Bændablaðið - 20.10.2022, Síða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og
friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði
nr. 577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til:
• viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og
mannvirkjum, ásamt öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa
menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.
• byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningar húsa
og mannvirkja, og miðlunar upplýsinga um þær.
• sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í
samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr.
575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan
verndarsvæða í byggð.
Umsóknir eru metnar m.a. með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna
byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs
ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar.
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að
finna á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is.
Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2022. Umsóknir sem
berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun
styrkja.
Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi
af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á
leiðbeiningarit um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur
friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar
Íslands (undir Gagnasafn). Í Húsverndarstofu í Árbæjarsafni er veitt
endurgjaldslaus ráðgjöf um gerð styrkumsókna og viðhald og viðgerðir á
gömlum húsum (sjá nánar á www.husverndarstofa.is).
Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Sími: 570 1300
www.minjastofnun.is
husafridunarsjodur@minjastofnun.is
Minjastofnun Íslands
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
húsafriðunarsjóði
fyrir árið 2023
að hafa áhrif með einfaldlega
hefðbundnu fóðri. Þannig sýna
rannsóknir að kýr á beit eru með
mun hærra hlutfall af ómega-3 í
mjólkinni en kýr á innistöðu svo
dagljóst er að fóðursamsetningin
hefur bein áhrif.
Að ná því að framleiða mjólk
sem inniheldur óvenju hátt hlutfall
ómega-3 er aftur á móti erfiðara og
þá getur s.s. framangreind varin fita
komið að góðum notum. Það má þó
einnig ná góðum árangri með því
að gefa hörfræ en í Frakklandi hafa
þarlendir bændur náð að framleiða
mjólk með háu hlutfalli af ómega-3
með því einu að bæta hörfræjum í
fóður kúnna en hörfræ innihalda hátt
hlutfall af ómega-3.
Fá 4 krónur aukalega
Í Frakklandi hefur undanfarið
fundist aukinn áhugi á mjólkur-
afurðum úr mjólk sem hefur verið
náttúrulega bætt með einum eða
öðrum hætti. Ómega-3 bætt mjólk
er gott dæmi um slíkt og fá bændur
nú í kringum fjórar íslenskar krónur
á lítrann ef þeir framleiða mjólk sem
er með hærra hlutfalli ómega-3 en
almennt þekkist.
Reynslan frá Frakklandi sýnir að
sé kúm gefin hörfræ í miklu magni,
1 kg á kúna á dag, þá hækkar hlutfall
ómega-3 í mjólkinni! Hörfræið er
gefið þannig að 40% magnsins kemur
úr sérstöku kjarnfóðri sem inniheldur
15% hörfræ en hinn hlutinn er gefinn
sem hluti af heilfóðri kúnna.
Fleiri lönd bætast við
Eftir því sem reynslan verður
meiri og betri bætast við fleiri og
fleiri afurðafyrirtæki sem bjóða
núorðið upp á náttúrulega ómega-3
bættar mjólkurafurðir og miðað
við þróunina erlendis má allt eins
búast við því að kallað verði eftir
svona afurðum á Íslandi einnig.
Hér virðist augljóst að nýta
lýsi til þess að ná þessum árangri
en eins og áður segir þarf að
finna rétta hlutfallið og jafnvægi
á fóðrunina svo ekki komi til
bragðáhrifa í mjólkinni.
Að sama skapi væri fróðlegt að
reyna að hækka hlutfall ómega-
3 í nautakjöti með því að gefa
lýsi markvisst. Kjöt sem úr slíkri
framleiðslu kæmi ætti að vera hægt
að selja á töluvert hærra verði en
annað kjöt.
Í Frakklandi hefur reynst vel að gefa kúm hörfræ til að hækka hlutfallið af
ómega-3 í mjólkinni. Mynd / Aðsend
Dagana 5.–8. október hélt
fjölmennur hópur starfsmanna
Landbúnaðarháskóla Íslands í
vísindaferð til Hollands þar sem
afar margt áhugavert var skoðað.
Fimmtudagsmorgunninn hófst
á ferð til Bleiswijk, þar sem er
garðyrkjusvið Wageningen-háskóla.
