Bændablaðið - 03.11.2022, Page 45

Bændablaðið - 03.11.2022, Page 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022 MARKAÐSSJÓÐUR SAUÐFJÁRAFURÐA Íslenskt lambakjöt auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn. Styrkhæf eru verkefni sem talin eru styrkja verðmætasköpun í matvöruhluta íslenskra sauðfjárafurða. Falli undir að teljast nýsköpun, vöruþróun, kynningar- eða markaðsstarf. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2022. Umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins fást hjá framkvæmdastjóra í netfanginu haflidi@icelandiclamb.is Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Opnað fyrir skil á haustskýrslum Stjórnarráð Íslands Matvælaráðuneytið Í samræmi við 10. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013, er öllum umráðamönnum búfjár skylt að skila árlega rafrænni haustskýrslu í Bústofn, eigi síðar en 20. nóvember. Í haustskýrslunni skal koma fram fjöldi ásetts búfjár af hverri tegund, allt búfé í hagagöngu og á hvaða jörð eða landspildu. Einnig skal koma fram gróf- fóðuruppskera af hefðbundnum nytjatúnum og leigutúnum ásamt fyrningum og upplýsingum um aðra fóðuröflun og landstærðir. Skila þarf haustskýrslu í Bústofn eigi síðar en 20. nóvember 2022. Skráning í Bústofn er með rafrænum skilríkjum eða Íslykli Matvælaráðuneytið hefur opnað fyrir skráningar á haustskýrslum fyrir árið 2022 í Bústofni. Varahlu�r í Bobcat Á liðnum misserum og árum hefur orðið æ ljósara hversu mikilvægt það er landbúnaðinum að safnað sé sem mestum og nákvæmustum upplýsingum um rekstur í landbúnaði. Það ætti að vera sjálfsagður hluti af starfsemi allra búa í landinu að leggja sitt af mörkum við að skapa sem skýrasta mynd af afkomu bænda með því að taka þátt í þeirri gagnasöfnun sem unnin er á þessu sviði hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, RML. Þessi gagnasöfnun hefur mjög margþætt hlutverk. Einstakir bændur fá gleggri mynd af eigin rekstri og geta borið saman sinn rekstrarárangur milli ára. Jafnframt getur hver og einn skoðað sinn rekstur í samanburði við meðaltöl greinarinnar. Nú þegar er nokkur hluti kúa- og sauðfjárbænda með í þessu verkefni hjá RML. Sú mynd sem þar kemur fram nýtist öllum bændum viðkomandi greina. EN leiða má líkum að því að áreiðanleiki gagnanna væri mun meiri ef þátttaka bænda væri almenn. Fyrirhugað er að hefja markvissa söfnun gagna frá garðyrkjunni með sambærilegum hætti. Þau gögn sem þar safnast munu styrkja stöðu garðyrkjunnar í samningum við ríkið um starfsaðstöðu greinarinnar og afkomustuðning. Gögnin má nota til að sjá afkomu einstakra búgreina og hvernig þróunin er á hverjum tíma. Slíkar upplýsingar eru algerlega nauðsynlegar í allri hagsmunagæslu, og ekki þá síst í viðræðum við stjórnvöld við endurskoðanir á búvörusamningum og gerð nýrra samninga. Það er ekki trúverðugt ef við nestum samningamenn okkar með upplýsingum eins og; „við þurfum mjög mikla hækkun“ eða „það er allt að fara til helvítis“, svo dæmi séu tekin. Okkar fulltrúar verða að hafa undir höndum gögn sem hafa eins mikinn trúverðugleika og mögulegt er. Trúverðugleikinn verður því meiri sem fleiri bændur skila sínum upplýsingum í heildaruppgjörið. Auk þeirrar gagnsemi sem hér hefur verið rakin eru góðar og vandaðar upplýsingar úr rekstri einstakra búa nauðsynlegar við mat á kolefnislosun/bindingu. Gildir það bæði fyrir einstök bú sem og heilu búgreinarnar og landbúnaðinn í heild. Þessar upplýsingar eru nauðsyn til að meta þörf á aðgerðum og – ekki síður til að meta árangur af aðgerðum þegar fram í sækir. Því miður erum við varla komin af stað á þessu sviði en það er öllum ljóst sem á annað borð hafa augu og eyru opin að á þessu sviði er mikið verk að vinna á komandi árum og áratugum. Að sjálfsögðu er líklegt að það opnist miklir möguleikar í markaðssetningu hjá þeim sem taka loftslagsmálin föstum tökum og því er talsverð „vinningsvon“ fólgin í því að byrja strax að huga að þessum málum. Til viðbótar því sem hér að framan hefur verið rakið um mikilvægi gagnasöfnunar í landbúnaði er ástæða að nefna að staða matvælaframleiðslu í landbúnaði hefur fengið annan sess