Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Qupperneq 28

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Qupperneq 28
Blindir stangveiðimenn. MÖRGUM kann að þykja það ótrúlegt, að blindir menn geti iðkað stangveiði. Samt er það staðreynd, að all margir, sem hafa misst sjónina, veiða á stöng. Auðvitað þurfa aðstæður að vera heppi- legar og aðstoðarmaður með þeim blinda. Sá, sem hefur veitt á stöng áður en hann missti sjónina, stendur miklum mun betur að vígi en hinn, sem byrjar á því síðar. Það er t. d. mikill munur á því, að hafa séð veiðistaðinn og þekkja hann vel, eða að koma í fyrsta sinn að honum blindur. — Samt er þetta hægt. Enskur lávarður, Fraser að nafni, sem missti sjónina í fyrri heimsstyrjöldinni, segir að veiðiskapurinn sé eitt af því sem mezt hafi létt sér þann kross, að vera blindur megin hluta ævinnar. Hann er kunnur veiðimaður í heimalandi sínu os; hefur ferðast víða til að veiða, m. a. farið á túnfiskaveiðar við Suður-Afríku, „og þar fékk ég einu sinni þrjá í versta sjóveðri, sem ég man eftir“, segir hann. Fraser lávarður hvetur blinda menn mjög til þess að prófa stangveiði, eink- um þá, sem misstu sjónina í síðara stríð- inu, en. eru fullfrískir að öðru leyti og enn á góðum aldri. Hann ráðleggur þeim að leita til veiðifélagsins á staðnum, þar sem þeir eiga heima, skýra frá að þá langi til að reyna að veiða, og þá muni þeir brátt finna útréttar hendur góðra vina, því að þær séu margar í „bræðra- félagi“ veiðimanna. „Þið munuð komast að raun um, að veiðistöngin veitir ykkur mikla ánægju,“ segir hann. „Eg tala þar af langri reynslu. Eg er auðvitað enginn snillingur í stang- veiði, og get aldrei orðið það, en ánægj- an sem ég hef haft af henni er ómetan- leg, enda sit ég mig ekki úr færi, þegar ég á þess kost, að fara út með stöngina mína.“ — Hann segir ennfremur: „Ánægjan af stangveiðinni er marg- þætt — það er ótrúlega gaman að setja í fisk og þreyta hann, það er gaman að læra og tileinka sér það sem þarf, til Fraser lávarður að veiða. 18 Veiðimaburinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.