Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Page 27
frá því að taka, ef honum væri boðið
eitthvað, sem honum litist á.
Eg fór að kasta, vandaði mig eins og
ég gat og gætti þess, að láta fluguna
renna hæfilega langt fyrir ofan staðinn
þar sem ég hafði séð laxinn. Um leið og
hún barst yfir blettinn, þar sem líklegast
var að hann tæki hana, komu örlitlir
gárar á vatnið, eins og fiskur hefði lyft
sér, en svo bar hana upp að landinu án
þess að meira gerðist.
}á, auðvitað er hún of stór! Eg á að
skipta niður í nr. 6, hugsaði ég. En það
fór eins og áður, hin röddin í hugskoti
mínu varð yfirsterkari. Eg varð að hlýða
henni.
Eg kastaði aftur og um leið og flugan
rann yfir rétta staðinn var hún þrifin
sterklega og laxinn tók beint strik upp
ána og stanzaði ekki fyrr en efst í hyln-
um. Þar er talsverður straumur, jafnvel
í litlu vatni, en liinum megin við hyl-
djúp lygna nokkuð stór um sig. Þar lagð-
ist laxinn, og þótt ég tæki á honum eins
og ég þorði, fékk ég honum ekki bifað
góða stund. Eg fór að halda að hann
væri mjög stór eða hann hefði fest sig.
En brátt fann ég þó að allt var með
felldu, og nú lagði hann aftur af stað
niður eftir hylnum og fór sér ekki óðs-
lega. Þegar hann var kominn niður und-
ir staðinn þar sem hann tók, lagðist hann
aftur og þumbaðist svolítið. Ekki vildi
hann lofa mér að sjá sig. Það gerði raun-
ar ekkert til, því að á rneðan gat ég gert
hann eins stóran og ég vildi!
En nú gerist skyndilega nokkuð óvænt.
Laxinn tekur nokkrar kolldýfur á sama
blettinum, syndir svo uppeftir, á móts
við þar sem ég stóð, snarbeygir í áttina
til mín — þó ekki hraðara en svo, að
ég hafði vel við að vinda inn — og heldur
áfram unz hann leggzt á hliðina við fæt-
ur mér. Þetta var 13 punda hængur,
mjög lítið leginn. Hér var ekki um það
að ræða, að ég renndi honum á land“,
eins og kallað er. Hann kom sjálfur. Eg
vatt að vísu inn línuna, en átakið var
ekkert, fyrr en ég lyfti hausnum á hon-
um upp úr vatninu og tók lítið eitt í
svo að tálknin lentu á þurru þegar hann
lagðist á hliðina. Svona skyndilega upp-
gjöf hef ég aldrei vitað fyrr né síðar, hjá
þetta vænum flugulaxi. Flugan var vel
föst framan til i munnvikinu.
Veiðin var lítil þennan dag; þó fengu
sumir eitthvað; en öllum kom þeim
saman um það, að laxinn hefði ekki litið
við stærri flugum en nr. 6 og 7. Hvort
minn hefði eins tekið þá stærð er spurn-
ing, sem aldrei fæst svarað.
V. M.
Veibimaðurinn
17