Bændablaðið - 03.11.2022, Side 26

Bændablaðið - 03.11.2022, Side 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022 LÍF&STARF Það vekur jafnan athygli þegar fréttist af nýjum garðyrkju- bændum, ekki síst ef þeir stunda lífræna ræktun. Í Syðra-Holti í Svarfaðardal hafa þau Eiríkur Gunnarsson, Inger Steinsson, Vífill Eiríksson og Alejandra Soto Hernández komið sér fyrir með útiræktun á margvíslegu grænmeti og ætla sér ekki eingöngu að stunda þar garðyrkju heldur stefna þau einnig á lífræna sauðamjólkurframleiðslu á næstu árum. „Við tókum við jörðinni hér fyrir tveimur árum síðan og erum hægt og rólega að fikra okkur áfram með þessa útiræktun, en ætlum okkur svo meira í nánustu framtíð – við köllum þann búskap mjólkurfé og sauðaostaframleiðslu,“ segir Eiríkur um forsögu þeirra í Syðra- Holti, en þau eru á seinna árinu í aðlögunarferlinu að lífrænni vottun. Nýting lífrænna áburðarefna Um miðjan september úthlutaði matvælaráðuneytið þróunarfé búvörusamninga fyrir þetta ár. Á meðal þeirra sem fengu styrk úr garðyrkjuhlutanum voru einmitt bændurnir í Syðra-Holti, fyrir verkefnið Nýting lífrænna áburðarefna úr nærsamfélaginu í lífræna garðyrkju. „Við erum búin að finna allt það efni sem við viljum nota, eins og hrossatað úr nágrenninu og fiskúrgang frá fiskvinnslu á Dalvík,“ segir Eiríkur. Hugmyndin er því sú að gera tilraunir við að moltugera þetta hráefni sem ekki hefur áður verið nýtt til verðmætasköpunar. Forsendan að eiga mikið til af moltu „Ég kláraði nám mitt í búfræði á Hvanneyri 1986, síðan fór ég þremur árum síðar til Svíþjóðar og lauk námi í lífrænni ræktun. Síðan hef ég bara verið að fást við aðra hluti og það er ekki fyrr en núna, og ég orðinn sextugur, sem draumurinn um eigin lífrænan búskap verður að veruleika,“ segir Eiríkur, spurður um reynslu hans úr landbúnaði. Undanfarin tvö sumur hafa nýbúarnir í Syðra-Holti verið að prófa sig áfram með ræktun á ýmiss konar grænmeti en sem stendur rækta þau kál, fennel, kartöflur og gulrætur, auk þess að framleiða meðal annars sýrt grænmeti. Þau halda einnig námskeið í slíkri úrvinnslu. „Við erum líka að vinna að sérstakri ræktunaraðferð, sem við fengum styrk úr Matvælasjóði til þess að þróa. Hún kallast „no dig“ – og felst í því í grundvallaratriðum að það er ræktað í beðum án þess að bylta jarðveginum – og forsendan fyrir þessari ræktunaraðferð er einmitt að eiga mikið til af moltu,“ segir Eiríkur. Áttatíu mjólkandi ær Eiríkur segir að verið sé að standsetja fjárhúsin til að geta tekið á móti gripum. „Við ætluðum að reyna að taka inn gripi núna í haust, en við urðum að fresta því um eitt ár. Við sjáum fyrir okkur að vera með allt að 80 mjólkandi ær. Við höfum heimsótt nokkra bæi í Svíþjóð og Noregi sem eru með mjólkurfé og sauðaostaframleiðslu. Þar er gjarnan austur-frísískt fé, sem gefur þó nokkuð meira af sér en það íslenska. En miðað við þær tilraunir sem hafa verið gerðar með sauðaostaframleiðslu hér á Íslandi þá ætti þetta að geta orðið eining sem getur rekið sig. Þá erum við að tala um að sauðfjárbúskapurinn sé á forsendum mjólkurframleiðslunnar. Auðvitað verða kjöt og ull meðafurðir sem maður nýtir.“ Syðra-Holt gæti orðið fyrsti bærinn á Íslandi þar sem sauðfjárbúskapur verður stundaður á forsendum mjólkurframleiðslunnar. „Mér vitanlega eru einungis tveir bæir með sauðamjólkurvinnslu á Íslandi, en þá sem hliðarbúgrein.“ Unga parið Alejandra Soto Hernández og Vífill Eiríksson og á milli þeirra hjónin Eiríkur Gunnarsson og Inger Steinsson. Myndir / Syðra-Holt Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is Syðra-Holt í Svarfaðardal: Útirækta lífrænt grænmeti og undirbúa sauðamjólkurframleiðslu Frá námskeiði á Syðra-Holti í sýringu grænmetis. Kemur næst út 17. nóvember

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.