Bændablaðið - 20.10.2022, Side 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022
FRÉTTASKÝRING
Í rammasamningi er kveðið á um
almenn starfsskilyrði landbúnaðarins,
en síðan eru sérstakir samningar
um nautgriparækt, sauðfjárrækt
og garðyrkju – sem samkomulag
er um á milli samningsaðila að
styðja sérstaklega við með beinum
greiðslum til bænda. Áður hét þessi
samningur „búnaðarlagasamningur“,
í samræmi við setningu búnaðarlaga
árið 1998 sem enn eru í gildi, og
fjallaði um almenn starfsskilyrði
landbúnaðarins.
Á honum varð nafnabreyting við
samningsgerðina 2016.
Stuðningur við búgreinar
í sögulegu ljósi
Núverandi form búvörusamninga
nær aftur til ársins 1985, en
niðurgreiðslur stjórnvalda til
búvöruframleiðslu hófust árið 1943.
Lengi hefur verið um það deilt
hvort líta beri á ríkisstuðning við
búgreinar sem launagreiðslur til
bænda, eða niðurgreiðslur á innlenda
búvöruframleiðslu.
Ljóst er að þegar byrjað var að
niðurgreiða búvörur var það liður
í viðleitni stjórnvalda til að draga
úr verðbólgu og tryggja bændum
viðlíka laun og sambærilegar stéttir
þjóðfélagsins höfðu. Þá höfðu
landbúnaðarvörur hækkað í verði sem
olli mikilli óánægju í samfélaginu
og leiddi til verkfalla. Á þeim árum
voru laun að miklu leyti verðtryggð
og full verðlagsuppbót greidd á laun
mánaðarlega samkvæmt vísitölu
framfærslukostnaðar. Því var það
sameiginlegur hagur stjórnvalda og
neytenda að niðurgreiða búvörur til
að halda vísitölu og verðbólgu niðri.
Einnig er ljóst að stuðnings-
greiðslur við bændur í dag eru ekki
greiddar sem laun, heldur felast í
þeim möguleikar bænda á að selja
afurðir sínar ódýrari en annars væri
hægt – sem þannig kemur neytendum
til góða.
Óvenju langir búvörusamningar
Gildistími núgildandi búvöru-
samninga er óvenju langur, eða tíu
ár, en annars hafa búvörusamningar
gilt í mesta lagi til sjö ára. Ástæðan
fyrir hinum langa gildistíma var sögð
sú, að með síðustu samningum hafi
verið ráðist í talsverðar breytingar á
starfsumhverfi landbúnaðarins sem
kallaði á langtímahugsun.
Raddir hafa hins vegar heyrst um
að æskilegt væri að samningarnir
giltu í mun skemmri tíma, eða væru
endurskoðaðir oftar, svo starfsskilyrði
bænda geti slegið betur í takt við
þjóðarpúlsinn og ríkisfjármálin á
hverjum tíma. Á fyrstu tveimur árum
búvörusamninganna, árin 1985 til
1986, var gildistími þeirra einungis
eitt ár.
Ekki lögbundnir samningar
Búvörusamningar eru ekki
lögbundnir í þeim skilningi að
stjórnvöldum er heimilt en ekki
skylt að leita samninga við BÍ um
gerð þeirra.
Ef einhvern tíma myndast
meirihluti á Alþingi Íslendinga fyrir
því að ekki verði gerðir búvöru-
samningar þá er ekkert lagalega sem
mælir á móti því. Hins vegar má leiða
líkur að því að slíkt myndi leiða til
upplausnarástands í þjóðfélaginu.
Samningar myndu þá renna út á
gildistíma, en áfram giltu lögfestar
reglugerðir sem myndu skapa
margvíslega ringulreið í stjórnkerfinu
– enda væri stuðningskerfið við
landbúnað í raun ófjármagnað.
Norðmenn hafa fastmótað kerfi;
grunnsamningur sambærilegur
íslenskum búvörulögum er
lögbundinn og þar fer fram árlegt
uppgjör og/eða endurskoðun.
Önnur Norðurlönd eru bundin
sameiginlegri landbúnaðarstefnu
Evrópusambandsins (CAP).
Svigrúm er þó meðal landa að
útfæra sértækar aðgerðir til stuðnings
eigin landbúnaði.
CAP hefur venjulega náð til sjö
ára, en næsta tímabil styttist um tvö ár
þar sem langan tíma tók að ramma inn
stórauknar áherslur í loftslagsmálum
og mun það því gilda frá 2023 til
2027.
Tímamótasamningar til tíu ára
Búvörusamningarnir íslensku
sem tóku gildi árið 2017 og gilda
út árið 2026 voru að ýmsu leyti
tímamótasamningar, því þá birtust
áherslur sem áður höfðu ekki
komið fram með jafn afgerandi
hætti; eins og í tollamálum,
upplýsingagjöf til neytenda,
íslenskar upprunamerkingar,
fæðuöryggismál, stuðningur við
ylrækt vegna raforkukostnaðar – og
einmitt loftslagsmál.
Segja má að við gerð samninganna
árið 2016 hafi hugmyndafræðin verið
að samræma betur stuðninginn við
landbúnaðinn og leggja meiri áherslu
á sameiginlega þætti búgreina,
eins og með sérstökum stuðningi
við jarðrækt, landgreiðslum
og aukið vægi nýliðunar- og
nýsköpunarstyrkja. Meiri fjármunir
fengust enn fremur með þeirri
nálgun inn í samningana. Má leiða
líkur að því að þar hafi verið tekið
ákveðið skref í átt að því markmiði
að sameina samningana að lokum
undir einum hatti.
