Bændablaðið - 20.10.2022, Side 12

Bændablaðið - 20.10.2022, Side 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 Erfiðlega gengur að manna útkallsstöð slökkviliðsins á Hofsósi, ítrekað hefur verið auglýst eftir mannskap en þær ekki borið árangur. Á annarri útkallsstöð, Varmahlíð, er staðan þannig að slökkvibíllinn er ónýtur. Tvær útkallseiningar slökkviliðsins eru því svo að segja óstarfhæfar. „Það getur svo farið að leggja þurfi útkallseininguna niður,“ segir Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarðar. Svavar Atli segir að tveir menn séu um þessar mundir skráðir í útkallseininguna á Hofsósi og annar starfi utan svæðis. „Það hefur verið að kroppast af liðinu á nokkrum árum, þetta er ekki að gerast allt í einu, en vissulega eru harla fáir eftir,“ segir hann. Óskað hefur verið eftir fólki til að manna slökkviliðið en hvorki auglýsingar né símtöl til álitlegra kandídata hafa skilað árangri. Slökkviliðsstjóri segir að margar ástæður liggi að baki því að staðan sé sú sem raunin er. Fólki hafi fækkað á þessu svæði, þó almennt hafi staðan hvað fólksfjölgun í Skagafirði varðar verið þokkaleg undanfarin ár. „Við verðum líka vör við að fólk er ekki í sama mæli og áður tilbúið að gefa sig í þessi samfélagslegu verkefni í dreifbýlinu, eins og að manna slökkvilið eða björgunarsveitir,“ segir Svavar Atli. Ekki bara að klæða sig í búning Liðsmenn slökkviliðs í dreifbýli fá greitt fyrir útköll og æfingar, en eru að öðru leyti ekki á launum. Svavar Atli segir að einnig séu gerðar ríkar kröfur til þeirra sem skrá sig í slökkviliðin. Liðsmenn þurfa að standast þrekpróf og stunda æfingar til að halda líkamlegu atgervi sínu við. Allir þurfi að gangast undir læknisskoðun, fara á námskeið og æfingar. „Þetta er aðeins meira en að klæða sig bara í búning og setja upp hjálm þegar eitthvað kemur upp á,“ segir hann. „Það er margt sem gerir að verkum að erfitt er að manna slökkviliðin á þessum litlum stöðum um landið.“ Svavar segir að um 20–25 mínútur taki fyrir slökkviliðið að aka frá Sauðárkróki við bestu aðstæður, en þar er mönnuð dagvakt og fólk á útkallslista. „Það er langur tími ef um er að ræða atburð sem ógnar lífi og heilsu fólks,“ segir hann. Í raun búi fólk á þjónustusvæðinu við falskt öryggi. Samningur er í gildi við Slökkvilið í Fjallabyggð um að aðstoða ef upp koma tilvik þar sem þjónustu slökkviliðs er þörf í Sléttuhlíð og Fljótum og það muni miklu. Hægt að skipta um bíl eða kaupa nýjan Á öðrum þéttbýlisstað í Skagafirði, Varmahlíð, er slökkviliðið ágætlega skipað en sú staða uppi að slökkvibíllinn sem liðið hefur yfir að ráða er ónýtur. „Þetta er afleit staða líka, en annars konar,“ segir Svavar Atli. Ein lausn væri að færa bíl frá Hofsósi yfir í Varmahlíð og gera þá útkallsstöð starfhæfa, en einnig sé hægt að festa kaup á nýjum bíl fyrir Varmahlíð. Þessa dagana er verið að fara ítarlega yfir þá stöðu sem við sé að glíma á útkallseiningum Brunavarna Skagafjarðar og leita lausna, en því sé ekki að neita að ástæða sé til að hafa áhyggjur af þessari stöðu. / MÞÞ FRÉTTIR ActivePure® er einstök hreinsunartækni sem leysir fjölmörg vandamál vegna mengunar í lofti og á yfirborði innanhúss. Frekari upplýsingar í síma 774-6220 og á sales@kskulason.is K. Skúlason ehf. S: 774 6220 www.kskulason.is sales@kskulason.is Í gegnum upplýsingakerfið Afurð, stafrænt stjórnsýslukerfi Matvælastofnunar, fara lög- bundnar stuðningsgreiðslur frá stjórnvöldum til landbúnaðarins, stuðningsgreiðslur til þúsunda framleiðenda í landbúnaði árlega í samræmi í búvörusamninga. Kerfið fær lofsamlega umsögn í nýlegri óháðri úttekt, þar sem því er lýst meðal annars sem „snilldarkerfi“ – að uppbygging þess sé fremur einföld og högun vel útfærð. Það var ráðgjafarfyrirtækið Framnes sem gerði úttektina fyrir matvælaráðuneytið, sem hefur umsjón með og rekur upplýsingakerfið. Verið í þróun frá 2015 Afurð í núverandi mynd hefur verið í þróun frá 2015, en þörf var talin á innleiðingu slíks kerfis vegna gerð búvörusamninganna árið 2016 sem tóku svo gildi árið 2017. Gagnagrunnur Afurðar byggir hins vegar á grunni kerfa og gagnagrunna sem Framleiðsluráð landbúnaðarins byggði upp á sínum tíma við framkvæmd búvörusamninga. Í niðurstöðum úttektarinnar kemur meðal annars fram