Bændablaðið - 20.10.2022, Side 6

Bændablaðið - 20.10.2022, Side 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 Í upphafi vil ég nota tækifærið og þakka þeim sem sóttu Landbúnaðarsýninguna í Laugardalshöllinni um helgina og litu við á bás Bændasamtaka Íslands á sýningunni. Það var okkur mikil ánægja að geta tekið samtalið um landbúnað í hinni víðustu mynd, bæði við bændur, frumframleiðendur og neytendur. Fjölmargir sýndu þessari frábæru sýningu áhuga og miðað við mannfjöldann um helgina má ætla að sýningin hafi slegið fyrri aðsóknarmet. Ég vil því nota tækifærið og koma á framfæri þökkum til starfsfólks Bændasamtakanna fyrir frábæran undirbúning og vinnu við sýninguna og einnig fyrir skipulag og utanumhald á fyrsta degi landbúnaðarins sem haldinn var á föstudagsmorgun fyrir opnun sýningarinnar. Einnig vil ég koma á framfæri þökkum til þeirra fyrirtækja sem styrktu okkur með afurðum og veitingum sem voru hluti af kynningarbás okkar á sýningunni og áttu þátt í að skapa rækilega stemningu í kringum afurðir bænda. Það er ljóst að það er mikill meðbyr með íslenskum landbúnaði sem er okkur bændum hvatning til áframhaldandi góðra verka. Af seyru og skítalykt Dagur landbúnaðarins, málþing Bændasamtakanna, undir yfirskriftinni Græn framtíð, fór fram fyrir fullu húsi á Hótel Nordica sl. föstudag í aðdraganda Landbúnaðarsýningar. Á málþinginu var fjallað um áskoranir og framtíðarverkefni í landbúnaði á Íslandi og óhætt að segja að mikill áhugi hafi verið fyrir viðburðinum. Erindin á málþinginu voru afar áhugaverð þar sem Ingólfur Friðriksson, staðgengill skrifstofustjóra hjá utanríkisráðuneytinu fjallaði um Ytri vídd fæðuöryggis, Rúnar Þór Þórarinsson hjá Landeldi kynnti Visthæfingu landeldis, úr fiskeldisúrgangi í öflugan áburð, Eygló Björk Ólafsdóttir fræddi gesti um starfsemina í Vallanesi og möguleika á matvælaframleiðslu í skjóli skóga, Karvel L. Karvelsson hjá RML, sýndi fram á nauðsyn gagnasöfnunar og upplýsinga í landbúnaði og hvernig þær geta komið að notum í baráttunni við loftslagsmál og Sigurður Ingi Friðleifsson hjá Orkustofnun hélt erindi um Fæðuöryggi og orkuöryggi, sem nauðsynlegt er að tala um samhliða og í sömu andrá, því það sé til lítils að ræða fæðuöryggið ef ekki væri fyrir orkuöryggið. Einnig þarf að horfa til þess hvernig landbúnaður getur þróast til framtíðar í skipulagslegu tilliti þar sem ýmis atriði í núverandi löggjöf stangast á við þá þróun. Hvernig eiga framleiðendur landbúnaðarvara að auka framleiðslu sína ef skilgreining á skipulagi er þannig að ef um ræktun kjúklinga eða svína er að ræða þurfi að tryggja allt að 600 metra fjarlægð að næstu íbúðabyggð? Eru ef til vill aðrar lausnir líkt og úti í hinum stóra heimi? Ég fæ ekki séð að 600 metrar í Danmörku eða Hollandi geti gengið þar sem land er af skornum skammti. Við verðum að skilgreina þessa starfsemi með öðrum hætti en gert er í dag ef við ætlum að ná því göfuga markmiði að vera sjálfbær með stóran hluta matvæla til að geta staðið undir fæðusjálfstæði þjóðarinnar. Má ekki vera keimur af landbúnaði í andrúmsloftinu í okkar nánasta umhverfi? Fyrirheitin Þá er umtalsvert rætt um þörfina á því að efla og auka kornrækt hér á landi. Það er verðugt verkefni sem bændur eru reiðubúnir að takast á við, en það endurspeglast þó ekki í því fjárlagafrumvarpi sem liggur fyrir Alþingi í dag. Bændasamtökin hafa lengi talað fyrir daufum eyrum almennings og stjórnvalda um mikilvægi matvæla- og landbúnaðarframleiðslu á Íslandi. En síðustu misseri hefur orðið breyting á. Einum manni frá einni þjóð sem tók eina gerræðislega ákvörðun hefur tekist að setja heimsálfuna á hliðina. Í alþjóðlegu samhengi fer fæðuöryggi og sjálfstæði þjóðarinnar algjörlega saman. Þess vegna þurfa stjórnvöld að gefa þessi fyrirheit um framtíðina og samþykkja fjárlög og landbúnaðarstefnu sem taki til framtíðarinnar. Það er beinlínis þjóðhagslega mikilvægt verk. