Bændablaðið - 20.10.2022, Side 24

Bændablaðið - 20.10.2022, Side 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 Gaman er að geta þess að Leikfélag Vestmannaeyja hefur starfað lengur en elstu menn muna en leiklistarstarfsemi hófst í Eyjum um miðja 19. öld. Er enn talað um er kvenfélagið Líkn, snemma á tuttugustu öldinni, reið á vaðið með sýningu leikritsins Ævintýri á gönguför eftir Jens Christian Hostrup. Var leikritið afar vinsælt á þessum tíma og sýnt víða um land. Þess ber að geta að kvenfélagið hélt í framhaldinu lengi uppi leikstarfsemi við hin ýmsu tækifæri og góðan hljómgrunn. Ávaxtakarfan vinsæla Eitt vinsælasta barnaleikrit allra tíma, Ávaxtakarfan eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, verður frumsýnt þann 28. nóvember nk. en leikfélag Vestmannaeyja býður upp á þá dýrð undir styrkri hönd leikstjórans Ólafs Jens Sigurðssonar. Fjallar verkið um lærdómsríkt ferli persóna, í gervi ávaxta, sem opna augu sín fyrir því að í raun skipti einungis innræti máli – ekki útlit. Saga ávaxtanna fer yfir viðkvæmt en áleitið efni á borð við einelti og fordóma, en í ávaxtakörfunni ræður Immi ananas ríkjum með kúgun og ógnarstjórn. Maja jarðarber er hvað útsettust fyrir einelti en það breytist er Gedda gulrót kemur í körfuna. Verður Gedda fyrir fordómum þar sem hún er grænmeti en ekki ávöxtur og tekur því við af Maju. Kemur svo að því, eins og áður sagði, að íbúar körfunnar átta sig á að innræti skiptir mestu máli og á því boðskapur leikritsins alltaf við þó ekki sé nema til að vekja viðstadda til umhugsunar. Sýningartími Sýnt verður á Heiðarvegi 19, Vestmannaeyjum og er frumsýningin klukkan átta. Næsta sýning verður svo strax daginn eftir, kl. 15 á laugardeginum 29. nóvember og á sunnudeginum á sama tíma. Ráðgert er að sýningarnar verði um tíu talsins alls, og þá um helgar, laugar- og sunnudaga klukkan 15. Nánari upplýsingar má fá í síma 852 1940 eða á Facebook-síðu leikfélagsins. /SP ÁHUGALEIKHÚS Á ÍSLANDI Freyvangsleikhúsið í Eyjafirðinum er mörgum kunnugt, en þar verður nú fyrsta vetrardag, 22. október, haldin sannkölluð tónlistarveisla undir nafninu Eitt spor enn. Stendur Hollvinafélag leikhússins fyrir uppákomunni, en um ræðir tónleikahald með lögum Eiríks Bóassonar. Sá er vel þekktur innan veggja leikhússins enda hefur hann tekið þátt í ófáum sýningum sl. 30 ár, bæði á sviði jafnt sem tónlistarflutningi. Eftir Eirík liggur fjöldinn allur af lögum við texta hinna ýmsu listamanna og eru þó nokkur þeirra útgefin. Fá tónleikagestir að heyra gott úrval laga Eiríks í flutningi frábærra hljóðfæraleikara auk hans sjálfs. Fram koma: Karlakór Eyjafjarðar undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar, Kirkjukór Laugalandsprestakalls undir stjórn Þorvalds Arnar Davíðssonar, Jódís, Svetlana Beliaeva, Olga Ivkhuanova, Óskar Pétursson, Margrét Árnadóttir og Hannes Örn Blandon. Hljómsveitin, Ingólfur Jóhannsson, Hermann Arason, Halldór G. Hauksson, Kristján Jónsson, Guðlaugur Viktorsson, Einar Guðmundsson og Eiríkur Bóasson. leikur undir og má vænta mikillar stemningar, gleði og glaums. Kynnir verður Valdimar Gunnarsson, skemmtunin hefst kl. 20 og miðaverð er 3.000 kr. Miðasala í síma 857-5598 og á freyvangur@gmail.com. Lúðrasveit Þorlákshafnar í samstarfi við Jónas Sig. Í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá því platan Þar sem himin ber við haf kom út ætla Jónas Sig. og Lúðrasveit Þorlákshafnar að blása til glæsilegra tónleika í Háskólabíói 11. nóvember. Fjallað er um þetta frábæra samstarf annars