Bændablaðið - 20.10.2022, Síða 37

Bændablaðið - 20.10.2022, Síða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 Þakefnasala Íslands er með allt sem þarf til þaklagna. Þakpappa frá Ítalska fyrirtækinu Pluvitec en þeir eru með yfir 30 ár reynslu af framleiðslu þakpappa. Pluvitec framleiðir þakpappa eftir sérpöntun og því býður Þakefnasalan þakpappa fyrir íslenkar aðstæður. Pluvitec þakpappi stenst alþjóðlegar gæða og öryggisstaðla (ISO 9001 - ECO 100 - EPD EN 15804) og er Svansvottaður. Bæjarhraun 24, 220 Hafnarfjörður 8370303 - 6661425 thakefnasala@thakefnasala.is www.thakefnasala.is Lofttúður og niðurföll í mörgum stærðum Sérhæfð verkfæri og festingar til þaklagna Ekki hika við að hringja eða senda okkur línu til að fá upplýsingar,ráðgjöf eða verðtilboð Horfst í augu við kartöflu Frá fræi á disk. Mynd / Grasagarðurinn í Reykjavík Kartafla er ekki alltaf það sama og kartafla. Á Íslandi eru ræktaðar bleikar, dökkrauðar, skærgular, fjólubláar, svartar og jafnvel doppóttar kartöflur. Sumar kartöflur eru ljúffengar á meðan aðrar slá ekki í gegn hvað bragðgæði varðar en allar eiga það sameiginlegt að vera upphaflega ræktaðar upp af fræjum. Fyrsta vetrardag, laugardaginn 22. október, býður Grasagarðurinn áhugafólki fræðslu um kartöflu­ ræktun og Garðyrkjufélag Íslands til áhugaverðrar fræðslu um frækartöflur. Áhugasömum býðst að koma og kynna sér þessa ótrúlega spennandi nýjung í íslenskri matjurtaræktun á milli kl. 11 og 13 þennan dag í garðskála Grasagarðsins. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin. /VH Gramsverslun til sölu Byrjað er að taka við umsóknum frá aðilum sem vilja kaupa Gramsverslun á Þingeyri með þeim kvöðum að húsinu verði komið í upprunalega mynd. Húsið er 350 fermetra bárujárnsklætt timburhús á tveimur hæðum, byggt árið 1890 og þjónaði sem verslun. Umsóknarfrestur er til 24. október næstkomandi. Umsóknum skal fylgja áætlun um endurbætur og framtíðarnotkun. Nýir eigendur munu fá húsið afhent í núverandi ástandi, en samkvæmt úttekt þarf að fara í mjög viðamiklar framkvæmdir til að koma húsinu í nothæft ásigkomulag. Þau atriði sem þarf að laga eru eftirfarandi: Fjarlægja þarf undirstöður og steypa nýjar; koma þarf lagi á burðargrind; endurnýja þarf timbur­ og bárujárnsklæðningu; lagfæra grind og klæðningu í þaki, endurnýja allar hurðir og glugga; rétta húsið af. Óljóst er hvort húsið sé tengt við vatns­ og fráveitukerfi. Umsóknum skal skilað rafrænt á bygg@isafjordur.is. /ÁL Bágborið ásigkomulag hússins þýðir að nýrra eigenda mun bíða mikið verk á Þingeyri. Mynd /Tæknistofa Vestfjarða Katrínu ekki slátrað Á hringferð sinni um landið í vor kom Katrín Jakobsdóttir við á Skarðaborg í Reykjahverfi. Þar var sauðburður í fullum gangi og var ráðherrann fenginn til að taka á móti lambi sem í kjölfarið fékk nafnið Katrín. Í haust kom þessi gimbur af fjalli og ákváðu Helga og Sigurður, bændur á Skarðaborg, að Katrín yrði líflamb. Frá þessu greinir forsætisráðherra á Facebook­síðu sinni eftir að hún hitti gimbrina öðru sinni í byrjun mánaðar. /ÁL Myndin til vinstri er tekin við sauðburð í vor. Til hægri sést endurfundur Katrínar og Katrínar í haust. Myndir / Facebook-síða Katrínar Jakobsdóttur Kemur næst út 3. nóvember

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.