Bændablaðið - 20.10.2022, Page 34

Bændablaðið - 20.10.2022, Page 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 UTAN ÚR HEIMI Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 Bandaríkin: Þurrkar ógna sáningu Mikil þurrkatíð hefur verið á sunnanverðum hluta Sléttanna miklu í Bandaríkjunum. Á þessu svæði, sem hefur verið kallað „brauðkarfa Bandaríkjanna“, stefnir í samdrátt í framleiðslu hveitis. Ef bændur vilja ná öruggri uppskeru á næsta ári er tíminn að renna út. Ekki er mælt með að sá vetrarhveiti eftir 15. nóvember þar sem óvíst er að plönturnar nái nægum þroska til að lifa af veturinn ef sáð er síðar. Tryggingafélög sem bæta uppskerubrest byrja einnig að skerða bætur ef sáð er eftir áðurnefnda dagsetningu. Reuters greinir frá. Bandaríkin eru meðal fimm stærstu útflytjenda hveitis í heiminum. Þar í landi eru tveir þriðju alls ræktaðs hveitis af vetraryrkjum sem sáð er í byrjun vetrar. Því má gera fyrir miklum alþjóðlegum áhrifum af væntanlegum samdrætti í framleiðslu. Í venjulegu árferði eru bændur yfirleitt búnir að sá öllu sínu vetrarkorni á þessum tíma. Þar sem tíminn er að renna út stefna sumir að því að setja fræið niður í þurran jarðveginn og vonast eftir regni. Þrátt fyrir að verð korns sé í hæstu hæðum eru bændur ragir við að leggja út í þann kostnað sem fylgir sáningunni þegar hún er svona ótrygg, enda eru áburður og útsæði dýrari en nokkru sinni. Ef flögin standa auð og þurr yfir veturinn eykst hættan á jarðvegsfoki. Margir bændur þora því ekki öðru en að koma út fræinu og vonast til að spírunin verði komin af stað í tæka tíð. Samkvæmt veðurspám má gera ráð fyrir áframhaldandi þurrki fram í desember. Ástæður þurrksins sem skekur svæðið núna er hið svokallaða La Niña, veðurfyrirbrigði sem kemur alla jafna upp á fimm ára fresti. Fyrirbærið hefur víðtæk alþjóleg áhrif og varir frá nokkrum mánuðum upp í örfá ár. La Niña kerfið sem er í gangi núna er á sínu þriðja ári. /ÁL Miklir þurrkar ógna framleiðslu á vetrarhveiti. Ef ekki næst að sá á næstu vikum minnkar spírunarhlutfall verulega. Mynd / Loren King Starfsmaður kjúklingabús á Spáni greindist með fuglaflensu í lok september. Þar með hefur þetta afbrigði tvisvar greinst í mönnum í Evrópu, en fyrra skiptið var á Bretlandi í desember 2021. Í báðum tilfellum hafa hinir smituðu fengið veiruna við meðhöndlun á sýktum fuglum. Starfsmaður spánska búsins var með mjög lítið magn smitefna, án einkenna og er nú laus við veiruna. Málið má rekja til þess að plágur komu upp á tveimur kjúklingabúum í Guadalajara, skammt frá Madrid á Spáni. Mikið smitálag fuglaflensu hefur verið í Evrópu undanfarin misseri og er afbrigðið sem gengur núna bráðdrepandi fuglum. Með þessum tveimur faröldrum hefur fuglaflensa greinst á spænskum kjúklingabúum 36 sinnum á árinu. Yfirvöld á svæðinu telja ástandið ekki áhyggjuefni eins og er. Mjög sjaldgæft er að fuglaflensa smitist milli manna. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur áhyggjur af að með fjölgun tilfella fuglaflensunnar í villtum og tömdum fuglum komi fram stökkbreytt tilfelli sem berist milli manna. Nokkrir litlir faraldrar hafa komið upp undanfarna áratugi og hefur dánartíðni verið há. /ÁL Annað tilfellið af nýju afbrigði H5N1 fuglaflensunnar greinist í manni í Evrópu. Mynd / Egor Myznik Fuglaflensa greinist í starfsmanni kjúklingabús Á vettvangi Evrópusambandsins: Aðgengi að orku ræður úrslitum Á fundi þjóðhöfðingja Evrópu- sambandsins í Prag í Tékklandi á dögunum var til umræðu yfirstandandi orkukrísa í Evrópu ásamt áhrifum hennar á landbúnaðargeirann og mat- vælaframleiðslu. Samverkandi þættir hækkandi orkukostnaðar og áhrif þess á verð á