Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Síða 42

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Síða 42
A veidum í Lusitaníu. EINN af hörmulegustu atburðum heimsstyrjaldarinnar fyrri skeði h. 7. maí 1915, þegar Þjóðverjar sökktu bandaríska farþegaskipinu Lusitaniu, undan ströndum Suður-írlands. Þau tæp 50 ár, sem liðin eru síðan, hefur flak skipsins legið óhreyft í sinni votu gröf, nema hvað kafarar hafa stöku sinnum farið þangað niður síðari árin í athugun- arferðir. Skipið ligur á 50 faðma dýpi, og má segja að svo til enginn sjávargróður hafi safnazt á það, þótt óvenjulegt sé. Kafararnir tóku eftir því, að mikið af fiski og margar tegundir héldu sig um- hverfis flakið og í því. Þetta þótti veiði- mönnum auðvitað góðar fréttir, enda leið ekki á löngu unz Lusitania var orðin þekktur og eftirsóttur veiðistaður. Grein sú, sem hér fer á eftir, í þýðingu og end- ursögn, er rituð af fréttaritara blaðsins The Fishing Gazette Sc Sea Angler og birtist þar h. 9. marz s. 1.: Hjónin Michael og Peggy Barrington- Martin hafa sennilega varið meiri tíma til veiða í flakinu af Lusitaníu en nokkur annar. Þau hafa engan áhuga fyrir skips- skrokknum sjálfum, heldur því lífi, sem í iðrum hans er og umhverfis hann. Já, þar er fiskur — og margir stórir: Langa, þorskur, lýsa, karpi, lýr, ufsi, hákarl og jafnvel einn og einn tannhvalur hefur komið á stengur þessara djúpfiskiiðkenda og kunningja þeirra. Fyrir fimm eða sex árum reyndi ég, ásamt David Rapoport og Orgill ofursta í Kinsale að kcmast út að flaki Lusi- taniu, til þess að veiða, en veðrið var vont og við höfðum engan hljóðdýptar- mæli og urðum því að liætta við ferðina. Orgill ofursti var þó ákveðinn í að fara þarna út síðar og talaði oft um það, en svo þurfti hann að flytja til Indlands og þá var draumurinn úr sögunni. En á sama tíma var Kinsale að vinna sér nafn sem bækistöð fyrir sjóstanga- veiði.#) Veiðimenn frá flestum löndum Evrópu tóku að flykkjast þangað, þar á meðal Barrington-Martin hjónin, sem nokkrum árum áður höfðu spreytt sig á stórfiskaveiðum hjá andfætlingum okkar á suðurhveli. Hjónin urðu strax hrifin af þeirri hug- mynd, að veiða í skipsflakinu og það leið ekki á löngu unz þau eignuðust bát og fengu bækistöð í Kinsale. Báturinn var búinn öllum nýjustu og fullkomnustu tækjum, en þegar þau komu út á svæðið hafði þegar verið sett þar dufl. Þau voru því fljót að finna flakið með aðstoð hljóðdýptarmælisins. Það fyrsta, sem þau þurftu að athuga, var hvernig skipsskrokkurinn snéri á botninum, því að lægi hann þvert á strauminn, yrði ekki hægt að hemja fær- *) Flakið liggur út af Old Head við Kinsale. - Þýð. 32 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.