Bændablaðið - 20.10.2022, Page 46

Bændablaðið - 20.10.2022, Page 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 Á FAGLEGUM NÓTUM Fulltrúar Landgræðslunnar sóttu í síðasta mánuði þrettándu Evrópuráðstefnu um endur- heimt vistkerfa. Áratugur endur- heimtar vistkerfa litaði svo sannarlega ráðstefnuna og var m.a. fjallað um nýtt frumvarp til Evrópulaga sem kallar á aðgerðir og aðlögun um endur- heimt vistkerfa innan Evrópu. Alþjóða vistheimtarsamtökin (SER) stóðu fyrir ráðstefnunni og veittu þau Landgræðslunni verðlaun fyrir framúrskarandi veggspjald með innihaldsríku framlagi til ráðstefnunnar. Ráðstefnan var haldin í byrjun september sl. í Alicante á Spáni, en hún er skipulögð af Evrópudeild alþjóðlegu vistheimtarsamtakanna (The Society for Ecological Restoration, SER) sem er fagfélag í endurheimt vistkerfa. Vistheimtarsamtökin SER leggja áherslu á að við endurheimt vistkerfa sé verið að vernda líffræðilega fjölbreytni, bæta aðlögun og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og endurheimta heilbrigð tengsl milli náttúru og samfélags. Hópur frá Íslandi sótti ráðstefnuna Hópur frá Íslandi sótti ráðstefnuna, starfsfólk Landgræðslunnar, Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) auk nemenda frá LbhÍ og Háskóla Íslands. Framlag þessa hóps til ráðstefnunnar voru eftirfarandi: • BirkiVist – þverfræðilegt rannsókna- og þróunarverkefni er miðar að þróun skilvirkra leiða við endurheimt birkiskóga á landsvísu (Ása L. Aradóttir o.fl.) • Endurheimt vistkerfa í Hraunhreppi á Vesturlandi – dæmisögur (Iðunn Hauksdóttir og fleiri.) • Endurheimt votlendis á Íslandi – hvernig er hægt að flýta fyrir landnámi staðargróðurs í kjölfar rasks sem myndast við framkvæmdir (Ágústa Helgadóttir og fleiri.) • Skilgreining viðmiðunar- vistkerfa fyrir íslensk birki- vistkerfi (Katrín Valsdóttir o.fl.) • Nýtt meistaranám í vistheimt við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) • Ísig vatns í endurheimtum birkiskógum á Íslandi (Sólveig Sanches o.fl.) • Votlendi undir álagi – áhrif áfoks á Íslandi (Susanne Claudia Möckel o.fl.) • Útbreiðsla birkis frá stökum fræuppsprettum – forsendur fyrir endurheimt á stórum kvarða (Anna Mariager Behrend o.fl.) Landgræðslan hlaut verðlaun á ráðstefnunni Sérstök dómnefnd veitti verðlaun fyrir bestu veggspjaldakynninguna og hlaut Ágústa Helgadóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslunni, verðlaun fyrir framúrskarandi veggspjald með innihaldsríku framlagi til ráðstefnunnar. Vegg- spjaldið fjallaði um tilraun um hvernig hægt sé að flýta fyrir landnámi votlendisgróðurs á rasksvæðum sem fylgja fram- kvæmdum í endurheimt votlendis á Íslandi. Meðhöfundar vegg- spjaldsins voru Sunna Áskelsdóttir og Ölvir Styrmisson. Tilraunin var upphaflega birt í skýrslu Landgræðslunnar, „Endurheimt votlendis á tveimur jörðum og vöktun á árangri“, sem var gefin út af sömu höfundum, fyrr á þessu ári, og styrkt af Landsvirkjun. Skiptir máli að