Bændablaðið - 20.10.2022, Page 30

Bændablaðið - 20.10.2022, Page 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 LÍF&STARF Eigum hina vinsælu vagna frá þessum þekkta framleiðanda til afgreiðslu Strax BÚFJÁRFLUTNINGAVAGNAR frá Ifor Williams Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Tugþúsundir gesta heimsóttu stórsýninguna Íslenskur landbúnaður í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Á sýningunni gafst gestum tækifæri á að skoða alla þá fjölbreytni sem íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða. Auk þess að skoða nýjustu tæki og tól fyrir landbúnað gátu gestir smakkað á ótrúlegu úrvali gómsætra afurða frá fjölda minni og stærri framleiðenda. Forseti Íslands og matvælaráðherra fluttu ávarp við opnun sýningarinnar og voru þau sammála um nauðsyn öflugs landbúnaðar í landinu sem undirstöðugreinar í samfélaginu og að nauðsynlegt væri að styrkja stoðir greinarinnar til að tryggja fæðuöryggi í landinu. Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri sýningarinnar, sagði í samtali við Bændablaðið að fjölbreytni landbúnaðarins á Íslandi sé mikil og að sýningin hafi að hans mati endurspeglað þá miklu grósku. / VH Íslenskur landbúnaður 2022: Margt að sjá og bragða á Íslenskar rósir í boði blómaframleiðenda og Bændasamtakanna. Mynd / ghp Margt var um manninn á landbúnaðarsýningunni alla sýningardagana. Mynd / ghp Vörur Sveppagarðsins voru afar vinsælar hjá gestum sýningarinnar. Mynd / VH Sýningin Íslenskur landbúnaður 2022 var formlega opnuð af forseta Íslands. Ólafur M. Jóhannesson sýningarhaldari, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands og Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Mynd / Odd Stefán Magnús Þór Stefánsson garðyrkjumaður og Ragnheiður Hrefna Jónsdóttir, fyrrverandi garðyrkjubóndi, í bás Lambhaga. Mynd / VH Guðrún Birna Brynjarsdóttir, starfsmaður Bændasamtakanna, stóð vaktina á sýningunni og fræddi gesti um ólíkar hliðar landbúnaðar. Mynd / ghp Hjónin William Óðinn LeFever og Gréta Mjöll Samúelsdóttur búa á Djúpavogi og framleiða þar sterkar sósur í nafni fyrirtækisins LeFever Sauce co. Mynd / ghp

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.