Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 26

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 26
vissum stað. Þú ræður hvorn kostinn þú velur. — Eg ætti að vera búinn að reyna að kenna þér það lengur, að vara þig á „skynseminni“, þegar þú ert á laxveið- um! — Og kastaðu nú Blue Doctor nr. 3! Líklega hefur þetta verið rödd veiði- gyðjunnar minnar, og er það ekki venjan, að við látum undan kvenkyninu? Jasja, sagði ég. Það er þá bezt að kasta þeim bláa, og e£ þú reynist liafa á réttu að standa, þá skal ég ekki tefla skynseminni á rnóti þér oftar. — Það er annars undar- legt þegar svona ágreiningur á sér stað í sama mannsheilanum, alveg eins og tveir einstaklingar með gjörólíkar skoðanir séu að deila. Og ennþá undarlegra er það, í tilfelli eins og þessu, að það skuli svo verða ofan á, sem skynsemisglóran telur vitlaust! Það var enginn ágreining- ur um, hvaða flugutegund ég skyldi kasta, heldur um stærðina, eins og áður var sagt. Með hliðsjón af vatni og veðri hefði ég ráðlagt öðrum að kasta nr. 6 eða 7, jafnvel nr. 8. — En ég hnýtti á tví- krækjuna nr. 3. Var þó tvívegis kominn á fremsta hlunn með að klippa liana af aftur! Eg legg stöngina aftur við hliðina á mér og horfi út yfir ána. Fyrstu húm- skuggarnir eru að læðast niður brekkuna andspænis mér. Þá er stutt þangað til sólin fer af hylnum. En það kular ekkert, vatnið er spegilslétt, nema dálítill straumur efst og neðst. Tvær endur koma fljúgandi upp eftir ánni og setjast á hyl- inn rétt framundan þar sem ég sit. Eg hreyfi mig ekki, vil ekki styggja þær, því að þá ættu þær til að busla yfir töku- staðina og styggja laxinn. Sumir halda því fram, að laxinn sé ekkert hræddur við fugla á ánni. Það má rétt vera, meðan fuglarnir verða ekki sjálfir fyrir styggð; en þegar þeir verða hræddir og berja vatnið með vængjunum áður en þeir flúga upp, er ekki loku fyrir það skotið, að laxinn skilji það sem merki um hættu og verði varari um sig. Endurnar syntu brátt upp undir bakk- ann hinum megin og voru ekkert fyrir mér. Nú var kominn skuggi um allan hylinn, eða réttara sagt, það var ekki sólskin á honum lengur. Lognið og ár- niðurinn höfðu þau áhrif á mig, að ég vildi helzt sitja kyrr og hafast ekki að. Allt í einu kom öriítill goluþytur ofan af barðinu fyrir aftan mig og straukst við vanga minn, einna líkast því að blævang væri veifað, en ekkert gáraði hann vatnið. „Kannski hann ætli að fara að kula svo- lítið“ hugsaði ég, en það varð ekki meira. Sama stillan áfram. Þetta var líklega merki um það, að ég ætti að standa upp og fara að kasta, enda tíminn farinn að styttast. — Um leið og ég var að rétta út höndina eftir stöng- inni sá ég lax kafa neðst í hylnum Mér sýndist hann nokkuð vænn og tilburðir hans þannig, að hann væri máske ekki VIÐGERÐIR Á VEIÐI- STÖNGUM og HJÓLUM Framkvæmi allskonar viðgerðir á stöngum og hjólum, og útvega varahluti ef með þarf. Magnús Jónsson, vélstjóri Brávailagötu 22, sími 12933. 16 Veidimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.