raforku, gasi, eldsneyti, áburði og öðrum aðföngum til landbúnaðar, hafa sett aukið álag á bændur og samvinnufélög bænda. Margir framleiðendur er á barmi hruns og eru að endurskoða áframhaldandi starfsemi sína. Jafnvel þó að verð til bænda hafi hækkað hefur það ekki staðið undir miklu meiri hækkun framleiðslukostnaðar með afleiðingum af vaxandi verðbólgu. „Það að borða í vetur verður jafn stefnumótandi eins og að hita eða lýsa upp heimili fólks. Við þessar óvenjulegu aðstæður, með stríði í Evrópu, er nauðsynlegt að hafa skilvirk, sameiginleg evrópsk viðbrögð sem tryggja þarfir lykilgeira Evrópusambandsins og þegna þeirra ásamt vel starfhæfum innri markaði,“ undirstrikar forseti Evrópusamtaka bænda, Copa Cogeca, Christiane Lambert. Í kjölfar fundarins í Prag tóku Evrópusamtökin saman sjö atriði sem send voru til Evrópusambandsins og stofnanir þess: 1. Forgangsraða málefnum bænda og aðfangakeðju landbúnaðarmatvæla bæði í gasskömmtunaráætlunum aðildarríkjanna í sam ræmi við yfirlýsingu framkvæmda­ stjórnarinnar í júlí og í ráðstöfunum til að draga úr orku. 2. Undanþiggja framleiðslukeðju landbúnaðarmatvæla frá kröfunni um að draga úr orkunotkun á álagstímum, þar sem það síðarnefnda gæti haft í för með sér alvarlegar truflanir fyrir bændur, alla aðfangakeðjuna, dýravelferð og viðhald matvælaöryggis. 3. Vissu um aðgengi greinarinnar að orku og minni sveiflur í orkuverði. Framkvæmdastjórnin ætti að skoða leiðir til að tryggja orkuframboð og gas á vettvangi ESB á sanngjörnu verði. Sameina þarf eftirspurn ESB eftir gasi í gegnum orkuvettvang ESB til að auka sameiginlegt pólitískt og markaðslegt vægi sambandsins. Við tökum mark á tilkynningu forseta framkvæmdastjórnarinnar um að hann sé tilbúinn til að ræða þak á verði á gasi sem notað er til raforkuframleiðslu og við bjóðum framkvæmdastjórn ESB að koma með brýnar árangursríkar tillögur um hvernig tímabundið gasverðþak gæti unnið að því að lækka orku/ gas/rafmagnsreikninga en trufla ekki framboð og orkumarkað til lengri tíma litið. 4. Nauðsynlegt er að auka fjöl­ breytni og orkuframboð með lykil­ hlutverki líforku/lífeldsneytis fyrir ræktun og möguleika á dreifðri endurnýjanlegri orkuframleiðslu á býlum. Framleiðsla á lífgasi og notkun þess til framleiðslu á raforku og hita ætti að styðja enn frekar. Við þurfum einnig sjálfbært og fjölbreytt framboð af CO2 með því að bæta gagnsæi í magn­ og verðupplýsingum á CO2­ markaði til að bæta aðferðir fyrir bæði viðskiptalegt og áhættustýrt framboð. Við þurfum meiri stuðning við fjárfestingar í endurnýjanlegri orku á bæjum til að draga úr ósjálfstæði á jarðefnaeldsneyti og gasi og minna skriffinnsku á sjálfbærnivottun lífeldsneytis. 5. Styðja fjárhagslega lausa­ fjárstöðu evrópskra bænda og samvinnufélaga með nýjum aðgerðum ESB. Við þurfum að nota ónotað fé frá ESB sem ætlað er bændasamfélaginu, sveigjanleika til að uppfæra og aðlaga landshluta­ og viðnámsáætlanir og leitast við að fá aðgang að lánsfé með litlum tilkostnaði. Umframhagnaðurinn sem stafar af jarðefnaeldsneyti ætti að nota einnig til að styðja landbúnaðargeirann. 6. Aðlaga viðmiðanir og lista yfir geira bráðabirgðarammans um ríkisaðstoð á meðan viðhalda þarf góðri starfsemi innri markaðarins í ESB. 7. Um áburð fara Copa Cogeca fram á tafarlausar aðgerðir til að takast á við skortinn í ESB með gagnsæi á markaði með því að setja upp markaðsathugunarstöðvar fyrir áburð til að bæta þekkingu og upplýsingar um framboð og verð í gegnum mælaborð. /ehg Margir bændur og matvælaframleiðendur endurskoða starfsemi sína í ljósi hækkandi orkukostnaðar. Mynd / Randy Fath á bbl.is, Facebook & Instagram

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.