunin sé að auka hér raforkuframleiðslu af meiri krafti en nokkru sinni. Raforkuuppbyggingin á Íslandi hefur að mesti verið framkvæmd á síðustu 60 til 65 árum. Samkvæmt stjórnarsáttmála höfum við einungis 18 ár til að byggja upp jafn mikla framleiðslugetu og gert hefur verið á síðustu 65 árum með nærri 20 terawattstunda framleiðslugetu á ári. Kárahnjúkavirkjun getur framleitt um 4,8 terawattstundir árlega. Framleiðsluaukningin þarf í það minnsta að nema sem svarar fjórum Kárahnjúkavirkjunum. Þá hljóta menn að spyrja, hvernig ætla yfirlýsingaglaðir stjórnmálamenn að standa við slík áform „á 18 árum“, – eða eru þau bara bull út í loftið? Trygg yfirráð Íslendinga yfir orkuauðlindunum skiptir höfuðmáli Það mun skipta öllu máli fyrir þjóðina hvernig haldið verður á stjórn orkumála á Íslandi á komandi árum. Eftirspurn mun augljóslega stóraukast á grænni raforku á Íslandi, ekki síst vegna orkuskipta. Ef stjórnvöldum tekst ekki að stýra þessu með hag almennings að leiðarljósi gæti hæglega skapast skortstaða á markaðnum. Afleiðingarnar yrðu hrikalegar með margföldun orkuverðs eins og dæmin sanna nú í Evrópu. Innkoma óþarfa milliliða á íslenskan raforkumarkað, eins og með innleiðingu svonefndra „smartmæla“, mun líklega aðeins auka orkukostnað almennra neytenda. Þetta kerfi er mjög dýrt og umdeilt um allan heim. Skipaútgerðir neyðast til að fylgja straumnum Þar sem ríki heims hafa að stærstum hluta sammælst um stefnu um að draga stórlega úr, eða hætta notkun jarðefnaeldsneytis á næstu áratugum, þá verða skipaútgerðir að fylgja þeirri línu hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Skiptar skoðanir eru þó um leiðir. Fyrir utan að nota lífrænt gas, eða blandað lífeldsneyti, er helst rætt um að knýja skip framtíðarinnar með raforku, vetni, metanóli, etanóli eða ammoníaki. Allt eru þetta öflugir orkumiðlar, en misdýrir í framleiðslu og misjafnlega hættulegir í meðförum. Etanól (C2H5OH) eða öðru nafni a lkóhól , e r þægilegast og hættuminnst í meðhöndlun af öllum þessum efnasamböndum, fyrir utan hreint rafmagn, og vel þekkt neysluvara. Það er samsett úr samtals sex vetniseindum, tveim kolefniseindum og einni súrefniseind. Gallinn er að framleiðsla á því sem eldsneyti í stórum stíl hefur þann ókost að vera í mjög harðri samkeppni við matvælaframleiðslu. Hráefnið sem til þarf er oftast korn eða sykurreyr. Metanól (CH3OH -Methyl alkóhól) er annað alkó­ hólsamband sem er betur þekkt sem tréspíri og er eitrað og tærandi efni. Metanól er aðeins einfaldara alkóhól en etanól og er samsett af fjórum vetniseindum og einni kolefniseind og einni súrefniseind. Orkuþéttni metanóls er 20,1 MJ/kg (Megajúl á kíló). Báðir þessir alkóhóltengdu orkumiðlar hafa þó þann kost að vera í fljótandi formi við stofuhita. Ókostirnir eru þó þeir að bæði etanól og metanól innihalda kolefni sem losnar við bruna. Vetni (H) er einfaldasta og hreinasta afurðin sem hægt er að búa til með rafgreiningu á vatni. Við bruna verður einungis til hrein vatnsgufa. Það er eðlislega mjög létt og því þarf að þjappa því og kæla mjög mikið til að rúmtak þess verði ekki allt of mikið. Vetni er líka notað til að búa til rafeldsneyti. A m m o n í a k (NH3) er búið til úr þrem vetniseindum og einni nitur, eða köfnunarefnis­ eind. Orkuþéttni ammoníaks er 18,6 MJ/kg, eða aðeins minni en metanóls.Til samanburðar er liþíum jóna rafhlaða (lithium­ion) aðeins með raunorkuþéttni upp á nærri 0,5 MJ/kg og fræðilega mest 1,5 MJ/kg samkvæmt tölum frá Bandaríkjunum. Ekkert kolefni er í ammoníaki og losnar því ekkert CO2 við bruna þess. Þá er líka hægt að nota ammoníak sem eldsneyti í vetnis­efnarafala, en það er ekki eins rúmfrekt í flutningum og hreint vetni. Ammoníak sagt hagstæðast endur­ nýjanlegra orkugjafa fyrir skip Lífrænt kolefnishlutlaust metangas er samkvæmt útlistun Mærsk Mc­ Kinney Møller (MMM) Center for Zero Carbon Shipping, dýrast fyrrnefndra orkumiðla í framleiðslu. Þá kemur metanól sem framleitt er með endurnýjanlegri orku og síðan vetni, en ammoníak er ódýrast af þessum fjórum