Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 28

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 28
Blindir stangveiðimenn. MÖRGUM kann að þykja það ótrúlegt, að blindir menn geti iðkað stangveiði. Samt er það staðreynd, að all margir, sem hafa misst sjónina, veiða á stöng. Auðvitað þurfa aðstæður að vera heppi- legar og aðstoðarmaður með þeim blinda. Sá, sem hefur veitt á stöng áður en hann missti sjónina, stendur miklum mun betur að vígi en hinn, sem byrjar á því síðar. Það er t. d. mikill munur á því, að hafa séð veiðistaðinn og þekkja hann vel, eða að koma í fyrsta sinn að honum blindur. — Samt er þetta hægt. Enskur lávarður, Fraser að nafni, sem missti sjónina í fyrri heimsstyrjöldinni, segir að veiðiskapurinn sé eitt af því sem mezt hafi létt sér þann kross, að vera blindur megin hluta ævinnar. Hann er kunnur veiðimaður í heimalandi sínu os; hefur ferðast víða til að veiða, m. a. farið á túnfiskaveiðar við Suður-Afríku, „og þar fékk ég einu sinni þrjá í versta sjóveðri, sem ég man eftir“, segir hann. Fraser lávarður hvetur blinda menn mjög til þess að prófa stangveiði, eink- um þá, sem misstu sjónina í síðara stríð- inu, en. eru fullfrískir að öðru leyti og enn á góðum aldri. Hann ráðleggur þeim að leita til veiðifélagsins á staðnum, þar sem þeir eiga heima, skýra frá að þá langi til að reyna að veiða, og þá muni þeir brátt finna útréttar hendur góðra vina, því að þær séu margar í „bræðra- félagi“ veiðimanna. „Þið munuð komast að raun um, að veiðistöngin veitir ykkur mikla ánægju,“ segir hann. „Eg tala þar af langri reynslu. Eg er auðvitað enginn snillingur í stang- veiði, og get aldrei orðið það, en ánægj- an sem ég hef haft af henni er ómetan- leg, enda sit ég mig ekki úr færi, þegar ég á þess kost, að fara út með stöngina mína.“ — Hann segir ennfremur: „Ánægjan af stangveiðinni er marg- þætt — það er ótrúlega gaman að setja í fisk og þreyta hann, það er gaman að læra og tileinka sér það sem þarf, til Fraser lávarður að veiða. 18 Veiðimaburinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.