vanda sig Prófaðar voru þrjár aðferðir á Sogni í Ölfusi og á Ytri-Hraundal á Mýrum til að hraða og stuðla að landnámi votlendistegunda; i) flytja gróðurtorfur með votlendistegundum á röskuð svæði, ii) dreifa fræslægju af blettum innan svæðisins þar sem finnast votlendistegundir og iii) að sá einæru rýgresi til að ná þekju og flýta fyrir landnámi staðargróðurs. Niðurstöður tilraunarinnar benda til þess að vönduð vinnu- brögð við framkvæmd, hátt grunnvatnsborð og rólegt vatns- rennsli á yfirborði flýti fyrir landnámi votlendisgróðurs og að munur sé á árangri aðferðanna þriggja. Að nota gróðurtorfur kom best út á Ytri- Hraundal en á Sogni var bestur árangur af sáningu á einæru rýgresi en þar gróa rasksárin fljótt upp án meðferða. Áratugur endurheimt vistkerfa Það kom skýrt fram á ráðstefnunni að áratugur endurheimtar vistkerfa er svo sannarlega runninn upp með nýju frumvarpi til Evrópulaga sem kalla á aðgerðir og aðlögun um endurheimt vistkerfa innan álfunnar. Áherslur hafa breyst, kallað er eftir endurheimtar- áætlunum á landsvísu sem byggja á nálgunum á landslagsskala og hugmyndafræðinni um viðmiðun- arvistkerfi til að endurheimta vistkerfi sem hurfu eða hafa hnignað verulega. Náttúrumiðaðar lausnir eru lykillinn í að takast á við lofts- lagsmálin og styðja við áhrifaríkar lausnir sem stuðla að vistheimt á stórum skala þar sem sérstaklega er hugað að tengingu náttúrulegra svæða. Ágústa Helgadóttir. Evrópuráðstefna um endurheimt vistkerfa LANDGRÆÐSLA Nærmynd af landnámi votlendisgróðurs (mýrasef og tjarnastör) í rask- sárum á Sogni tekin sumarið 2020. Í Ölfusi t.v., rasksvæði sem varð til í kjölfar endurheimtaraðgerða haustið 2019 og t.h., sama svæðið eftir tvö vaxtartímabil (tekin sumarið 2021). Myndir / Ágústa Helgadóttir Landgræðslan. Þar var einnig fjallað um uppsetningu tilraunar og sjást þar myndir frá öllum ljósameðferðum. Markmiðið með tilrauninni var að rannsaka áhrif ljósgjafa og hæð lampanna á uppskeru og gæði gróðurhúsatómata og athuga hvað er hagkvæmast. Verkefnisstjóri var undirrituð og verkefnið var unnið í samstarfi við tómatabændur og styrkt af Þróunarsjóði garðyrkjunnar. Tilraunaskipulag Gerð var tilraun með óágrædda tómata (Lycopersicon esculentum Mill., yrki 'Completo') frá byrjum nóvember 2021 og fram í miðjan mars 2022 í tilraunagróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum. Tómatarnir voru ræktaðir í steinullarmottum í þremur endurtekningum með 2,5 plöntum/ m2 með einum toppi á plöntu. Prófaðar voru þrjár mismunandi ljósameðferðir að hámarki í 16 klst.: 1. HPS topplýsing (1000 W perur), ljós í 4,5 m hæð frá gólfi (HPS, 472 µmol/m2/s), 2. Hybrid topplýsing (2:1, HPS:LED, 750 W HPS perur), HPS í 4,9 m og LEDs í 4,5 m hæð frá gólfi (Hybrid high, 373 µmol/m2/s), 3. Hybrid topplýsing (2:1, HPS:LED, 750 W HPS perur), HPS ljós og LEDs í 4,5 m hæð frá gólfi (Hybrid, 454 µmol/m2/s). Daghiti var 20°C. Næturhiti var fyrstu tvo mánuðina 20°C og eftir það 