orkumiðlum í framleiðslu. Samkvæmt gögnum CSIRO (The Commonwealth Scientific and Industrial Research Organization í Ástralíu), er ammoníak hagstæðara í notkun sem eldsneyti en hreint vetni og einnig hagstæðara en metanól þar sem það veldur ekki kolefnislosun. Ammoníak er ekki jafn eldfimt og kolefnisrafeldsneyti, en það er samt eitrað efni og hættulegt í meðförum. Mikil reynsla er þó fyrir hendi við framleiðslu og meðhöndlun á ammoníaki sem kælimiðli í frystivélar og í áburðarframleiðslu. Áburðarframleiðandinn YARA segir að áratuga góð reynsla sé t.d. komin á meðhöndlun þeirra og flutninga á ammoníaki. Þar sem ammoníak er eitt af algengustu efnunum í efnaiðnaði, til dæmis við áburðarframleiðslu, eru innviðir þegar til staðar víða um heim til framleiðslu og geymslu ammoníaks. Heimsframleiðslan er um 185 milljónir tonna og að stærstum hluta flutt um heimshöfin með skipum. Íslenskt fyrirtæki, Green Fuel, undirbýr ammoníakframleiðslu fyrir íslenska skipaflotann Fyrirtækið Green Fuel, vinnur að undirbúningi á framleiðslu á ammoníaki hér á landi í áföngum. Telja forsvarsmenn þess að hægt sé að leysa orkuþörf alls íslenska skipflotans með slíku eldsneyti sem framleitt yrði hér á landi líklega að undanskildum minnstu bátunum. Breska félagið Atome á hlut í Green Fuel og mun verða bakhjarl íslenska fyrirtækisins. Kemur það inn í Green Fuel með fjármagn, reynslu og mikla þekkingu. Atome FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk.reinalds@gmail.com Leiðandi stórfyrirtæki í heiminum hanna nú vélar í skip sem brenna munu ammoníaki í stað olíu: Talið er að hægt verði að keyra nær öll skip á Íslandi með innlendu ammoníaki í náinni framtíð – Íslenskt fyrirtæki hefur þegar hafið undirbúningsvinnu að mögulegri framleiðslu á ammoníaki hér á landi Skipta þarf út minnst 200.000 tonnum af olíu Samkvæmt tölum Orkustofnunar notuðu íslensk fiskiskip 134.698 tonn af olíu á árinu 2020 og flutninga- og farþegaskip notuðu 7.834 tonn á innanlandsleiðum, en millilandaskip 24.275 tonn. Þarna er verið að tala um innanlandssölu á olíu. Samtals nam innanlandssalan á olíu til skipa 190.861 tonni á árinu 2020. Þá má líka nefna að millilandaskip og sum fiskiskip hafa einnig keypt olíu í erlendum höfnum. Heildarnotkunin getur því verið vel yfir 200.000 tonn af olíu. Ef framleiða á raforku sem færi á rafhlöður og nýttist beint í stað þessarar olíu þyrfti til þess minnst 860 þúsund megawattstundir (MWh). Þar sem útilokað er með núverandi tækni að nota rafhlöður eingöngu fyrir skipaflotann þyrfti væntanlega að notast við vetni, eða annað rafeldsneyti eins og ammoníak sem framleitt er með vetni. Til að framleiða ammoníak sem kæmi í stað þessara 200.000 tonna af olíu þarf væntanlega um 4 milljónir MWh af raforku, sem er jafnt og 4.000 GWh eða 4 TWh. Ef nota ætti repjuolíu í stað dísilolíunnar á skipin þyrfti að leggja um 60 þúsund hektara undir slíka ræktun samkvæmt rannsóknum Samgöngustofu. Heila Kárahnjúkavirkjun þarf til að leysa málið Samkvæmt útlistun verkfræði- stofunnar Eflu inniheldur eitt tonn af olíu um 11,6 megawattstundir (MWh) af orku. Þegar olían er sett í brunavél um borð í skipi, skila um 3,5 MWh af orkunni sér til skrúfunnar til að knýja skipið áfram. Að mati Eflu þarf um 20,4 MWh af raforku til að framleiða nægt metanól sem skilar jafn mikilli orku til að snúa skipsskrúfu og felst í einu tonni af olíu. Það þyrfti því 3.893.564 megawattstundir af raforku til að framleiða orku sem dygði í stað olíunnar sem seld var á skipaflotann 2020. Það samsvarar um 3.894 gígawattstundum GWh, eða tæpum 4 terawattstundum (TWh). Það þyrfti því sem svarar nærri heilli 690 MW Kárahnjúkavirkjun til að framleiða slíka orku, en vinnslugeta hennar er um 4,8 TWh. Álíka orku þyrfti til að framleiða ammoníak í stað olíunnar. Ammoníakverksmiðja YARA í Noregi. Mynd / C&EN Ammoníak er sagt hagstæðara í notkun sem eldsneyti á skip en hreint vetni og einnig hagstæðara en metanól þar sem það veldur ekki kolefnislosun.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.