staðar í blaðinu, á síðu 38 nánar tiltekið, en til viðbótar við hópinn leika félagarnir Tómas Jónsson á hljómborð, Ómar Guðjónsson á gítar, Guðni Finnsson á bassa og Arnar Þór Gíslason á trommur. Hefjast tónleikarnir í Háskólabíói klukkan 20 og má finna miða á tix.is. Annað samstarf sem vert er að geta er að nú blása þeir Magnús og Jóhann ti l tónleika í Bæjar bíói þann 21. október. Er tilefnið 50 ára samstarfsafmæli þeirra félaga, en hljómborðsleikarinn og góður vinur þeirra, Jón Ólafsson, verður þeim innan handar. Hefst gleðin klukkan 20 og miða má finna á tix.is. Á döfinni ... Eiríkur Bóasson. Leikfélag Vestmannaeyja: Ávaxtakarfan í Eyjum Immi ananas, sem leikinn er af Alberti Snæ Tórshamar, horfir yfir hópinn með þóttasvip. Verkið Gulleyjan í höndum Valgeirs Skagfjörð leikstjóra verður frumsýnd sunnudaginn 23. október en söguna þekkja margir frá barnæsku. Verkið er skrifað það herrans ár 1882 af skoska rithöfundinum og ljóðskáldinu Robert Louis Stevenson og fjallar í stórum dráttum um ævintýralegustu fjársjóðsleit allra tíma. Má segja að þarna sé um fyrirmynd allra sjóræningjasagna að ræða og með hinn vel kynnta Langa John Silver í einu aðalhlutverkinu. Gulleyjan er leik- og söngleikur af bestu gerð fyrir alla fjölskylduna eftir Robert Louis Stevenson, eins og áður sagði, en einnig þá Karl Ágúst Úlfsson og Sigurð Sigurjónsson. Sýningin er full af kostulegum persónum, bardögum og allsherjar göldrum enda slá hér liðsmenn Leikfélags Fljótdalshéraðs rækilega í gegn á fjölunum. Sýnt verður í glæsilegu, nýuppgerðu menningarhúsi á Egilsstöðum, Sláturhúsinu, en frumsýnt er 29. október næstkomandi. Aðrir sýningadagar Gulleyjunnar eru svo 30. október kl. 15.00, 2. nóvember kl. 18.00, 3. nóvember kl. 18.00, 5. nóvember kl. 15.00, 6. nóvember kl. 15.00, 10. nóvember, kl. 18.00 og 12. nóvember, kl. 15.00. Hægt er að tryggja sér miða á vefsíðunni bit.ly/gulleyjan. /SP Leikfélag Fljótsdalshéraðs: Gulleyjan sívinsæla Leikfélag Kópavogs frumsýnir Þjófa og lík, tvo einþáttunga eftir Dario Fo, sunnudaginn 30. október. Leikþættirnir eru Lík til sölu í leikstjórn Arnar Alexanderssonar og Betri er þjófur en snurða á þræði í leikstjórn Sigrúnar Tryggvadóttur. Nóbelsskáldið Dario Fo þarf vart að kynna enda hafa leikverk hans notið mikillar hylli hérlendis í gegnum tíðina. Spilling valdsins er rauður þráður í mörgum verka Dario Fo. Þau einkennast af bítandi húmor í garð valdhafa, hvort sem það er lögreglan, kaþólska kirkjan eða stjórnmálamenn. Þau eru einnig innblásin af ítalskri leikhúshefð, ekki síst Commedia dell’arte. Alls taka 13 leikarar þátt í sýningunum sem verða á sviðinu í Leikhúsinu að Funalind 2 í Kópavogi fram eftir nóvember. Leikmynd og búningar eru í höndum Maríu Bjartar Ármannsdóttur. Miðasla er á vef leikfélagsins, www.kopleik.is. /SP Leikfélag Kópavogs: Þjófar og lík Efri röð frá vinstri: Sigurður Friðrik Þórsson, Zoe Pidakou, Jarþrúður Hólmdís Júlíusdóttir, Sandra Ester Jónsdóttir, Andri Þór Ómarsson, Margrét Inga Guðmundsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson og Jón Vigfússon. Neðri röð frá vinstri: María Sigurðardóttir, Árný Birta Eysteinsdóttir, Sólgerður Vala Kristófersdóttir. Ágúst Bragi Daðason, Víðir Már Pétursson og Auðbjörg Elfa Stefánsdóttir. Ellen Dögg Sigurjónsdóttir, Guðný Sigurðardóttir og Þórdís Sigurgeirsdóttir. Guðný Emilíana Tórshamar í hlutverki Mæju jarðarbers. Sólgerður Vala Kristófersdóttir, Sandra Ester Jónsdóttir og Stefán Bogi Sveinsson.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.