eftir að fæðuöryggi var tekið inn í þjóðaröryggisstefnu fyrir landið. Við þessa aðgerð hlýtur að koma aukin krafa um að þekkja á hverjum tíma stöðuna í greininni og hvaða þarfir eru t.d. til bæði skamms og langs tíma fyrir hin ýmsu aðföng. Jafnframt liggja þá fyrir upplýsingar sem nota má til að gera trúverðugar spár um framleiðslu í nánustu framtíð. Ég vil því hvetja alla bændur til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Björn Halldórsson, stjórnarformaður RML. Mikilvægi gagnaöflunar Björn Halldórsson. AF VETTVANGI STJÓRNARRÁÐSINS Trúin á árangur Það er engum blöðum um það að fletta að umræða um landbúnað og fæðuöryggi hefur tekið grundvallarbreytingum síðasta árið. Innrás Rússa í Úkraínu hefur mikil áhrif á gangverk mat- vælaframleiðslu á heimsvísu. Ísland hefur ekki farið varhluta af þeim áhrifum, til að mynda með hækkunum á aðföngum. En þessar áskoranir til skemmri tíma, sem snúast um að framleiða nægjanlegt magn, koma til viðbótar við langtímaverkefni um aðlögun að loftslagsbreytingum. Í næstu viku mun ég sitja fund landbúnaðarráðherra OECD, þar sem saman koma landbúnaðarráðherrar 50 ríkja. Umræðan á þeim fundi mun hverfast um þessar áskoranir. Enda glíma bændur og stjórnvöld alls staðar við sama, að tryggja fæðuöryggi og á sama tíma draga verulega úr losun gróðurhúsa- lofttegunda. Stjórnvöld hafa komið til móts við landbúnaðinn á þessu ári með verulega auknum fram- lögum. Fyrst með 700 milljónum króna í vor vegna hækkana á áburðarverði síðastliðinn vetur og svo í kjölfar þeirra flekahreyfinga sem urðu á matvælamörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Til að mæta þeim hækkunum skipaði ég spretthóp sem skilaði mér útfærðum tillögum um stuðning upp á 2,5 milljarða króna. Þessar tillögur gerði ég að mínum og fengu þær víðtækan pólitískan stuðning. Bróðurpartur af þeim stuðningi hefur nú verið greiddur út og afgangurinn verður greiddur út á næstu mánuðum. Bændur hafa nú þegar sýnt að dæmið gangi upp Að draga úr losun í landbúnaði er verkefni sem engir aðrir en bændur geta leyst. Vísindi og þekking geta vísað veginn en það er enginn annar en bændur sem koma hlutunum í verk. Ég hef fulla trú á ísl- enskum bændum í þessu verk- efni. Í gegnum verkefnið „lofts- lagsvænni landbúnaður“ hefur komið í ljós að það er mikill breytileiki í losun búa og til eru bú sem eru ekki bara loftslagshlutlaus, heldur binda mun meira kolefni heldur en þau losa. Íslenskir bændur hafa nú þegar sýnt að verkefnið er yfirstíganlegt. Aukin framleiðni búfjár og ræktarlands, aukin nákvæmnisbúskapur og þekking við nýtingu áburðar varða leiðina. Bændur hafa nú þegar sett sér metnaðarfull stefnumið í umhverfismálum sem eru í takti við áherslur stjórnvalda í loftslagsmálum. Bændur og fyrirtæki þeirra hafa mikinn slagkraft þegar stefna er tekin á framfarir. Þetta sýna nýleg dæmi úr nautgriparækt þar sem byltingarkennd tækni við ræktun mjólkurkúa hefur verið tekin upp hérlendis, fáeinum árum eftir að það var talið fræðilega ómögulegt við íslenskar aðstæður. Sami kraftur, byggður á þekkingu, nýsköpun og trúin á árangur verður lykillinn að því að landbúnaðurinn nái markmiðum í loftslagsmálum. Ég hef þessa trú á íslenskum landbúnaði. Tíminn er á þrotum Það er stundum sagt að eina auðlindin sem er ekki endurnýjanleg sé tíminn. Tíminn er á þrotum í loftslagsmálum. Ef ekki tekst að ná mun meiri árangri á næstu árum mun lausnunum fækka. Við verðum einfaldlega uppiskroppa með tíma. Við sjáum umræðu um íþyngjandi og umdeildar aðgerðir vera teknar til umræðu í nágrannalöndum okkar af fyllstu alvöru, hvað varðar metanlosun búfjár og áburðarnotkun. Mín sýn í þessum málum er skýr, ég trúi á hugvit íslenskra bænda til að ná árangri og til að gefa hugvitinu farveg þarf stjórnkerfið að launa árangur. Við þurfum framleiðnihvata í stað framleiðsluhvata. Ég er sannfærð um að lausnir sem miða að þátttöku bænda, í þessu stærsta verkefni okkar tíma, munu skila okkur þeim víðtæka árangri sem við þurfum á að halda. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Svandís Svavarsdóttir.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.