Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Side 41
sýndist ekki stríður frá bakkanum þar
sem ég stóð þurrum fótum, en það
reyndist herfileg missýning. Vatnið
þrýsti sér illgirnislega að fótleggjum
mínum, með þeirn ásetningi að kippa
þeim undan mér, og sú tilraun heppn-
aðist alltof vel.
Allt í einu var vatn alls staðar — ó-
grynni af vatni — það fyllti augu mín,
nef, eyru og háls. Eg hafði farið niður að
á til þess að veiða fisk, en nú var ég allt
í einu kominn til bústaða þeirra og gat
vænst þess á hverri stundu að vera dreg-
inn upp að bakkanum, þar sem ég sæi
framan i ráðvillt smetti á risavöxnum
silungi, sem hefði stungið stönginni
minni undir eyruggann og væri að um-
segja, hvort liann ætti að fleygja mér út
í aftur eða leggja mig sér til munns.
En svo hvarf þessi sýn, ég rak haus-
inn upp úr ánni og blés frá mér svo rnikl-
um vatnsstrók, að hvalur liefði varla
gert betur. Eg leit eftir hattinum mín-
um, en jafnvel hann hafði yfirgefið
mig og var nú vafalaust um jxið bil að
sigla fram af fossbrún um 50 meírum
neðar.
Ég brölti til sama lands, krafsaði í
bakkann og skreiddist upp á þurrt með
það eitt í huga, að halda beinustu leið
burt frá þessum stað.
Það var rislág mannskepna, sem hinn
snyrtilegi lögreglumaður þorpsins ávarp-
aði, þegar ég var að laumast heim að
gistihúsinu:
„Góðan daginn, herra rninn. Má ég
sjá leyfið yðar?“
Ég hafði verið með það í vasanum,
þegar ég fór niður að ánni, en ég bjóst
ekki við að hann mundi trúa mér og
vildi því heldur greiða það aftur en lítil-
lækka mig með því að skýra honum
frá öllum óförum mínum.
Fengi silungurinn mikli, sem ég sá í
sýn minni, annað tækifæri til að veiða
mig — sem þó ekki verður — myndi hann
eflaust geta sýnt leyfið sitt, en honum
væri guðvelkomið að eiga hitt líka, því
að ég hef ekki hugsað mér að snerta
veiðistöng framar, jafnvel þótt það
„sport“ sé ekkert „deyfðardútl!“
Spói flytur búferlum.
I síðasta blaði var svolítil grein um
spóann. Hann er nú farinn til heitari
landa og við heyrum ekki vell lians aftur
fyrr en næsta vor. Af einum Jieirra, sem
dvöldu á Seltjarnarnesinu í sumar, segir
ritstjóri Dýraverndarans, Guðmundur G.
Hagalín, þessa sögu, í júlí-hefti blaðsins:
„Eg rís venjulega mjög snemma úr
rekkju, og fer ég þá gjarnan út o.g virði
fyrir mér loft og lög og fuglalífið á sjó
og landi. Einn rnorgun sá ég sjón, sem ég
hef aldrei séð áður. Spói kom fljúgandi
mjög lágt innan af nesi og hafði eitthvað
í nefinu. Hann lækkaði flugið, þegar
hann nálgaðist Bygggarð, og ég, sem stóð
óséður við húshornið, sá greinilega, að
það var egg, sem hann hafði í nefinu.
Var hann að flytja sig sakir þeirra fram-
kvæmda, sem hafnar eru skammt frá
Bygggarði — eða hafði Iiann misst egg
sín og nú hnupplað einu úr hreiðri
einhvers annars spóa?“
Veidimaðurinn