Bændablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022 Brandí og aðrir eimaðir ávaxtadrykkir eru sterk vín sem gert er úr vínþrúgum eða ávöxtum eftir að það hefur verið eimað. Mest af brandí er þroskað á eikartunnum áður en því er tappað á flöskur. Brandí er að jafnaði 35 til 60% alkóhól. Það er yfirleitt raflitt eða brúnt. Kalvados er aðallega búið til úr eplum en einnig öðrum ávöxtum eins og til dæmis perum, kirsuberjum eða plómum. Brandí sem kallast eau-de vie er nánast tært ávaxtabrandí sem hefur verið gerjað og tvíeimað. Heitið eau-de-vie er, eins og heitið ákavíti, komið út latínu, Aqua Vitae, og þýðir vatn lífsins. Hörðustu aðdáendur ávaxtabrandís vilja kallaða það eau-de-vie de fruit til aðgreiningar frá annars konar brandíi. Ólíkar gerðir af kalvados Uppruni kalvados er í Normandí- hreppi í Frakklandi og er það aðallega unnið úr eplasíder en einnig perusíder eða perrý. Líkt og með koníak og kampavín er heitið kalvados bundið við ákveðin epla- og peruyrki, héruð og sérstaka vinnsluaðferð sem var ákveðin árið 1942. Svæðið þar sem ræktuð eru epli til kalvadosframleiðslu er um 7.500 hektarar. Drykkurinn er flokkaður í fjórar megingerðir og meðal annars eftir jarðvegsgerð ræktunarinnar, AOC Calvados, Pays d’Auge, Domfrontais og Fermier Calvados. Tvær fyrri gerðirnar og Fermier Calvados eiga að gerjast í eikartunnum í tvö ár en Domfrontais í að minnsta kosti þrjú. Ríflega 70% af allri kalvados- framleiðslu flokkast sem AOC Calvados og er henni dreift víða um eplaræktunarsvæðið. Pays d’Auge er kalvados sem er kennt við svæðið í kringum þorp í norðurhluta Normandí sem kallast Lisieux. Framleiðsla þess er háð sömu lögmálum og AOC Calvados auk nokkurra sérreglna. Við framleiðslu á Domfrontais eru aðallega notaðar bragðmiklar perur sem ræktaðar eru í jarðvegi sem er ríkur af graníti. Eplainnhald Domfrontais kalvados má ekki fara yfir 30%. Fermier Calvados er samheiti yfir „heimaeimað“ kalvados og kennt við þau býli sem það kemur frá. Framleiðendum kalvados er í sjálfsvald sett hvort þeir blanda saman lögunum úr ólíkum eplayrkjum og af mismunandi árgöngum en einnig er hægt að fá það sem kallast millésime sem er einyrkis kalvados. Saga kalvados Heimildir eru um eplalundi í Normandí sem nýttir voru til framleiðslu á síder allt frá tíma Karlamagnúsar Frakkakonungs á áttund öld, en fyrstu heimildir um að síder hafi verið eimaður þar í landi eru frá Normandí árið 1533. Þessi fyrsta sídereiming er kennd við Gilles Picot, lávarð af Gouberville, sem skráði lýsingu á aðferðinni eftir að hann fékk sendingu af nýju eplayrki frá Baskabyggðum í Suður- Frakklandi. Orðsifjar heitisins kalvados eru ekki á hreinu og ekki allir sammála um uppruna þess. Í Normandí er sagt að heitið sé afbökun á San Salvador sem var heiti á spænsku skipi sem strandaði þar árið 1588. Aðrir segja það dregið að latínuorðunum calva, sköllóttur, og dossum sem þýðir til baka án þess að það sé nánar skýrt. Þrátt fyrir að síder frá Normandí hafi verið hátt skrifað var litið á kalvados sem drykk fátækra og leiguliða af bændastétt og það var ekki fyrr en á seinni hluta nítjándu aldar að farið var líta á það sem sérstaka útgáfu af brandí. Frönsku ní t jándualdar rithöfundarnir Gustave Flaubert, Emile Zola og Guy de Maupasant skrifuðu allir um kalvados í skáldsögum sínum. Ernest Hemingway jók mjög við vinsældir kokteilsins Jack Rose eftir að hann lét sögumanninn Jake Barnes panta sér slíka á hóteli í París í bókinni The Sun Also Rises. Kalvados var mikill uppáhaldsdrykkur rithöfundarins Johns Steinbeck. Seint á 19. öld barst til Evrópu frá Norður-Ameríku smáfluga sem kallast Phylloxera og lifir á rótum vínviðar. Talið er að flugan hafi borist til Evrópu með norður- amerískum vínviði, V. labrusca, þegar gerðar voru tilraunir með að rækta hann í Frakklandi. Plöntur í Norður-Ameríku voru aðlagaðar flugunni en plöntur í Evrópu ekki. Skaðinn sem flugan olli í Evrópu var slíkur að vínviðarrækt lagðist nánast af um tíma. Á elleftu stundu tókst að bjarga ræktuninni með því að græða evrópskar vínviðarplöntur á rætur vínviðar frá Norður-Ameríku en það tók mörg ár að koma ræktuninni til fyrra horfs. Ágræðsla af þessu tagi er viðhöfð enn í dag. Ræktun ávaxtatrjáa, framleiðsla ávaxtavína og vinsældir kalvados jukust umtalsvert í kjölvar Phylloxera óværunnar og í dag þykir gott kalvados á pari við koníak. Eftirspurn eftir kalvados var mikil í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni vegna nálægðar eplaræktarinnar og framleiðslunnar við vígstöðvarnar. Áætlaður dagskammtur franskra hermanna af kalvados var 6,25 sentílítrar og sagt að drykkurinn veitti þeim yl í kroppinn. Í heimsstyrjöldinni seinni viðurkenndu bandamenn sérstaka vernd fyrir heitið kalvados meðan á hernámi nasista stóð í Normandí. Breskir og amerískir hermenn komust upp á bragðið með að drekka Epla- og perubrandí Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA Eplauppskera í Normandí snemma á síðustu öld. Mynd / Société historique de Lisieux. Normandí asni. Mynd / bespokeunit.com Epli hægpressuð til sídergerðar. Mynd / stonecirclecider.com/ Eplin eru tínd frá því í september og fram í nóvember. Mynd / ca.france.fr/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.