Bændablaðið - 20.10.2022, Side 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022
Reglum um viðbrögð við riðu hefur
hins vegar ekki verið breytt – þannig
að ef upp kemur riða í hjörðum þarf
umsvifalaust að skera þær niður
– alla gripina, þá sem eru með
verndandi arfgerðir jafnt sem aðra.
Umsóknir um söluleyfi voru
afgreiddar 12. september og þeir bæir
sem hafa fengið leyfi eru Þernunes í
Reyðarfirði, eini bærinn með gripi
af ARR-arfgerð, og fjórir bæir þar
sem arfgerðin T137 hefur fundist
í gripum; Stóru-Hámundarstaðir
á Árskógsströnd, Möðruvellir 3,
Engihlíð og Reykir.
Tvær sauðfjársæðingastöðvar
eru reknar í landinu; sauðfjár-
sæðingastöð Vesturlands á
Hvanneyri og sauðfjársæðingastöð
Suðurlands á Selfossi. Þangað
veljast inn kynbótahrútar sem
sauðfjárræktarráðunautar hjá Ráð-
gjafarmiðstöð landbúnaðarins
(RML) bera ábyrgð á að velja.
Eyþór Einarsson er í þeim hópi
og segir hann að þrír hrútar með
ARR-arfgerð og tveir með T137-
arfgerð hafi verið keyptir til að nota
á stöðvunum og hafi nýlega verið
þangað fluttir.
Breytingar á reglum
um viðbrögð við riðu
Eftir stórtækan niðurskurð á
Norðurlandi vegna riðutilfella á
nokkrum bæjum árið 2020, var
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir
fengin til að ráðast í endurskoðun
á reglum sem varða viðbrögð við
riðuveiki, fyrir sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytið. Hún
skilaði sínum tillögum að nýjum
reglum í desember 2021, sem fóru
síðan í lokað umsagnarferli. Hjá
matvælaráðuneytinu er nú unnið að
því að móta nýjar reglur eftir yfirferð
á umsögnum.
Gimsteinn 21-001 frá Þernunesi hefur nú yfirgefið heimahagana og er kominn í hóp sæðingahrúta. Mynd / Eyþór
FRÉTTASKÝRING
Fyrstu hrútar sæðingastöðvanna með ARR og T137
– Ættir, kynbótamat og stigun kynbótahrútanna sem hafa nú yfirgefið heimahagana
Kynbótagripir fluttir yfir sauðfjárveikivarnalínur:
Gimsteinn kominn á sæðingastöð
– Enn unnið að breytingum á reglum um viðbrögð við riðu í ráðuneytinu
Um miðjan ágúst tilkynnti Matvælastofnun að hún ætlaði að nýta sér
undanþáguákvæði í lögum um dýrasjúkdóma og veita undanþágu fyrir
sölu á líflömbum og kynbótagripum með mögulegar verndandi arfgerðir
gegn riðusmiti yfir sauðfjárveikivarnalínur. Þann 23. september
samþykkti matvælaráðherra breytingu á reglugerð þar að lútandi.
Í fyrsta skipti í sögu sauðfjárræktar á Íslandi
verða í boði hrútar á sæðingastöðvunum sem
greindir hafa verið með arfgerðina ARR,
sem viðurkennd er sem verndandi arfgerð
gegn riðuveiki. Einnig verður nú boðið upp
á hrúta sem bera stökkbreytinguna T137 en
væntingar standa til þess að kindur með þá
arfgerð geti ekki borið riðuveiki.
Nýlega voru þessir gripir metnir af
ráðunautum RML og hér að neðan fara
dómar um þá.
Allir þessir hrútar sem nú eru á leið á
sæðingastöðvarnar verða betur kynntir í
væntanlegri hrútaskrá.
„ARR-hrútar“
Gimsteinn 21-001 frá Þernunesi
F: Kubbur 20-004 frá Melum
M: Katrín 20-071 frá Þernunesi
BLUP Gerð: 115
BLUP Fita: 98
BLUP Frjósemi: 107
BLUP Mjólkurlagni: 104
Gimsteinn er kollóttur hreinhvítur að lit.
