Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Qupperneq 18

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Qupperneq 18
kljáður. Laxinn byrjar allt í einu að strika, ekki niður með landi eða upp með landi, heldur skáhallt út og upp, í átt til jökla, heim til uppruna síns, hann er ekki í kafi nema stundum og hraðinn er ótrúlegur, harðstrengd línan dregst með sírenuvæli út af hjólinu, ekki jafnt og þétt heldur í æsilegum hviðum, nú er hann kominn út á stórálinn og ristir djúpa vindölduna þar, eins og höfrung- ur. Hann fer hallur móti straumi og bylgjuróti, ég sé gulleitan kvið hans, ég sé hann taka dýfur og veltur til beggja hliða, en hann heldur strikinu, hann heldur — — ha, hvað get ég gert? — Línan mín rennnr út og rennur út og er bráðum runnin öll, og það er ekkert hægt að gera, nema halda í á móti, af öllum kröftum, og hlusta á sirenuvælið o? finna hvernior fiskurinn mikli fer hvít- um eldi um fljótið og mig. Og nú —: það kveður við skær brestur, eins og þegar gler brotnar eða hert stál hrekk- ur í sundur, það er línan mín, hún var á enda, og nú slitnaði hún við hjólásinn. Þessu er lokið. Lokið? Onei, það er hætt við að þetta hafi sín eftirköst, guðinn veit hvað hann er að gera við mann, hann er ekki blindur nema á öðru auganu. Og það sem næst gerðist var kannski ennþá undarlegra, áhrifameira, heldur en glíman við fiskinn mikla: Um leið og konungur fljótsins hvarf í vindgrafinn stórálinn, bregður svo við að fiskur byrjar að stökkva um alla víkina og um straumbreiðuna niður af henni, það varð ys um Ána og sporða- köst og þys: tugir laxa, stórir og smáir, lyftu sér úr hvítgrárri iðunni, snéru upp í strauminn og lögðu af stað. Þeir stefndu allir út og upp í átt til jökla, heim til uppsprettulinda vatnanna, heil þjóð, á eftir konungi sínum. Fáeinum mínútum seinna var allt kyrrt, ekkert lífsmark að sjá, bara vind- gáraðan vatnsflöt, perlaðan loftbólum stórgerðrar úrkomunnar, sem enn færðist í aukana. Félagi minn stóð hjá mér liugs- andi og starði út á Ána og ég sá hann hafði spurn í augum og furðu í svip, en hvorugur okkar mælti orð að svo stöddu, við þögðum. Þetta var í ljósaskiptunum og má! að lialda heim. Eg er kominn heim núna og sit hér og skrifa þetta niður í haustskímunni. Fiskurinn mikli heldur enn áfram að vera sem hann var: í Ánni — ósigraður. „Hvers vegna ég náði honum ekki?“ spyrðu. Það er einfalt mál: ég réði ekki við hann. Hann var sterkari en ég. En ef einhverjir skyldu segja sem svo: „Þetta getur ekki verið satt“, þá hljóta það að vera menn sem ekki þekkja Ána. Það eru þá þeir sem iðka laxveiðar sínar í þess konar vötnum, sem að vísu eru fiskgeng, en í mínum augum eru ekki annað en lækjarsytrur, gilsprænur og keldudrög, — þar gæti mín saga ekki gerzt. Það er í ánni, sem hún gerist, — í Ánni. En nú er heill vetur millum hennar og mín. — Forsíðumyndin. Myndin er frá Þingmannaá i Vatns- firði á Barðaströnd. Þar er nokkur sjó- birtingsveiði, einkum þegar líður á sum- arið. Kápan er gerð i Litbrá. — Ljósm. R. H. 8 VíIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.