Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Page 39
Þessir tveir
ungu menn eru
áreiðanlega
ekki á sama rnáli
og maðurinn
hér í sögunni.
Þeir eru ánœgð-
ir á svipinn og
ætla sennilega
að halda áifram
að veiða.
Vér vitum ekki
hvað þeir heita.
Einhver sendi
Veið imanninum
myndina
án frekari
skýringa.
en þegar sama sagan hafði gerst þrisvar
sinnum, rann upp fyrir mér, að eitthvað
myndi vera athugavert við útlit mitt og
hreyfingar. Þeir höfðu kannski aldrei
séð veiðimann, þótt það virtist ó-
trúlegt, þar sem áin rann rétt fram hjá
heimilum þeirra. Nú, jæja, úr því að
þeir kusu að glápa á mig eins og asn-
ar, þá þeir um það!
Undirbúningurinn.
Þegar að ánni kom setti ég saman
stöngina og valdi mér flugu, sem ég
þóttist viss um að enginn fiskur mundi
geta staðist, og fór að búa mig undir að
kasta. En þegar ég fór að reyna að hnýta
fluguna á girnið, brá svo kynlega við, að
enginn hnútur, hverju nafni sem hann
nefndist, reyndist geta haldið flugunni
við girnið. Það rann úr þeim öllum. Öng-
ullinn stakkst í fingurinn á mér, ég missti
fluguna niður í grasið — en að hnýta
liana á girnið virtist gersamlega óvinn-
andi verk!
En svona gat þetta þó ekki gengið til
eilífðar; og gerði það heldur ekki. Að
lokum tókst mér að hnýta einhvern hnút,
sem ég hafði aldrei lært á skátaárum
mínum, og þá loksins lét þessi duttlung-
afulla fluga undan og var föst! Og eftir
nokkur köst þóttist ég sannfærður um
að hnúturinn mundi halda.
Eg fór hægt yfir hylinn, unz ég var
kominn niður í skottið. Ég trúði ekki
öðru en að hungraður silungur biði fær-
is bak við steininn þarna? Ég gat ekki
Veiðimaðurinn
29