Bændablaðið - 03.11.2022, Qupperneq 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022
Á Álandseyjum er undirbúningur
að tilraunarverkefni með
beitarstýringu á nautgripum og
sauðfé með nýjum aðferðum.
Í stað þess að halda aftur af
húsdýrum með girðingum koma
þar til gerð hálsbönd til sögu sem
greina staðsetningu gripanna með
GPS mælingum og gefa straum
þegar farið er yfir „sýndargirðingar“.
Vinna er hafin við að fá undanþágu
frá núverandi reglugerðum sem
koma í veg fyrir notkun þessara
hálsbanda. Virkni þeirra er þannig
að bóndinn skilgreinir landamerki
beitasvæðisins í forriti sem tengist
við hálsböndin. Gripirnir með
búnaðinn fá fyrst hljóðmerki þegar
þeir nálgast landamæri sem þeir
mega ekki fara yfir. Ef þeir snúa
ekki við er þeim gefinn straumur
sem er daufari en sá sem kemur úr
rafmögnuðum smalaprikum. Frá
þessu er greint í Landsbygdens Folk.
Þessi aðferð til beitarstýringar
er þegar heimil í Ástralíu, Stóra-
Bretlandi og Noregi. Þar hefur sýnt
sig að með þessu er mun auðveldara
að nýta landsvæði til beitar án þess
að þurfa að reisa girðingar. Þar með
minnkar rask og vandalítið er að
friða og opna beitarhólf eftir þörfum.
Tilraun til beitarstýringar af þessu
tagi var framkvæmd í Gautlandi í
sumar. Þar sýndi sig að skepnurnar
lærðu að virða hljóðmerki
hálsbandanna á fyrsta degi. /ÁL
Íslensk framleiðsla
á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum
564-0013 | 865-1237
– VERKIN TALA
Gylfaf löt 32 ● 112 Reykjavík ● Sími 580 8200 ● www.velfang. is ● Óseyri 8 ● 603 Akureyri
Vélfang ehf. selur og þjónustar jafnt nýjar sem notaðar vélar og tæki fyrir landbúnað,
verktaka, golfvelli og sveitarfélög ásamt varahluta- og viðgerðarþjónustu.
Framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini
Fer fremstur
Leiðandi afl í 190 ár
Styrkur - afköst- skilvirkni Nýsköpun - metnaður - framsækni
Fjölskyldufyrirtæki í fararbroddi
Framtíðarsýn í landbúnaði
á bbl.is og líka á Facebook
Luiz Inacio Lula da Silva, fyrr-
verandi forseti Brasilíu, sigraði
Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í
kosningum þarlendis um síðustu
helgi.
Úrslit kosninganna voru tvísýn
allt fram á síðustu stundu og da Silva
sigraði með tæplega 1% meirihluta.
Lula da Silva, sem er 77 ára, tekur
við embættinu um næstu áramót.
Bolsonaro, fráfarandi forseti,
hefur allt frá því hann va rkosinn í
embætti verið harðlega gangrýndur
fyrir afstöðu sína í umhverfismálum.
Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í
Brasilíu í valdatíð Bolsonaro um
verndun skóga sýna loftmyndir að
skógareyðing er enn að aukast og
að eyðing þeirra er helsta uppspretta
losunar gróðurhúsalofttegunda þar
í landi. Skógareyðing í Amason
jókst um 72% á meðan hann sat í
embætti forseta.
Bolsonaro hefur blásið á alla
gagnrýni um skógareyðingu í Brasilíu
og segir að um eðlilegar skógarnytjar
sé að ræða. „Annaðhvort kalla
menn mig Kaptein keðjusög eða
líkja mér við Neró keisara og segja
mig bera ábyrgð á skógareldunum.“
Haft hefur verið eftir forsetanum,
sem oft hefur tekið Trump, fyrrum
Bandaríkjaforseta, sér til fyrirmyndar,
að umhverfisverndarsinnar beri
ábyrgð á eldunum og að þeir hafi
kveikt þá til að hefna sín á sér
og stjórninni fyrir að draga úr
framlögum til umhverfismála.
Í kosningabaráttu sinni lofaði
Luiz Inacio Lula da Silva að
umhverfismál í Brasilíu yrðu tekin til
alvarlegrar endurskoðunar. Á fyrsta
kjörtímabili da Silva, 2003 til 2006,
dróst skógareyðing í Amason saman
um 43,7%. Vonandi mun hann standa
við orð sín. /VH
Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu.
Brasilía:
Bolsonaro umhverfissóði tapaði
Álandseyjar:
Hálsbönd með GPS-stýringu
halda aftur af beitardýrum
Á Álandseyjum er áformað að fram-
kvæma tilraun með beitastýringu.
Mynd / Karl Hörnfeldt
Mjólkurbú í Iowa í Bandaríkjum
Norður-Ameríku var nýverið
sektað vegna mykjuleka.
Rann mykjan út í nálægan læk
með þeim afleiðingum að fjöldi
fiska drapst. Sektin nemur 10
þúsund bandaríkjadölum, eða tæpri
1,5 milljón króna.
Á býlinu sem um getur eru um
3.300 nautgripir og því talsvert
af mykju sem þar verður til.
Gripirnir eru í þremur fjósum og er
hreinsibúnaður gólfsins þannig að
það er skolað með vatni. Afrennslið
með mykjunni á eða átti að renna í
stóra þró við fjósið.
Svo virðist sem niðurfallsrör
undir grindunum í fjósinu hafi
stíflast með þeim afleiðingum að
útþynnt mykjan flæddi um stóran
hluta gripahússins og þaðan nokkra
kílómetra niður eftir nærliggjandi
læk með þeim afleiðingum að fjöldi
fiska drapst. /VH
Á býlinu eru um 3.300 nautgripir og
því talsvert af mykju sem þar verður
til. Mynd / peta.org
Umhverfismál:
Sekt vegna mykjuleka