Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Qupperneq 45

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Qupperneq 45
Svartbakur eydileggur veidi í ám. EFTIRFARANDI grein birtist fyrir nokkru í einu Reykjavíkurblaðanna. Þar sem líklegt verður að telja að margir lesendur Veiðimannsins hafi áhuga fvrir því máli, sem um er rætt í greininni, þykir rétt að birta hana hér, enda þótt full sterkt kunni að vera kveðið að orði þar sumsstaðar. En það er iöngu vitað, að veiðibjallan er mikill vágestur á þessu svæði og því fullkomin ástæða til að fækka henni að mun. Ritstj. LAXVEIÐIMENN keppa um laxinn við veiðibjölluna, og sú síðarnefnda hef- ur í mörgum tilfellum betur. Þetta er sannreynd, sem vert er að staldra við og athuga, því nú þegar eru ýmsar góðar veiðiár í hættu og aðrar svo til eyddar af fiski — eingöngu af völdum veiðibjölluvargsins, sem grípur hverja bröndu, sem leitar upp í árnar. Eitt gleggsta dæmið um, hver spjöll veiðibjallan veldur á lax og silungsveiði, eru Laxá og Leirá í Leirársveit. Fyrir nokkrum árum var Leirá góð silungs- veiðiá, þótt trúlega hafi fátt verið gert til að örva veiðina. Sem kunnugt er, fell- ur áin fram leirur og er þá mjög grunn. Á leirunum situr veiðibjölluskarinn ár og síð og hirðir fiskinn. Sama er að kunnugir leiðsögumenn taka að sér, að stjórna ferðum út að flakinu. Hver veit nema einhverjir íslenzkir sjóstangamenn eigi eftir að renna þar áður en langt um líður? — V. M. þýddi. segja um hina ágætu veiðiá, Laxá í Leirársveit, þótt hún sakir meira vatns- magns verði ekki eins illa úti, þá hefur, að sögn, veiðin ekkert aukizt hin síðari árin, þrátt fyrir klak og allskyns tilfær- ingar þar að lútandi. Á síðastliðnu vori urðu nokkur blaða- skrif vegna þess, að bændur þeir, sem eiga lönd að Akrafjalli, bönnuðu öllum óviðkcmandi eggjatekju í fjallinu. Frið- uðu með öðrum orðum vágestinn, veiði- bjölluna. Eitthvað munu þeir sjálfir hafa tínt af eggjum framan af sumri, en svart- bakurinn verpir aftur og aftur og ungar út síðari hluta sumars, þótt eggin úr fyrsta varpi séu tekin. Nú er líka svo komið, að Akrafjall er orðin ein aðalútungunarstöð veiðibjöll- unnar. Allur svartbaksfjöldinn leitar fanga fyrst og fremst á leirunum þar sem Laxá og Leirá falla til sjávar, enda eru leirurnar hvítar yfir að líta þegar fjara er: Veiðibjallan situr þar um lax og sil- ung og hefur að líkindum meiri feng en veiðimenn þeir sem veifa mörg þúsund króna veiðarfærum á bökkum ánna þar fyrir ofan. Ekki er kunnugt um, að veiðifélag það, sem hefur t. d. Laxá á leigu, hafi gert neinar tilraunir til að fæla varginn burtu, þótt ekki væri nema, þegar vitað er, að laxinn er að ganga í ána. Margir laxar eru líka svo illa út- lítandi eftir viðureignina við veiðibjöll- una á leirunum, að þeir eru rifnir langt inn og drepast, eftir að upp er komið. Veidimaðurinn 35

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.