Bændablaðið - 20.10.2022, Page 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022
HANNYRÐAHORNIÐ
Aðdáandi K-pop
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Hamrahlíð 17
Hús Blindrafélagsins
Sími • 552-2002
ÓDÝR
Margskipt gleraugu
Verð 39.900 kr
Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur)
Gleraugu með glampa og rispuvörn
Sérsmíðum samdægurs í
styrk +/- 6,0 með cyl. til 2,0
19.900 kr.
Margskipt gleraugu
Margskipt gler frá Essilor
(afgreiðslutími +/- tv r vikur)
39.900 kr.
gleraugu
umgjörð og gler
Freyja Rún er hress og kát
stelpa frá Seltjarnarnesi sem
stefnir á að verða söng- eða
leikkona í framtíðinni.
Nafn: Freyja Rún Ásgeirsdóttir.
Aldur: 10 ára.
Stjörnumerki: Vog.
Búseta: Seltjarnarnes.
Skóli: Mýrarhúsaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast
í skólanum? Myndmennt.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Kisa.
Uppáhaldsmatur: Sushi.
Uppáhaldslag: Shut down með
Blackpink.
Uppáhaldskvikmynd: 6th
Sense.
Fyrsta minning þín? Þegar
mamma spurði mig; hver á
afmæli í dag? Og ég sagði Ég!
Og mamma sagði nei. Þá sagði
ég þú! Og hún sagði aftur nei.
Þá sagði ég amma Sessenja! Og
það var rétt hjá mér.
Hver eru áhugamálin þín? Að
dansa, teikna og skauta. K-pop,
að horfa á Stranger things og
Malcolm in the Middle.
Hvað ætlar þú að verða
þegar þú verður stór? K-pop
söngkona eða leikkona.
Hvað er það mest spennandi
sem þú hefur gert? Þegar
mamma og pabbi komu mér á
óvart með ferð til Austurríkis.
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins
Þung Þyngst
Létt Miðlungs
Munstrið á þessum vettlingum er
innblásið af minni fyrstu
lopapeysu hönnun sem heitir
Benjamína.
Dömustærð: Vettlingarnir eru prjónaðir úr
léttlopa, ein dokka af aðallit og ein af munsturlit.
Notast er við sokkaprjóna nr. 3 og 4,5. Prjónafesta
gefur 18 lykkjur á 10 cm.
(Herrastærð): Vettlingarnir eru prjónaðir
úr tvöföldum plötulopa, ein plata af aðallit og
ein af munsturlit. Notast er við sokkaprjóna nr.
4,5 og 5,5. Prjónafesta gefur 14 lykkjur á 10 cm.
Vettlingarnir eru nokkuð stórir, ef þú vilt hafa þá
minni má notast við prjóna sem er hálfu nr. minni.
Til að koma í veg fyrir löng bönd inni í
vettlingunum er gott að snúa garninu saman að
aftan eftir hverjar 4-5 lykkjur. Ekki snúa garninu
á sama stað í næstu umferð fyrir ofan, betra er að
það sé gert á mismunandi stöðum svo það sjáist
ekki í gegn
Fitjið upp 36 lykkjur með aðallit á prjóna nr.
3 (4,5). Skiptið lykkjunum niður á fjóra prjóna og
tengið í hring. Prjónið stroff, 2 lykkjur sléttar og
2 lykkjur brugðnar til skiptis. Prjónið 6 umferðir
stroff með aðallit, *prjónið 2 umferðir stroff með
munsturlit, prjónið 2 umferðir stroff með aðallit*,
endurtakið *til*. Prjónið 2 umferðir stroff með
munsturlit og að lokum 5 umferðir stroff með
aðallit. Skiptið yfir á prjóna nr. 4,5 (5,5) og prjónið
slétt eftir munstri, í fyrstu umferð er aukið út um 4
lykkjur nokkuð jafnt yfir umferð, þá eru 40 lykkjur
á prjónunum (10 lykkjur á hverjum prjón). Þegar
búið er að prjóna 14 umferðir af munstri er gert
ráð fyrir þumli (rautt strik á munstri sýnir hægri
vettling).
Fyrir hægri vettling: Á fyrsta prjóni, prjónið
þrjár lykkjur slétt, prjónið næstu 7 lykkjurnar á
aukaband, færið þessar 7 lykkjur aftur yfir á vinstri
prjón og prjónið yfir þær eftir munstri.
Fyrir vinstri vettling: Á öðrum prjóni,
prjónið 1 lykkju slétt, prjónið næstu 7 lykkjur á
aukaband, færið þessar 7 lykkjur aftur yfir á vinstri
prjón og prjónið yfir þær með munstri
Úrtaka er gerð á eftirfarandi hátt:
Á fyrsta prjón eru tvær lykkjur prjónaðar slétt,
þriðja lykkjan er færð óprjónuð yfir á hægri
prjón, prjónið eina lykkju og steypið óprjónuðu
lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna, prjónið næst út
prjóninn. Á öðrum prjóni er prjónað út prjóninn
þar til þrjár lykkjur eru eftir, prjónið tvær lykkjur
saman, prjónið síðustu lykkjuna slétt. Þriðji prjónn
er prjónaður eins og fyrsti prjónn. Fjórði prjónn
er prjónaður eins og annar prjónn. Þessi úrtaka
er endurtekin í hverri umferð þar til 8 lykkjur eru
eftir á prjónunum. Athugið að í síðustu úrtöku er
óprjónuðu lykkjunni steypt yfir lykkjurnar tvær sem
voru prjónaðar saman. Slítið frá og dragið endann
í gegnum lykkjurnar.
Næst er þumallinn prjónaður. Hann er
prjónaður á prjóna nr. 4,5 (5,5) með lit A. Takið
aukabandið úr og takið upp 16 lykkjur, hafið 8
lykkjur á prjóni fyrir ofan þumalinn og notið 2
prjóna fyrir neðan þumalinn, 4 lykkjur á hvorum
prjón. Prjónið 17 umferðir, úrtaka er gerð á hliðum,
á fyrsta prjón er fyrsta lykkjan tekið óprjónuð yfir
á hægri prjón, prjónið eina lykkju og steypið
óprjónuðu lykkjunni yfir hana, prjónið út prjóninn.
Á öðrum prjóni er prjónað þar til 2 lykkjur eru eftir,
þær eru prjónaðar saman. Á þriðja prjóni er fyrsta
lykkjan tekin óprjónuð yfir á hægri prjón, prjónið
eina lykkju slétt og steypið óprjónuðu lykkjunni
yfir hana, prjónið þar til tvær lykkjur eru eftir á
prjóninum, þær eru prjónaðar saman. Þetta er
endurtekið þar til 8 lykkjur eru eftir, slítið þá frá
og dragið endann í gegnum lykkjurnar.
Gangið frá öllum endum, ef göt hafa myndast
við þumal saumið fyrir þau. Þvoið vettlingana og
leggið til þerris.
Aðrar uppskriftir eftir höfund er að
finna á Instagram og Facebook undir
Feykirknitting. Einnig er hægt að hafa
samband við feykirknitting@gmail.com.
Benjamína-vettlingar
Næst » Sú sem tekur við keflinu er hún
Íris Katla, systir Freyju.