Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 42

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 42
A veidum í Lusitaníu. EINN af hörmulegustu atburðum heimsstyrjaldarinnar fyrri skeði h. 7. maí 1915, þegar Þjóðverjar sökktu bandaríska farþegaskipinu Lusitaniu, undan ströndum Suður-írlands. Þau tæp 50 ár, sem liðin eru síðan, hefur flak skipsins legið óhreyft í sinni votu gröf, nema hvað kafarar hafa stöku sinnum farið þangað niður síðari árin í athugun- arferðir. Skipið ligur á 50 faðma dýpi, og má segja að svo til enginn sjávargróður hafi safnazt á það, þótt óvenjulegt sé. Kafararnir tóku eftir því, að mikið af fiski og margar tegundir héldu sig um- hverfis flakið og í því. Þetta þótti veiði- mönnum auðvitað góðar fréttir, enda leið ekki á löngu unz Lusitania var orðin þekktur og eftirsóttur veiðistaður. Grein sú, sem hér fer á eftir, í þýðingu og end- ursögn, er rituð af fréttaritara blaðsins The Fishing Gazette Sc Sea Angler og birtist þar h. 9. marz s. 1.: Hjónin Michael og Peggy Barrington- Martin hafa sennilega varið meiri tíma til veiða í flakinu af Lusitaníu en nokkur annar. Þau hafa engan áhuga fyrir skips- skrokknum sjálfum, heldur því lífi, sem í iðrum hans er og umhverfis hann. Já, þar er fiskur — og margir stórir: Langa, þorskur, lýsa, karpi, lýr, ufsi, hákarl og jafnvel einn og einn tannhvalur hefur komið á stengur þessara djúpfiskiiðkenda og kunningja þeirra. Fyrir fimm eða sex árum reyndi ég, ásamt David Rapoport og Orgill ofursta í Kinsale að kcmast út að flaki Lusi- taniu, til þess að veiða, en veðrið var vont og við höfðum engan hljóðdýptar- mæli og urðum því að liætta við ferðina. Orgill ofursti var þó ákveðinn í að fara þarna út síðar og talaði oft um það, en svo þurfti hann að flytja til Indlands og þá var draumurinn úr sögunni. En á sama tíma var Kinsale að vinna sér nafn sem bækistöð fyrir sjóstanga- veiði.#) Veiðimenn frá flestum löndum Evrópu tóku að flykkjast þangað, þar á meðal Barrington-Martin hjónin, sem nokkrum árum áður höfðu spreytt sig á stórfiskaveiðum hjá andfætlingum okkar á suðurhveli. Hjónin urðu strax hrifin af þeirri hug- mynd, að veiða í skipsflakinu og það leið ekki á löngu unz þau eignuðust bát og fengu bækistöð í Kinsale. Báturinn var búinn öllum nýjustu og fullkomnustu tækjum, en þegar þau komu út á svæðið hafði þegar verið sett þar dufl. Þau voru því fljót að finna flakið með aðstoð hljóðdýptarmælisins. Það fyrsta, sem þau þurftu að athuga, var hvernig skipsskrokkurinn snéri á botninum, því að lægi hann þvert á strauminn, yrði ekki hægt að hemja fær- *) Flakið liggur út af Old Head við Kinsale. - Þýð. 32 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.