Hrúturinn er afbragðsvel gerður. Hann var
ekki stigaður sem lamb en hlaut dóm nú í
haust, veturgamall og hlaut þá 87 stig. Faðir
Gimsteins, Kubbur 20-004, er kaupahrútur
frá Melum í Árneshreppi, sonur Illuga 16-225
og Ollu 19-258 sem var dóttir Fálka 17-821
frá Bassastöðum. Í móðurætt er Gimsteinn
kominn út af Njálu 13-301 frá Kambi á tvo vegu.
Gullmoli L70 frá Þernunesi
F: Einar 19-004 frá Þernunesi
M: Njálu-Brenna 17-717
frá Þernunesi
BLUP Gerð: 115
BLUP Fita: 98
BLUP Frjósemi: 102
BLUP Mjólkurlagni: 106
Gullmoli er hreinhvítur og kollóttur. Hann
er glæsilegt lamb, stigaðist upp á 87,5
stig. Gullmoli er kominn út af Njálu 13-301
frá Kambi líkt og Gimsteinn, en Njála er
móðuramma Gullmola en Gimsteinn rekur
sig í Njálu í fjórða lið í gegnum Skarphéðin
16-013 sem var sonur Njálu.
Hornsteinn L224 frá Þernunesi
F: Gimsteinn 21-001 frá Þernunesi
M: 21-033 frá Þernunesi.
BLUP Gerð: 108
BLUP Fita: 105
BLUP Frjósemi: 109
BLUP Mjólkurlagni: 103
Hornsteinn er sívalhyrndur, hreinhvítur að
lit. Þetta er vel gert lamb en vantaði örlítið
meiri þroska til að ná framúrskarandi stigun
en hann hlaut 84 stig. Hornsteinn var með 28
mm bakvöðva, fitan mældist 3,2 mm og lögun
vöðvans 4,5. Hann vó 42 kg og fótleggur mældist
107 mm. Móðurættin er blönduð af hyrndu og
kollóttu fé en MMF hans er Frosti 14-987 frá
Ketilseyri. Þá er formóðir Gimsteins, Njála 13-301
frá Kambi á bakvið móður hans í fimmta ættlið.
T137-hrútar
Austri 20-623 frá
Stóru Hámundarstöðum
F: Amor 17-831 frá Snartarstöðum
M: Hrísey 15-546 frá Stóru-Hámundarstöðum
BLUP Gerð: 120
BLUP Fita: 112
BLUP Frjósemi: 98
BLUP Mjólkurlagni: 104
Austri er hvítur að lit og vel hyrndur. Hann var
sjálfur vel gerður og hlaut sem lambhrútur 87
stig. Austri er hörkugóður lambafaðir, skilar
vænum lömbum og sá hrútur búsins sem
skilað hefur best gerðu sláturlömbunum.
Móðir Austra er af heimakyni en sá
sæðingastöðvahrútur sem stendur henni
næst er Myrkvi 10-905 frá Brúnastöðum en
hann er MFF Austra.
Ákveðið hefur verið að einnig verði tekinn á
sæðingastöð lambhrútur frá Sveinsstöðum í
Austur-Húnavatnssýslu. Þar koma til greina
tveir albræður en ekki hefur verið gengið frá
því vali þar sem beðið er niðurstaðnanna
á greiningu Þokugens. Þessir bræður eru
synir Dals 17-870 frá Ásgarði og móðir
þeirra er Trú 17-122.
Á bak við Trú standa m.a. þeir Ás 09-877 frá
Skriðu og Bósi 08-901 frá Þóroddsstöðum.
Þetta eru vel gerðir gripir og það sem gerir
þá einnig mjög áhugaverða er að þessir
lambhrútar eru einnig arfblendnir fyrir
lítið næmu arfgerðinni AHQ og því munu
öll þeirra afkvæmi fá annaðhvort T137 eða
AHQ. Þessir hrútar eru hyrndir og hvítir að lit.