17°C. Undirhiti var 35°C í byrjun, en 50°C eftir mánuð og 55°C í lok febrúar. Um miðjan janúar voru hitarör stillt á 45°C. 800 ppm voru gefin. Tómatarnir fengu næringu með dropavökvun. Áhrif ljósgjafa og hæð lampanna voru prófaðar og framlegð reiknuð út. Niðurstöður og umræða Lofthitastig, undirhitastig, CO2 magnið og gluggaopnum voru eins á milli klefa (tafla 1). Hiti í ræktunarefni var minni þegar millibil milli plantna og ljós var meira og laufhiti var marktækt hærri undir HPS ljósum (tafla 2). Tómatar sem fengu ljós frá ljósgjafa sem var 1,0 m fyrir ofan plöntuþekju, þroskuðust um hálfri viku fyrr en tómatar sem fengu ljós frá Hybrid ljósi sem var í 1,4 m fyrir ofan plönturnar. Þetta gæti orsakast af hærri hita í ræktunarefni plantna þar sem ljós var í minni fjárlægð frá plöntunum (tafla 2). Í lok uppskerutímabilsins var heildaruppskera, fjöldi upp- skorinna aldina og markaðshæfrar uppskeru (tafla 3) marktækt meiri þegar Hybrid ljós var í minni fjarlægð frá plöntunum. Meiri uppskeru má rekja til þess að fyrsta flokks uppskera var marktækt meiri vegna meira þyngdar aldins, á meðan fjöldi markaðshæfra aldina var óháð hæð frá Hybrid ljósum (tafla 4). Hins vegar var heildaruppskera, markaðshæfrar uppskeru, fjölda uppskorinna aldina og meðal- þyngd aldina ekki háð ljósgjafa (tafla 3, tafla 4). Markaðshæfni uppskeru var 17,8-22,0 kg/m2 eða 0,71-0,85 Christina Stadler, lektor hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Er hægt að bæta afkomu af HPS ljósum eða mun það borga sig að fjárfesta í LEDs? – Nýjustu niðurstöður úr gróðurhúsatómataræktun að vetri Tafla 1: Stillingar í klefum samkvæmt gróðurhúsatölvu í mism. ljósmeðferðum. Gögn úr gróðurhúsatölvu (meðaltal yfir ræktunartímabil) HPS Hybrid high Hybrid Lofthiti (°C) 21,1 21,3 21,5 Undirhiti á daginn (°C) 42,4 42,2 41,6 CO2 (ppm) 740 747 761 Glugga opnun (%) 1,7 2,2 2,9 Tafla 2: Mælingar í ræktunarefni og laufhita í mismunandi ljósmeðferðum. HPS Hybrid high Hybrid Ræktunarefni (°C) 21,1 a 20,4 b 21,1 a Laufhiti (°C) 20,8 a 20,4 b 20,4 b Taflan gefur til kynna marktækan mun (HSD, p ≤ 0,05) Tafla 3: Uppskera á tómötum árið 2021/2022 í mismunandi ljósmeðferðum. HPS Hybrid high Hybrid Söluhæf uppskera (kg/m2) 21,8 a 17,8 b 22,0 a Uppskorinn klasi (fjöldi/m2) 26 25 26 Söluhæf uppskera (kg/klasa) 0,84 0,71 0,85 Meðalþyngð söluhæfra uppskeru (g/aldin) 88 ab 87 b 91 a Taflan gefur til kynna marktækan mun (HSD, p ≤ 0,05) Eins og fram kom í 2. tölublaði Bændablaðsins 2022 var kynnt tilraun með tómata sem gerð var veturinn 2021/2022 í tilraunagróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum undir háþrýstinatríumlömpum (HPS) eða Hybrid lýsingu (HPS+LED) með mismunandi millibili milli ljóss og plantna. Í lok uppskerutímabilsins var heildaruppskera, fjöldi uppskorinna aldina og markaðshæfrar uppskeru marktækt meiri þegar Hybrid ljós var í minni fjarlægð frá plöntunum.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.