Af hálfu stjórnvalda var unnið út
frá því markmiði að efla íslenskan
landbúnað til framtíðar, til að styrkja
fæðuöryggi þjóðarinnar, efla búsetu í
dreifðum byggðum landsins og auka
sóknarfæri á erlendum mörkuðum
og í ferðaþjónustu. Samsvarandi
áherslur fólu í sér stefnu í átt að
almennari stuðningsformum,
óháðum búgreinum, til að opna
möguleika á nýtingu nýrra tækifæra.
Þá voru áherslur í þá átt að stuðla
að aukinni og arðbærari framleiðslu
landbúnaðarafurða, eflingu
landbúnaðar sem atvinnugreinar í
dreifðum byggðum og sjálfbærri
landnýtingu.
Einnig voru settar fram áherslur í
að styrkja fæðu- og matvælaöryggi,
auk þess að auðvelda nýliðun.
Til grundvallar áherslum stjórn-
valda lágu meðal annars gögn
frá tveimur háskólum; Rannsóknar-
stofnun Háskólans á Akureyri,
skýrslan „Markmið og forsendur
sauðfjársamnings“, sem gefin var út
í nóvember 2015, og skýrsla Háskóla
Íslands, „Mjólkurvöruframleiðsla
á Íslandi – Staða og horfur“, birt
í maí 2015.
Fjárfestingastyrkir í svínarækt
Í rammasamningi sem tók gildi árið
2017 er í fyrsta skipti kveðið á um
styrkveitingar til svínaræktar, ekki
beingreiðslur heldur fjárfestingar-
styrkir. Voru þeir hugsaðir til að
aðstoða bændur við að uppfylla
hertar aðbúnaðarkröfur þar sem
ljóst var að svínabændur þurftu að
fara í kostnaðarsamar breytingar
á sínum húsakosti. Til annarra
búgreina er ekki sérstaklega
vísað í rammasamningi, utan
smærri verkefna á sviði geit-
fjárræktar, lífrænnar framleiðslu
og fleiri þátta sem eru ekki bundnir
við búgreinar. Í honum verða
hins vegar þau nýmæli að
Bændasamtökum Íslands verður
heimilt að ráðstafa fjármunum sem
ætlaðir eru til leiðbeiningaþjónustu,
til Ráðgjafarmiðstöðvar land-
búnaðarins (RML), sem hóf
formlega starfsemi 1. janúar 2013
við sameiningu ráðgjafarþjónustu
búnaðarsambandanna í landinu og
ráðgjafarsviðs BÍ.
Áður fyrr voru ráðunautar
Búnaðarfélags Íslands á beinum
launum hjá ríkinu, auk þess
sem ráðgjafarstörf í landbúnaði
voru fjármögnuð í gegnum
búnaðarsambönd.
Afnema átti kvóta- og
greiðslumarkskerfi
Eitt aðalatriði samninganna árið 2017
var það upplegg að stefnt yrði
að því að afnema kvótakerfi í
mjólkurframleiðslu og greiðslu-
markskerfi í sauðfjárrækt – og þar
með framseljanlegt stuðningskerfi
þessara greina. Rökin voru þau
meðal annars að þessi kerfi hindruðu
aðgengi að greinunum, auk þess sem
fjármunir rynnu til bænda á leið út
úr greininni og til fjármálastofnana
sem fjármagnskostnaður.
Við endurskoðun á þessum
samningum var snúið frá stefnu
grunnsamninganna í þessum
málum. Fyrst með endurskoðun
sauðfjársamnings 11. janúar 2019,
þar sem hætt var við að afnema
greiðslumark en draga fremur úr
vægi þess frá ári til árs, og síðan við
endurskoðun nautgripasamnings 25.
október 2019, eftir að kúabændur
BORGARPLAST hefur framleitt rotþrær, skiljur
og geyma sem hafa margvísleg notagildi fyrir vatn,
efnavöru og fleira, í yfir 50 ár.
BORGARPLAST sérmíðar risarotþrær,
-skiljur og -vatnsgeyma fyrir sveitarfélög
og sumarhúsafélög.
Borgarplast.is
borgarplast@borgarplast.is
ROTÞRÆR,
VATNSTANKAR
OG SKILJUR
– MARGAR STÆRÐIR OG TEGUNDIR
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Í YFIR 50 ÁR
Búvörusamningar fjalla um starfsskilyrði íslenskra bænda til búvöruframleiðslu. Mynd / ghp
Búvörusamningar verða endurskoðaðir á næsta ári:
Sáttmáli stjórnvalda og bænda um
starfsskilyrðin til búvöruframleiðslu
Seinni endurskoðun búvöru samninganna sem tóku gildi 2017 er á
dagskrá á næsta ári. Undirbúningsvinna er hafin innan Bændasamtaka
Íslands (BÍ), þar sem mat er lagt á hvort markmið samninganna hafi
náðst. Í búvörusamningum semja stjórnvöld og BÍ um starfsskilyrði
bænda í fjórum sérstökum samningum.
Sigurður Már
Harðarson
smh@bondi.is