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (24. tölublöð) kostar þá kr. 12.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 8.000 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartúni 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Gróskan Hægt er að slá því nokkuð föstu að gífurlegur meðbyr sé með íslenskum landbúnaði. Það sást bersýnilega á pakkfullum sal málþingsins Græn framtíð á degi landbúnaðarins föstudaginn 14. október. Þar tóku til máls málsmetandi einstaklingar með fjölbreytta og spennandi sýn á framtíð atvinnugreinarinnar. Ingólfur Friðriksson frá utanríkisráðuneytinu gerði aðfangaöryggi að umfjöllunarefni sínu. Hann telur að einungis þurfi eitt til tvö prósent af núverandi innlendri raforkuframleiðslu til að standa undir allri áburðarframleiðslu sem þörf sé fyrir á Íslandi – og að jafnvel gætu skapast tækifæri til útflutnings á áburði. Rúnar Þór Þórarinsson frá Landeldi sagði frá tækifærum við nýtingu lífræns úrgangs frá landeldi laxa sem er í örum vexti. Eygló Björk Ólafsdóttir bóndi fjallaði um samspil skógræktar og lífrænnar ræktunar. Karvel Karvelsson hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins benti á að stígandi framför í landbúnaði kæmu ekki að sjálfu sér, gagnaöflun og úrvinnsla upplýsinga væri þar meginþáttur og það sé að endurspeglast í augljósum vexti í framleiðni og árangri í umhverfismálum. Sigurður Ingi Friðleifsson hjá Orkustofnun gerði orkuskipti að umfjöllunarefni. Hann benti réttilega á að landið myndi lamast á mánuði án olíuinnflutnings. Við getum varla talað um einhverja undirstöðuframleiðslu, hvað þá afleiddar atvinnugreinar, nema hafa til þess grunnorku. Í pallborðsumræðum í kjölfar erinda var ýmislegt sem brann á þeim sem á sviðinu sátu; að íslenskir neytendur ættu að hafa sjálfsagðan rétt á að drekka ógerilsneydda mjólk, að íþyngjandi regluverk væri hamlandi fyrir atvinnugreinina, að við værum ekki að nýta okkur gæðastimpil landbúnaðarframleiðslu nógu vel og að það væri í raun fáránlegt að ekki væru stundaðar plöntukynbætur á Íslandi. Tugþúsundir mættu á stórsýninguna Íslenskur landbúnaður 2022 sem haldin var í Laugardalshöll í kjölfar málþingsins, helgina 14.–16. október. Þar voru kynntar vörur og þjónusta bænda, fyrirtækja og stofnana sem öll eiga það sameiginlegt að vinna að uppgangi landbúnaðar á einn eða annan hátt. Starfsmenn Bændablaðsins voru á vappi á sýningunni. Þeir voru hluti af bás Bændasamtaka Íslands, sem hafði til sýnis fjölbreytta landbúnaðarframleiðslu. Þar var fólk sem vinnur í þágu íslensks landbúnaðar og ræddu við gesti um hagsmunamál starfsstéttarinnar. Ef marka má þá jákvæðni sem okkur mætti, er engum blöðum um það að fletta að hjarta þjóðarinnar slær með íslenskum landbúnaði. Það er auðvelt að vera nautnaseggur á Íslandi. Á meðan ég pára þennan pistil gæði ég mér á bláberjagrafinni léttreyktri ærlund, sýrðu rótargrænmeti, spírukonfekti og bragðsterkum geitaosti, dýfi honum létt í birkisíróp og dreypi á mjólkurlíkjöri með því, allt matvörur sem kynntar voru fyrir mér á stórsýningunni. Hvílík endemis dýrð úr nægtarbrunni íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Hversu heppin erum við? Að geta gengið að gæðavörum úr heilnæmum hráefnum, framleiddum af hugviti úr íslenskri náttúru og umhverfi, sem við erum að leggja okkur fram við að verja eftir bestu getu. Að baki liggur hagsmunabarátta forvera okkar, ofsalegur vilji, hugsjón og vinnusemi. Nú er það okkar að vinna markvisst að áframhaldandi þróun og halda þessari grósku áfram. /ghp Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is GAMLA MYNDIN Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Heyfengur á Skógarsandi 1955. Algengt var að ýta þurrheyi í sátur til geymslu og breiða yfir þær striga til að ekki rigndi ofan í þær. Mynd / Gunnar Rúnar Áfram veginn

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.