Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Page 38
ur sem kunni meira fyrir sér en almennt
gerðist, og hafði leitað einveru hér í
Dartmoor, til þess að æfa listir sínar, án
þess að eiga á hættu að fjöldi áhorfenda
hópaðist um hann, eins og oft vill verða.
Og eitt var a.m.k. víst, að honum ætti
ekki að verða verr til fanga en sumum
veiðimannanefnunum, sem ég hafði séð
rangla hálf sofandi á bökkum annarra
og þekktari veiðistaða.
Hann var nú hættur að kasta og virt-
ist vera að athuga eitthvað á yfirborði
vatnsins eða undir því.
Allt í einu sá ég glampa á eitthvað, sem
rauf yfirborð hylsins og í sama bili reisti
maðurinn stöngina svolítið, en þá svign-
aði hún um leið og jafnframt scing hátt
í hjólinu.
Þá gat ég ekki setið á mér lengur.
Væri hann að veiða fisk, mátti ég til að
sjá það, því að slíkur atburður skeði ekki
hér á hverjum degi!
Eg stökk á fætur, hljóp fram á bakk-
ann og spurði: „Ertu með fisk á?“
Hann svaraði engu og virtist tæplega
verða mín var. Þetta var raunar kjána-
leg spurning, því að auðvitað hefði eng-
inn fiskur með fullu ráði ólmast svona
og stokkið upp úr vatninu æ ofan í æ,
ef hann hefði ekki verið að reyna að
losa sig úr einhverri klípu.
En þessar ofsafengnu stökkæfingar
tóku skjótlega enda, og þó stóðu þær
nógu lengi til þess, að ég varð sem berg-
numinn og ákvað á þessum stað og
stundu, að gleyma mínum gömlu for-
dómum og gefa mig á vald þessari göf-
ugu íþrótt svo fljótt sem því yrði við-
komið.
Nú hafði ég séð, að það var raunveru-
lega hægt að gera hvorttveggja í senn —
að kasta án þess að sofna, og fá eitthvað
á!
Ég laumast niður að ánni.
Eg hafði engum sagt frá áformum
mínum, og laumaðist frá gistihúsinu eld-
snemma morguninn eftir, eins og hálf-
gerður sakamaður.
Var ég nú með allt með mér? Það væri
t.d. slæmt að vera kominn niður að á
og hafa gleymt hjólinu! Dröfnótti veiði-
hatturinn var áreiðanlega með, því að ég
fann oddinn á einni flugunni sem ég
hafði krækt í liann, koma óþyrmilega
við höfuðið á mér, þar sem hárið var
farið að þynnast! Og ekki hafði ég
gleymt veiðistígvélunum. Mér datt meira
að segja í hug, að þau hefðu mátt vera
styttri og léttari! Nú, og háfinn hafði ég
tekið með mér; það fann ég svo greini-
lega á leiðinni, því að hann slóst í hrygg-
inn á mér, við hvert skref Og til vonar
og vara opnaði ég veiðitöskuna; og viti
menn! Þar var fluguboxið, girnisdósin,
hjólið og brauðsneiðarnar — með öðrum
orðum ég hafði engu gleymt.
Hvað sem öllu öðru leið var ég til að
sjá eins og veiðimaður, þótt mér sjálf-
um fyndist ég ekki vera upp á marga
fiska, og væri innra með mér ákaflega
glaður yfir því að vera á ferli á þessum
tíma sólarhringsins, þegar fáir mundu sjá
mig.
„Góðan dag“, sagði ég glaðlega við
strákhnokka, sem ég rakst á, þegar hann
var að reka kýrnar. Hann svaraði mér
engu orði, en glápti á mig eins og naut
á nývirki.
Ég áttaði mig samt ekki fyrst í stað,
28
Veiðjmaðurinn