Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Síða 13

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Síða 13
eins og presturinn kornst að orði, er gott að minnast þess, að haustið á líka sina fegurð, eins og sumarið og vorið. Þegar sumarið hefur verið kalt og sól- skinsdagarnir fdir, leggst skammdegið og veturinn oft verr i fólk en ella. Þetta er skiljanlegt, þvi að i vetrardraumum þjóð- arinna rer sumarið alltaf svo einstaklega hlýtt og sólrikt; og óneitanlega erum við verr undir það búin, bœði andlega og líkamlega, að þreyja langan og dimman vetur, ef surnarið hefur brugðizt. En þd er oft eins og veðurguðirnir iðrist gerða sinna og bceti upp lélegt sumar með góðu hausti. Og þd eru haustkvöldin oft svo undrafögur, að menn verða sammdla Steingrimi um að ekkert sé fegurra d foldu. Og enn munu þeir margir d landi hér, sem ganga út d fögru haust — eða vetrarkvöldi, horfa hugfangnir d „drottnanna hásal i rafurloga“ og fara þd sumir með „Norðurljós“ Einars Bene- diktssonar, því að fjöldi íslendinga les enn kvæði og lærir þau. Það var sagt um einhvern skáldfróðan mann, að hann kynni svo mikið af kveðskap, að hann mundi oftast geta haft á takteinum, Ijóð, visu eða hendingu, sem ætti við atvik líðandi stundar. Hvað sem hæft hefur verið í því, er hitt rétt, sem einn af orðsnillingum þjóðarinnar á fyrri hluta þessarar aldar sagði, að „umheimurinn Ijóðar alltaf d okkur að fyrra bragði. Öll áhrif, sem okkur berast, eru eins konar upphöf, sem okkur er ætlað að hafa rétt eftir og botna. Við finnum öll hvötina til þess, en verður orðfall flest- um, þegar til kemur, og erum kveðin i kútinn. Og þar sœtum við öll, ef ekki væru skáldin Og samanlagt hafa islenzk skdld gert œrið marga „botna“, svo að það er ekki vist að það sé nein fjarstæða, að sá, sem kann nógu marga, hafi svar við flestum „upphöfum“. En af því að talið barst að skáldskapnum, vaknar sú spurning, hvers vegna svo fáir stangveiðimenn „hafa rétt eftir og botna“, þegar veiðiheimurinn er „að Ijóða d þá“. Þaðan berast þó sannar- lega dhrif — „upphöf“, sem vert er að leggja við eyra. í hópi stangyeiðimanna eru eflaust margir góðir hagyrðingar og nokkrir, sem bera tignari heiti i ríki Ijóðagyðjumiar. Þeim ber skylda til að botna, þegar laxinn og áin Ijóða á þd, svo að öll „stéttin“ sé ekki hveðin i kút- inn. Að vísu hafa nokkrir gert það, en veiðimenn ættu að yrkja miklu meira. Þeir þurfa að gera landfleyg laxa- og sil- ungskvæði ogstökur, sem allir veiðimenn lœra, og þeir eru sumir næmir á góðan kveðskap. Það sannar t. d. sagan um skip- stjórann, sem stundum fer á laxveiðar með kunningjum sinum. Hann er raunar vel að sér ger um flesta hluti, þvi að þeir segja, að á daginn veiði hann meira en þeir allir samanlagt, á kvöldin spili hann við þá bridge og vinni allar rúbert- urnar, en að því loknu gefi hann þeim inn undir svefninn 100—200 blaðsiður af Einari Benediktssyni og kunni það allt utanbókar. Sumir segja að hann muni kunna utan- bókar flest kvæði Einars. Og það er lag- lega af sér vikið, ef satt er. Honum yrði líklega ekki skotaskuld úr að læra nokkur laxakvæði og hafa þau á takteinum — og hver veit nema hann gæti ort þau sjálfur? Ritstj. Vf.iðimaðurinn 3

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.