Í 7.500 fm af tilraunagróðurhúsum
eru stundaðar rannsóknir á sviði
ylræktar og laukblóma. Þar tók á
móti hópnum hin spænska Nieves
Garcia sem sagði frá starfseminni,
tengingu við atvinnulífið og ekki síst
verkefninu um, „Gróðurhúsið 2030“,
sem afar áhugavert var að skoða.
Gróðurhúsið notar ekki gas
til upphitunar. Það er svokallað
alrafmagns-gróðurhús með fullri
LED lýsingu. Varmadæla er notuð
til að stýra raka. Þannig er falinn
hiti endurheimtur og gróðurhúsið
helst lokað á veturna og vorin.
Einnig losar gróðurhúsið ekki
frárennslis- og þéttivatn í fráveituna,
allt er endurnýtt, þannig að engin
næringarefni tapast, vatnið nýtist sem
best og engar leifar úr ræktunarvörum
lenda í fráveitu. Óson er notað til að
sótthreinsa vatnið, þannig að vatnið
er hægt að endurnýta í ræktun.
Að lokum er ræktunarvernd að
fullu samþætt, með því að nota
náttúruleg varnarefni eins mikið
og mögulegt er. Frá Bleiswijk var
haldið til Wageningen-háskóla
sem er einn fremsti háskóli heims
á sviði lífvísinda og landbúnaðar.
Wageningen svæðið er oft kallað
„Matardalurinn” í Hollandi.
Þar tók á móti hópnum Tineke
Bremer, samskiptastjóri frá
rektorsskrifstofu, en hún skipulagði
dagskrána á svæðinu.
Framkvæmdastjóri alþjóða-
samskipta, Wassim Beaineh,
byrjaði á að kynna hvaða áhrif
stóraukið alþjóðastarf hefur haft á
vöxt skólans og hefur á mörgum
sviðum skipt sköpum. Þaðan var
haldið í skoðunarferð í NPEC,
nýjasta gróðurhús háskólabúsins,
sem búið er hátæknibúnaði. Þar
eru ýmsar rannsóknir t.d. á lýsingu,
sjúkdómavörnum, áburðartilraunir
og plöntukynbætur.
Þá tóku við hópnum, dr. Ryan
Teuling lektor, sérfræðingur á
sviði vatnafræði og stýringu
vatns, dr. Roel Dijksma, dósent
við umhverfisfræðideild og dr.
Edward Huijben, prófessor og
formaður WUR. Kynntu þeir
árlegar námsferðir til Íslands og
síðan fóru fram umræður um
samstarfsmöguleika við LbhÍ sem
gæti verið afar áhugavert. Sem
dæmi má nefna að sumarið 2022
dvöldu rúmlega sjötíu nemendur
í níu daga við vatnarannsóknir
á Íslandi. Edward Huijben, sem
áður starfaði við Háskólann á
Akureyri, kemur líka að kennslu við
landslagsarkitektadeildina og benti á
sýningu á lokaverkefnum nemenda
sem hékk uppi heimsóknardaginn.
Rúsínan í pylsuendanum var
svo heimsókn á einstaka sýningu,
„Jarðvegur heims“, sem geymir
stærsta jarðvegssafn veraldar,
en þar má finna sýnishorn af
jarðvegssniðum út frá mismunandi
vinklum alls staðar frá, og auðvitað
líka frá Íslandi. Forstöðumaðurinn,
Stephan Mantel og vinur okkar
jarðvegssérfræðinga, sá um
leiðsögn. Afar áhugavert var að sjá
tenginguna við okkar fólk, bæði í
myndrænu kynningarefni safnsins
og í tali Stephans. Sannkallaður
sjónrænn ævintýraheimur. Alls
staðar mætti hópnum velvild og
frábærar móttökur. Langur en
afar lærdómsríkur dagur var á
enda. Morguninn eftir var farið í
fræðslusiglingu um síki Amsterdam
um arkitekta- og skipulagssögu
Amsterdam og þá var bara að láta
sig hlakka til lokakvöldverðar sem
haldinn var á IJ Kantine, í gömlu
verksmiðjuhúsnæði við hafnarsvæði
borgarinnar.
Helena Guttormsdóttir,
lektor við LbhÍ.
Hópur starfsmanna Landbúnaðarháskóla Íslands.
Vísindaferð í Hollandi
Landbúnaðartæki, björgunartæki og búnaður.
Svansson ehf
Sími : 697-4900 ● sala@svansson.is ● www.svansson.is