Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Qupperneq 16

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Qupperneq 16
Við vöðum út í og byrjum að renna. Köstum langt, köstum stutt, þvert á strauminn, undan straumi, í allar áttir nema til lands. Það gerist fátt fyrst í stað. Tilbreyt- ingarlaus löðrar sunnanáttin um hettu- kápuna mína og um mjólkurhvíta vatns- iðuna umhverfis mig. Klettaholtið að baki dregur víst eitthvað úr vindi hér uppi undir landi, en lengra úti á stór- álnum er öldufall og drif. Við og við sé ég fisk velta af sér vatnsfarginu yzt úti á víkinni eða niðri á brotinu, bráðum fer hann að taka, það bregzt mér ekki. Hann byrjar að taka klukkan ellefu. Eg fæ stóran fisk á öngulin og er lengi að spekja hann, einar tuttugu mínútur hugsa ég, þetta reynist hængur fjórtán pund að þyngd, og er brotinn af honum krókurinn. Jæja, þá fer þetta nú að lagast, þarna fær félagi minn fisk og slítur út úr hon- um í lendingu, en nær honum samt, og veifar mér nú glottandi með dauðrotuð- um laxinum. Gott. Það eru annars margs konar einkennilegir straumar í þessari vík og umhverfis liana, meira að segja liringiða; ég fæ næsta fisk í útjaðri hring- iðunnar, sjö punda hrygnu, næstum því silfurgljáandi eins og á júnídegi; annars er laxinn yfirleitt búinn að fá þennan gula eða ryðrauða blæ á roðið, svo það minnir á þorsk. Næstu klukkustundirnar vtrða okkur lieldur mótdrægar: Við missum hvern fiskinn af öðrum án þess að til verulegra átaka komi. Laxinn tekur, sveigir steng- urnar nokkrum sinnum, lætur byrja að draga sig, skyrpir síðan út úr sér agn- inu og er farinn. Þannig gengur það allt hádegið og fyrst í stað eftir miðdegis- liléið, sem er tekið í skjóli klettanna við ytra holtið. En satt að segja gefur veðrið okkur tæplega matfrið, brauðsneiðarnar verða að graut í höndum okkar áður en ráðrúm gefst til að stinga þeim upp í sig. Svo að líklega hefur þetta hefð- bundna miðdegishlé sannra sportveiði- manna orðið í styttra lagi í þetta sinn, það mætti segja mér! Og nú tekur að halla degi við Ána. Eg geng vestur að klettabríkinni og kasta út þangað sem þyngir straumbreiðuna neð- an við lygnan hylinn. Hér er víst mosa- gróður á Iiallri botnklöppinni og hætt við festum, maður verður að draga slak- ann af færinu um leið og öngullinn snert- ir vatnið, sakkan er af minnstu gerð, ekki lengri en títuprjónn, ekki digrari en eldspýta. Hana, þar tekur hann!, og nú virðist hann fastur. Hann hristir sig stór- karlalega og sígur af stað, syndir í liægð- um sínum upp úr straumnum inn í lygnan liylinn, tekur að sveima þar um og velta sér sitt á hvað. Hann oærði eimnlepa aldrei neitt ann- O o o að þessi fiskur, bara sveimaði aftur og fram um víðáttumikla víkina, stakk sér og kom upp aftur og velti sér oft, en hann hélt þessu áfram í hálfa klukku- stund og sleit kröftum mínum gegndar- laust, mig var farið að verkja í handlegg- ina, ég hélt hann ætlaði aldrei að þreytast. Jú, ekki fór það þó svo, hann lagðist á hliðina að lokum og ég dró hann varlega inn á grunnið, þangað til hann str’and- aði. Þar tók ég hann upp á sporðinum og bar hann á land, hann var átján pund að þyngd. „Svo það er þama í straumbreiðunni 6 Veioimadurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.