Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 46
Fdst í flestum sportvöru-
verúunum um land allt.
MITCHELL
Það er ekki að ástæðulausu að
Mitchell spinnhjólin eru langsam-
lega frægustu spinnhjól heimsins,
enda munu allir þeir mörgu veiði-
menn, sem Mitchell spinnhjól eiga,
hafa sannfærst um, að betri hjól
tii allrar spón- og maðkaveiði eru
ekki til, og henta jafn vel fyrir lax-
og silungsveiði.
Margar stærðir og gerðir.
Framúrskarandi ending.
Sanngjarnt verð.
Varahlutir fylirliggjandi.
SPORT V ÖRU GERÐIN
(Halldór Erlendsson)
Mávahlíð 41. Sími 18382.
Þetta, að ekki skuli reynt neitt til þess
að vernda veiðina, er því hlálegra, þar
sem vitað er, að Laxá í Leirársveit er ein
dýrasta veiðiá landsins og jafnframt ein
sú bezta. Hér þarf róttækra ráðstafana
við. Leggja þarf gifdrur á leirurnar og
fá til skotmenn, en sýslumaður þarf að
banna bændakjánum þeim, sem friða
óvættina í Akrafjalli slíka landráðastarf-
semi og skipuleggja herferð á svartbakinn
þar efra.
Ekki væri ólíklegt, að Akurnesingar
legðu fram nokkra sjálfboðaliða til þeirr-
ar herferðar, því svo mikill veiðibjöllu-
saur er í drykkjarvatni þeirra Skaga-
manna, að talið er ódrekkandi nema
soðið. —
Því er treyst, að viðkomandi aðilar,
veiðifélagið, sem hefur Laxá á leigu,
viðkomandi sýslumaður og yfirvöld á
Akranesi taki hér í taumana, og bægi
ósómanum frá áður en lax er eyddur úr
Laxá og byggð á Skipaskaga eydd vegna
svartbaksdrits í drykkjarvatni.
Skagamaður.
ÁGANGUR fugla er mikið vandamál
víða um heim. Sumar tegundir spilla
uppskeru, aðrar veiðiám, sumar leggjast
á varp annarra fugla o. s. frv.
Með vaxandi tækni eru menn að finna
ýmis ráð til varnar, sem eru áhrifameiri
en gömlu fuglahræðurnar, sem við þekkj-
um. Ástralíumenn hafa t. d. rannsakað
þýðingu kallmerkja, sem fuglar nota sín
36
Veiðimaðurinn