að þær upplýsingar sem er að finna í kerfinu eigi fullt erindi til almennings, en þær eru aðgengilegar í gegnum hið veflæga Mælaborð landbúnaðarins. Þar liggi margvíslegar upp- lýsingar um landbúnað og matvælaframleiðslu. Tiltekið er að kerfið sé skilvirkt og formfast – og allir ferlar vel rekjanlegir. Afurð hefur á undanförnum árum færst á milli aðila. Fyrst þurfti að aftengja kerfið frá Bændasamtökum Íslands með því að byggja upp sjálfstæða rekstrareiningu innan Bændasamtakanna. Síðan var starfsemin flutt í janúar 2016 lögum samkvæmt til Matvælastofnunar með stofnun Búnaðarstofu og loks undir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið um áramótin frá 1. janúar 2020, en nú tilheyrir Afurð matvælaráðuneytinu. Kostnaður við rekstur og viðhald kerfisins er metinn óvenju lágur, þrátt fyrir stöðuga þróun í átt að stafrænni stjórnsýslu, sem og í tengslum við tilfærslu milli aðila og endurskoðun búvörusamninga. Að mati skýrsluhöfundar er talið að kerfið muni lifa í nokkur ár til viðbótar í óbreyttri mynd, en ljóst er að breytingar í tækni, umhverfi – og hugsanleg útvíkkun á verkefnum kerfisins, sem og að fyrirhuguð er endurskoðun búvörusamninga – kalli á hægfara og markvissa uppfærslu kerfisins á næstu árum. Í skýrslunni er lögð áhersla á að brýnt sé að marka stefnu um hvaða leið eigendur vilja fara með kerfið til að tryggja viðhald þess og þróun. Stjórnsýsla um 95% stafræn með Afurð Áætlað er að stjórnsýsla í tengslum við framkvæmd búvörusamninga og samskipta bænda við stjórnvöld sé um 95% orðin stafræn. Þetta hafi í för með sér mikla hagræðingu fyrir alla aðila þar sem lögð er áhersla á að einfalda stjórnsýslu og gera hana gagnsæja. Fyrir utan að þjóna því hlutverki að vera greiðslumiðlunarkerfi, er þar haldið utan um margþættar upplýsingar sem tengjast land- búnaðarframleiðslu á Íslandi, svo sem um hjarðbækur, bújarðir, bústofn, framleiðslutölur, upp- lýsingar um ræktað land og margt fleira. Kerfið tengist fleiri opinberum kerfum, eins og Hagstofunni, Fjársýslunni og gagnagrunnum um afurðaskýrsluhald sem er hýst hjá Bændasamtökum Íslands. / smh Afurð: Lofsamleg umsögn Gögnin sem finna má í upplýsingakerfinu Afurð eiga fullt erindi til almennings, þau eru aðgengileg í gegnum hið veflæga Mælaborð landbúnaðarins. Liðsmenn Brunavarna Skagafjarðar að störfum. Mynd/ Aðsend Svavar Atli Birgisson, slökkviliðs- stjóri í Slökkviliði Skagafjarðar. Brunavarnir: Erfitt að manna útkallseiningu Hofsóss og slökkvibíll Varmahlíðar ónýtur Garðyrkja: Opnar huga íslenskra neytenda með ræktun á seljurót Á bás Samtaka smáframleiðenda og Beint frá býli á Land búnaðar- sýningunni í Laugardals höll stóð nýútskrifaði garðyrkju- fræðingurinn Sigrún Oddgeirs- dóttir og seldi fyrstu uppskeru sína af seljurót á litlar 500 krónur fyrir kílóið. Sigrún er að byggja upp lífræna útiræktun á grænmeti í Holta- og Landsveit. Hún telur framleiðslu sína frumraun útiræktunar á seljurót á Íslandi. „Þetta er fyrsta sumarið sem ég er með seljurótina. Ég þurfti að leigja gróðurhús til að forrækta, var með tvær sáningar í mars og apríl. Svo plantaði ég þeim út í byrjun júní sem var heldur seint. Þá urðu plönturnar fyrir smá skakkaföllum, þannig að stærstu rófurnar sem ég tók upp í haust voru 8 cm í þvermál. Ég tel að mér muni takast að rækta stærri rætur ef ekkert kemur fyrir þær á næsta ári.“ Seljurót er nokkuð pipraður rótarávöxtur, sem lyktar og bragðast smá eins og steinselja. Hún eldar hana gjarnan eins og annað rótargrænmeti en einnig þykir hún góð í súpur og kartöflumús. „Mér finnst hún góð og veitingamenn eru mjög hrifnir af henni. Íslendingar eru svolítið feimnir við að prufa eitthvað nýtt. Það á sér menningarlegar rætur sem nær langt aftur og getur gert það að verkum að fólk sé lokað fyrir því hvað er virkilega hægt að rækta hér á landi. Mig langar að ýta á þessi mörk og fá íslenska neytendur til að opna hugann fyrir því hvað er hægt að framleiða hér.“ Sigrún notast við sérstakt yrki, keypt frá Póllandi, sem tekur um 90 daga að vaxa en hefðbundin yrki taka að jafnaði 150 daga til að ná fullum þroska, sem er of langur tími fyrir íslenskar aðstæður. / ghp Sigrún Oddgeirsdóttir með fram- leiðslu sína, seljurætur.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.